Nei takk launahækkun? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar 22. febrúar 2015 11:22 Atkvæðagreiðsla um nýtt vinnumat framhaldsskólakennara hefst þann 23.febrúar, eða á mánudagsmorgun. Þetta nýja vinnumat er ein af niðurstöðum verkfalls framhaldsskólakennara sem stóð í þrjár vikur síðastliðið vor og lamaði þá allt skólastarf í framhaldsskólum landsins. Markmið verkfallsins var að ná fram launaleiðréttingu sökum þess hve framhaldsskólakennarar höfðu dregist aftur úr í launum miðað við viðmiðunarhópa. Sá samningur sem náðist tryggir um 30% launaleiðréttingu og hækkun, þegar allt er innreiknað. Samþykki kennarar vinnumatið fá þeir um 11% launahækkun, um níu prósent% í kjölfar samþykktar og önnur tvö í byrjun næsta árs. Felli kennarar hinsvegar dettur þetta um sjálft sig og samningar eru lausir á ný. Taka ber einnig fram að verði þátttakan í atkvæðagreiðslunni (sem er rafræn) verður undir 50% telst þetta vinnumat samþykkt. Hópastærðin tekin inn Meginatriðið í vinnumatinu er sú hugsun að þeir kennarar sem kenni meira og eru með stóra hópa fái meira borgað og raunverulega umbun fyrir að vera með stóra hópa. Þetta er gamalt baráttumál kennara, þ.e.a.s hópastærðin. Ekki er óalgengt að hópar í stórum framhaldsskólum í bóknámsgreinum séu á bilinu 25-32 nemendur. Ekki síst eftir hrun, þegar skólarnir fylltust af fólki. Það hljómar því nokkuð skringilega að loksins þegar á að koma til móts við eina háværustu kröfu framhaldsskólakennara, að þá séu mótmælin einnig sem hæst. Ímynd kennara Að mínu mati snýst þetta líka að stórum hluta um ímynd framhaldsskólakennara á Íslandi og framtíðarsýnina á starfið. Mikið hefur verið rætt um að kennarar njóti ekki virðingar í samfélaginu og gjarnan borið saman við Finnland, þar sem það þykir flott að vera kennari. Ég tel að einmitt einn liður í því að efla virðingu og stöðu kennara, sé einmitt að hækka launin. Og ætla kennarar sjálfir þá að fella eina mestu launahækkun sem í boði er á íslenskum vinnumarkaði um þessar mundir? Hvaða skilaboð sendir það út í samfélagið og til þeirra sem eru jafnvel að hugsa um það að verða kennarar? Getur það mögulega verið: ,,Nei, ekki verða kennari, gerðu eitthvað annað!“ Fleira mætti ef til vill tína til en að lokum vil ég segja þetta: Menntun er ein af grunnstoðum samfélaga. Ég vil hvetja alla framhaldsskólakennara til þess að skoða þetta nýja mat með opnum huga. Síðustu samningar eru taldir (af nánast öllum) fela í sér umtalsverða leiðréttingu og hækkun launa framhaldsskólakennara. Ég spyr: Viljum við ekki fá hana? Höfundur er kennari í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Atkvæðagreiðsla um nýtt vinnumat framhaldsskólakennara hefst þann 23.febrúar, eða á mánudagsmorgun. Þetta nýja vinnumat er ein af niðurstöðum verkfalls framhaldsskólakennara sem stóð í þrjár vikur síðastliðið vor og lamaði þá allt skólastarf í framhaldsskólum landsins. Markmið verkfallsins var að ná fram launaleiðréttingu sökum þess hve framhaldsskólakennarar höfðu dregist aftur úr í launum miðað við viðmiðunarhópa. Sá samningur sem náðist tryggir um 30% launaleiðréttingu og hækkun, þegar allt er innreiknað. Samþykki kennarar vinnumatið fá þeir um 11% launahækkun, um níu prósent% í kjölfar samþykktar og önnur tvö í byrjun næsta árs. Felli kennarar hinsvegar dettur þetta um sjálft sig og samningar eru lausir á ný. Taka ber einnig fram að verði þátttakan í atkvæðagreiðslunni (sem er rafræn) verður undir 50% telst þetta vinnumat samþykkt. Hópastærðin tekin inn Meginatriðið í vinnumatinu er sú hugsun að þeir kennarar sem kenni meira og eru með stóra hópa fái meira borgað og raunverulega umbun fyrir að vera með stóra hópa. Þetta er gamalt baráttumál kennara, þ.e.a.s hópastærðin. Ekki er óalgengt að hópar í stórum framhaldsskólum í bóknámsgreinum séu á bilinu 25-32 nemendur. Ekki síst eftir hrun, þegar skólarnir fylltust af fólki. Það hljómar því nokkuð skringilega að loksins þegar á að koma til móts við eina háværustu kröfu framhaldsskólakennara, að þá séu mótmælin einnig sem hæst. Ímynd kennara Að mínu mati snýst þetta líka að stórum hluta um ímynd framhaldsskólakennara á Íslandi og framtíðarsýnina á starfið. Mikið hefur verið rætt um að kennarar njóti ekki virðingar í samfélaginu og gjarnan borið saman við Finnland, þar sem það þykir flott að vera kennari. Ég tel að einmitt einn liður í því að efla virðingu og stöðu kennara, sé einmitt að hækka launin. Og ætla kennarar sjálfir þá að fella eina mestu launahækkun sem í boði er á íslenskum vinnumarkaði um þessar mundir? Hvaða skilaboð sendir það út í samfélagið og til þeirra sem eru jafnvel að hugsa um það að verða kennarar? Getur það mögulega verið: ,,Nei, ekki verða kennari, gerðu eitthvað annað!“ Fleira mætti ef til vill tína til en að lokum vil ég segja þetta: Menntun er ein af grunnstoðum samfélaga. Ég vil hvetja alla framhaldsskólakennara til þess að skoða þetta nýja mat með opnum huga. Síðustu samningar eru taldir (af nánast öllum) fela í sér umtalsverða leiðréttingu og hækkun launa framhaldsskólakennara. Ég spyr: Viljum við ekki fá hana? Höfundur er kennari í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ.
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar