Er enn eitt stríð lausnin? Katrín Jakobsdóttir skrifar 9. október 2014 07:00 Nú berast fréttir af voðaverkum Íslamska ríkisins (áður ISIS) sem eru að sönnu ógeðfelldar og hrottafengnar og hljóta að vekja viðurstyggð. Eðlilegt er að allir spyrji sig hvernig sé hægt að bregðast við. Obama Bandaríkjaforseti hefur talað um að nýtt stríð sé að hefjast í Írak og nærliggjandi svæðum með loftárásum Bandaríkjahers og fleiri aðila. Það eru vissulega viðbrögð en eru þau líkleg til árangurs til að tryggja frið á svæðinu og stemma stigu við vexti ISIS og annarra slíkra öfgaafla? Því miður er það svo að sagan kennir okkur að aukinn hernaður af þeim toga sem nú er rætt um leysir sjaldan þann vanda sem er fyrir hendi heldur skapar önnur og stundum verri vandamál. Þannig halda margir sérfræðingar því fram að Íslamska ríkið sé óumdeilanlega skilgetið afkvæmi innrásarinnar í Írak árið 2003 og annars hernaðar Vesturlanda á svæðinu. Og þessi átök virðast vera enn eitt dæmið um þann hugsunarhátt sem gerir það að verkum að við verðum með reglubundnum hætti að grípa til hernaðar til þess að bæta þann skaða sem síðasti hernaður orsakaði. Til eru þeir sem telja loftárásir lausn á öllum vanda, hernaðarvélin kallar á þau viðhorf. Fullvíst má hins vegar telja að til lengri tíma verði loftárásir og annar hernaður gegn liðsmönnum Íslamska ríkisins til þess að ýta undir enn frekari ófrið og óstöðugleika í Írak og nærliggjandi svæðum. Það er því kominn tími til að talað sé fyrir öðrum leiðum í baráttunni fyrir friði. Þar má nefna skynsamlega beitingu fjármuna til uppbyggingar á átakasvæðum og að loka á peninga- og vopnastreymi til þeirra sem beita ofbeldi gagnvart saklausum borgurum sem og stuðningsmanna þeirra. Í þessu sambandi má minna á að á fjárlögum Íslands fyrir 2015 er enn ekki staðið við gefin loforð um þróunaraðstoð. Þegar kemur að fjárkvabbi frá Atlantshafsbandalaginu eru ráðamenn hins vegar ávallt tilbúnir að seilast dýpra í vasa almennings. Sem er synd, því aukin áhersla á þróunarsamvinnu hefði verið öflugra framlag til að rjúfa vítahring ofbeldis og hernaðar sem alltof stór hluti mannkyns glímir við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mið-Austurlönd Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Skoðun Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú berast fréttir af voðaverkum Íslamska ríkisins (áður ISIS) sem eru að sönnu ógeðfelldar og hrottafengnar og hljóta að vekja viðurstyggð. Eðlilegt er að allir spyrji sig hvernig sé hægt að bregðast við. Obama Bandaríkjaforseti hefur talað um að nýtt stríð sé að hefjast í Írak og nærliggjandi svæðum með loftárásum Bandaríkjahers og fleiri aðila. Það eru vissulega viðbrögð en eru þau líkleg til árangurs til að tryggja frið á svæðinu og stemma stigu við vexti ISIS og annarra slíkra öfgaafla? Því miður er það svo að sagan kennir okkur að aukinn hernaður af þeim toga sem nú er rætt um leysir sjaldan þann vanda sem er fyrir hendi heldur skapar önnur og stundum verri vandamál. Þannig halda margir sérfræðingar því fram að Íslamska ríkið sé óumdeilanlega skilgetið afkvæmi innrásarinnar í Írak árið 2003 og annars hernaðar Vesturlanda á svæðinu. Og þessi átök virðast vera enn eitt dæmið um þann hugsunarhátt sem gerir það að verkum að við verðum með reglubundnum hætti að grípa til hernaðar til þess að bæta þann skaða sem síðasti hernaður orsakaði. Til eru þeir sem telja loftárásir lausn á öllum vanda, hernaðarvélin kallar á þau viðhorf. Fullvíst má hins vegar telja að til lengri tíma verði loftárásir og annar hernaður gegn liðsmönnum Íslamska ríkisins til þess að ýta undir enn frekari ófrið og óstöðugleika í Írak og nærliggjandi svæðum. Það er því kominn tími til að talað sé fyrir öðrum leiðum í baráttunni fyrir friði. Þar má nefna skynsamlega beitingu fjármuna til uppbyggingar á átakasvæðum og að loka á peninga- og vopnastreymi til þeirra sem beita ofbeldi gagnvart saklausum borgurum sem og stuðningsmanna þeirra. Í þessu sambandi má minna á að á fjárlögum Íslands fyrir 2015 er enn ekki staðið við gefin loforð um þróunaraðstoð. Þegar kemur að fjárkvabbi frá Atlantshafsbandalaginu eru ráðamenn hins vegar ávallt tilbúnir að seilast dýpra í vasa almennings. Sem er synd, því aukin áhersla á þróunarsamvinnu hefði verið öflugra framlag til að rjúfa vítahring ofbeldis og hernaðar sem alltof stór hluti mannkyns glímir við.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun