Næsta ár í Reykjavík Sóley Tómasdóttir skrifar 6. desember 2014 07:00 Í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2015 endurspeglast pólitískar áherslur og forgangsröðun meirihluta borgarstjórnar. Við erum stolt af þessari fyrstu áætlun, þar sem rík áhersla er lögð á mannréttindi, velferð, umhverfi og almennt réttlæti.Mannréttindamál Mannréttindastefna borgarinnar verður endurskoðuð á næsta ári með tilliti til breytinga í málaflokknum frá því hún var fyrst samþykkt. Fylgja þarf eftir örri þróun í réttindabaráttu hinsegin fólks, styrkja ákvæði gegn ableisma, leggja ríkari áherslu á margföldunaráhrif minnihlutahópa og margt fleira sem tekið verður á í endurskoðuninni. Af einstökum verkefnum ber aðgerðir gegn heimilisofbeldi hæst, þar sem farið verður í samstarf við lögregluna að fyrirmynd þess sem reynst hefur vel á Suðurnesjum. Gripið verður til aðgerða gegn kynbundnum launamun, búinn til upplýsingapakki fyrir nýja Reykvíkinga, stefna mótuð í atvinnumálum fatlaðs fólks og svona mætti lengi telja.Velferðarmál Í velferðarmálum ber fyrst að nefna áætlun um fjölgun félagslegra leiguíbúða um 500 á næstu árum samhliða uppbyggingu búsetuúrræða fyrir fatlað fólk og eflingu þjónustu utan kjarna fyrir þann hóp. Samþætting heimahjúkrunar og heimaþjónustu mun vonandi leiða til betri og heildstæðari þjónustu og miklar vonir eru bundnar við umbætur í ferðaþjónustu fatlaðra. Á næsta ári hefst tilraunaverkefni hjá þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts og Barnavernd Reykjavíkur um styttri vinnudag. Þar verður vinnuvikan stytt í 35 stundir með það að markmiði að bæta líðan og starfsánægju, þjónustu og afköst til lengri tíma.Umhverfismál Vinna við gerð hverfisskipulags mun halda áfram á næsta ári, byggð á nýju aðalskipulagi fyrir Reykjavík. Þar er stefnt að vistvænni lifnaðarháttum borgarbúa með þéttari byggð og bættri nærþjónustu, aðlaðandi almannarýmum og vistvænni samgöngum. Á umhverfis- og skipulagssviði verður tekið upp sjálfsagt og eðlilegt skipulagsgjald og kostnaðarhlutdeild bifreiðaeigenda eykst þegar kemur að rekstri bílastæða í miðborginni. Strætó mun hefja akstur fyrr á sunnudögum og áfram verður unnið að bættri aðstöðu til hjólreiða og göngu í borginni.Barnafjölskyldur Í samræmi við samstarfssáttmála meirihlutaflokkanna verða stigin skref til að létta byrðum af barnafjölskyldum í Reykjavík. Þannig munu námsgjöld í leikskóla lækka um 6%, tekinn verður upp systkinaafsláttur þvert á skólastig og frístundakortið hækkað um 5.000 krónur. Þetta er brýnt réttlætismál sem verður haldið áfram með á næstu árum og vonandi tekst okkur einn góðan veðurdag að tryggja börnum gjaldfrjálsa menntun í Reykjavík. Fjölmörg önnur verkefni eru fyrirhuguð á næsta ári sem munu stuðla að enn betra skóla- og frístundastarfi og aukinni þátttöku barna og unglinga.Gott ár fram undan Þessi fyrsta fjárhagsáætlun meirihluta Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata lofar góðu. Hún er til marks um einlægan vilja til að byggja réttlátari borg í þágu komandi kynslóða, þar sem umhverfi og börn njóta vafans, þar sem fjölbreytileikanum er fagnað og velferðin er í fyrirrúmi. Ég er viss um að næsta ár verður gott ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2015 endurspeglast pólitískar áherslur og forgangsröðun meirihluta borgarstjórnar. Við erum stolt af þessari fyrstu áætlun, þar sem rík áhersla er lögð á mannréttindi, velferð, umhverfi og almennt réttlæti.Mannréttindamál Mannréttindastefna borgarinnar verður endurskoðuð á næsta ári með tilliti til breytinga í málaflokknum frá því hún var fyrst samþykkt. Fylgja þarf eftir örri þróun í réttindabaráttu hinsegin fólks, styrkja ákvæði gegn ableisma, leggja ríkari áherslu á margföldunaráhrif minnihlutahópa og margt fleira sem tekið verður á í endurskoðuninni. Af einstökum verkefnum ber aðgerðir gegn heimilisofbeldi hæst, þar sem farið verður í samstarf við lögregluna að fyrirmynd þess sem reynst hefur vel á Suðurnesjum. Gripið verður til aðgerða gegn kynbundnum launamun, búinn til upplýsingapakki fyrir nýja Reykvíkinga, stefna mótuð í atvinnumálum fatlaðs fólks og svona mætti lengi telja.Velferðarmál Í velferðarmálum ber fyrst að nefna áætlun um fjölgun félagslegra leiguíbúða um 500 á næstu árum samhliða uppbyggingu búsetuúrræða fyrir fatlað fólk og eflingu þjónustu utan kjarna fyrir þann hóp. Samþætting heimahjúkrunar og heimaþjónustu mun vonandi leiða til betri og heildstæðari þjónustu og miklar vonir eru bundnar við umbætur í ferðaþjónustu fatlaðra. Á næsta ári hefst tilraunaverkefni hjá þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts og Barnavernd Reykjavíkur um styttri vinnudag. Þar verður vinnuvikan stytt í 35 stundir með það að markmiði að bæta líðan og starfsánægju, þjónustu og afköst til lengri tíma.Umhverfismál Vinna við gerð hverfisskipulags mun halda áfram á næsta ári, byggð á nýju aðalskipulagi fyrir Reykjavík. Þar er stefnt að vistvænni lifnaðarháttum borgarbúa með þéttari byggð og bættri nærþjónustu, aðlaðandi almannarýmum og vistvænni samgöngum. Á umhverfis- og skipulagssviði verður tekið upp sjálfsagt og eðlilegt skipulagsgjald og kostnaðarhlutdeild bifreiðaeigenda eykst þegar kemur að rekstri bílastæða í miðborginni. Strætó mun hefja akstur fyrr á sunnudögum og áfram verður unnið að bættri aðstöðu til hjólreiða og göngu í borginni.Barnafjölskyldur Í samræmi við samstarfssáttmála meirihlutaflokkanna verða stigin skref til að létta byrðum af barnafjölskyldum í Reykjavík. Þannig munu námsgjöld í leikskóla lækka um 6%, tekinn verður upp systkinaafsláttur þvert á skólastig og frístundakortið hækkað um 5.000 krónur. Þetta er brýnt réttlætismál sem verður haldið áfram með á næstu árum og vonandi tekst okkur einn góðan veðurdag að tryggja börnum gjaldfrjálsa menntun í Reykjavík. Fjölmörg önnur verkefni eru fyrirhuguð á næsta ári sem munu stuðla að enn betra skóla- og frístundastarfi og aukinni þátttöku barna og unglinga.Gott ár fram undan Þessi fyrsta fjárhagsáætlun meirihluta Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata lofar góðu. Hún er til marks um einlægan vilja til að byggja réttlátari borg í þágu komandi kynslóða, þar sem umhverfi og börn njóta vafans, þar sem fjölbreytileikanum er fagnað og velferðin er í fyrirrúmi. Ég er viss um að næsta ár verður gott ár.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun