„Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. apríl 2025 12:32 Oscar og Sonja, fósturmóðir hans, sem berst nú fyrir því að hann fái dvalarleyfi. Frestur sautján ára kólumbísks drengs til að fara sjálfur úr landi eftir synjun um dvalarleyfi rennur út í dag. Fyrirhugaðri brottvísun var mótmælt ákaft við dómsmálaráðuneytið í dag. Prestur, sem hefur efnt til mótmæla meðal presta, segist ekki trúa öðru en að íslensk stjórnvöld sjái sóma sinn í að hætta við brottvísunina. Oscar Anders Florez Bocanegra kom fyrst til Íslands frá Kólumbíu með föður sínum árið 2022. Faðir hans beitti hann ofbeldi og tók íslensk fósturfjölskylda hann að sér. Þeim feðgum var báðum vísað úr landi í fyrra en fósturfjölskyldan sótti Oscar til Bogatá í Kólumbíu. Frestur Oscars til að fara sjálfur úr landi rennur út í dag og hefur honum verið tilkynnt að hann geti ekki sótt aftur um vernd. Raunveruleg umhyggja fyrir barninu Hópur fólks mótmælti við dómsmálaráðuneytið í morgun og var áskorun um að stöðva brottvísunina afhent ráðuneytisstjóra. Þrjátíu prestar sendu þá frá sér yfirlýsingu í gær þar sem fyrirhugaðri brottvísun hans var mótmælt. Sífellt bætist í hóp þeirra, og voru á hádegi í dag rúmlega fimmtíu búnir að skrifa undir yfirlýsinguna. „Við sem kirkja við erum bundin af bæði ákveðnum siðfræðilegum grunni, biblíulegum grunni þar sem í forgrunni er að standa vörð um börn og útlendinga og elska í verki,“ segir Sigurvin Lárus Jónsson, prestur í Vídalínskirkju í Garðabæ. Vinafólk fósturfjölskyldu Oscars leitaði til Sigurvins og kallaði eftir að Þjóðkirkjan léti í sér heyra. „Það blasir við af þeim upplýsingum sem fjölskyldan, sem skotið hefur skjólshúsi yfir þennan dreng, miðlar að hér er raunveruleg umhyggja fyrir þessu barni á ferðinni og við viljum sýna því samstöðu sem prestastétt.“ Sigurvin Lárus Jónsson, prestur í Vídalínskirkju í Garðabæ. Aðsend Mikill skaði verið unninn Í yfirlýsingu prestanna er vísað í vers úr Gamlatestamentinu, þar sem segir að aðkomumaður skuli njóta sama réttar og innborinn maður og að maður skuli elska náungann eins og sjálfan sig. Sigurvin segir erfitt að horfa upp á þá slæmu stöðu sem Oscar er í. Stjórnvöld verði að hætta við brottflutninginn. „Ég trúi ekki öðru. Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva og ég trúi ekki öðru en að íslensk stjórnvöld muni veita honum dvalarleyfi og hann eigi framtíð með þessari fjölskyldu,“ segir Sigurvin. „Það eru gleðidagar. Páskar eru nýafstaðnir og þeir eru haldnir í ljósi upprisu Jesú Krists frá dauðum og því að sýna samstöðu með lífinu og fagna. Við skulum ekki leyfa því að spilla gleðinni að þessar aðstæður verði þannig að honum verði vísað úr landi.“ Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Kólumbía Mál Oscars frá Kólumbíu Tengdar fréttir Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Hópur mótmælenda afhenti ráðuneytisstjóra dómsmálaráðuneytisins áskorun um stöðva brottvísun hins sautján ára Oscars Anders Florez Bocanegra. Hópurinn kom saman fyrir utan dómsmálaráðuneytið í Borgatúni í morgun. Greint var frá því nýlega að til stæði að senda Oscar í annað sinn úr landi. 22. apríl 2025 09:47 Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Þrjátíu prestar í íslensku þjóðkirkjunni fordæma brottvísun hins sautján ára Oscars Anders Florez Bocanegra og taka undir þá kröfu að honum verði veitt dvalarleyfi. 21. apríl 2025 23:50 Faðirinn hafi ætlað að skilja hann eftir á flugvellinum Kona sem sótti um að verða fósturforeldri sextán ára pilts sem vísað var úr landi í dag segir að brösuglega hafi gengið að fá að kveðja hann í úrræði ríkislögreglustjóra fyrir brottför piltsins. Hún óttast að ekkert bíði hans í Kólumbíu. 15. október 2024 23:54 Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira
Oscar Anders Florez Bocanegra kom fyrst til Íslands frá Kólumbíu með föður sínum árið 2022. Faðir hans beitti hann ofbeldi og tók íslensk fósturfjölskylda hann að sér. Þeim feðgum var báðum vísað úr landi í fyrra en fósturfjölskyldan sótti Oscar til Bogatá í Kólumbíu. Frestur Oscars til að fara sjálfur úr landi rennur út í dag og hefur honum verið tilkynnt að hann geti ekki sótt aftur um vernd. Raunveruleg umhyggja fyrir barninu Hópur fólks mótmælti við dómsmálaráðuneytið í morgun og var áskorun um að stöðva brottvísunina afhent ráðuneytisstjóra. Þrjátíu prestar sendu þá frá sér yfirlýsingu í gær þar sem fyrirhugaðri brottvísun hans var mótmælt. Sífellt bætist í hóp þeirra, og voru á hádegi í dag rúmlega fimmtíu búnir að skrifa undir yfirlýsinguna. „Við sem kirkja við erum bundin af bæði ákveðnum siðfræðilegum grunni, biblíulegum grunni þar sem í forgrunni er að standa vörð um börn og útlendinga og elska í verki,“ segir Sigurvin Lárus Jónsson, prestur í Vídalínskirkju í Garðabæ. Vinafólk fósturfjölskyldu Oscars leitaði til Sigurvins og kallaði eftir að Þjóðkirkjan léti í sér heyra. „Það blasir við af þeim upplýsingum sem fjölskyldan, sem skotið hefur skjólshúsi yfir þennan dreng, miðlar að hér er raunveruleg umhyggja fyrir þessu barni á ferðinni og við viljum sýna því samstöðu sem prestastétt.“ Sigurvin Lárus Jónsson, prestur í Vídalínskirkju í Garðabæ. Aðsend Mikill skaði verið unninn Í yfirlýsingu prestanna er vísað í vers úr Gamlatestamentinu, þar sem segir að aðkomumaður skuli njóta sama réttar og innborinn maður og að maður skuli elska náungann eins og sjálfan sig. Sigurvin segir erfitt að horfa upp á þá slæmu stöðu sem Oscar er í. Stjórnvöld verði að hætta við brottflutninginn. „Ég trúi ekki öðru. Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva og ég trúi ekki öðru en að íslensk stjórnvöld muni veita honum dvalarleyfi og hann eigi framtíð með þessari fjölskyldu,“ segir Sigurvin. „Það eru gleðidagar. Páskar eru nýafstaðnir og þeir eru haldnir í ljósi upprisu Jesú Krists frá dauðum og því að sýna samstöðu með lífinu og fagna. Við skulum ekki leyfa því að spilla gleðinni að þessar aðstæður verði þannig að honum verði vísað úr landi.“
Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Kólumbía Mál Oscars frá Kólumbíu Tengdar fréttir Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Hópur mótmælenda afhenti ráðuneytisstjóra dómsmálaráðuneytisins áskorun um stöðva brottvísun hins sautján ára Oscars Anders Florez Bocanegra. Hópurinn kom saman fyrir utan dómsmálaráðuneytið í Borgatúni í morgun. Greint var frá því nýlega að til stæði að senda Oscar í annað sinn úr landi. 22. apríl 2025 09:47 Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Þrjátíu prestar í íslensku þjóðkirkjunni fordæma brottvísun hins sautján ára Oscars Anders Florez Bocanegra og taka undir þá kröfu að honum verði veitt dvalarleyfi. 21. apríl 2025 23:50 Faðirinn hafi ætlað að skilja hann eftir á flugvellinum Kona sem sótti um að verða fósturforeldri sextán ára pilts sem vísað var úr landi í dag segir að brösuglega hafi gengið að fá að kveðja hann í úrræði ríkislögreglustjóra fyrir brottför piltsins. Hún óttast að ekkert bíði hans í Kólumbíu. 15. október 2024 23:54 Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira
Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Hópur mótmælenda afhenti ráðuneytisstjóra dómsmálaráðuneytisins áskorun um stöðva brottvísun hins sautján ára Oscars Anders Florez Bocanegra. Hópurinn kom saman fyrir utan dómsmálaráðuneytið í Borgatúni í morgun. Greint var frá því nýlega að til stæði að senda Oscar í annað sinn úr landi. 22. apríl 2025 09:47
Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Þrjátíu prestar í íslensku þjóðkirkjunni fordæma brottvísun hins sautján ára Oscars Anders Florez Bocanegra og taka undir þá kröfu að honum verði veitt dvalarleyfi. 21. apríl 2025 23:50
Faðirinn hafi ætlað að skilja hann eftir á flugvellinum Kona sem sótti um að verða fósturforeldri sextán ára pilts sem vísað var úr landi í dag segir að brösuglega hafi gengið að fá að kveðja hann í úrræði ríkislögreglustjóra fyrir brottför piltsins. Hún óttast að ekkert bíði hans í Kólumbíu. 15. október 2024 23:54