Sport

Þriðja metið hjá Anítu í Mannheim?

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Aníta Hinriksdóttir er líkleg til afreka í Mannheim.
Aníta Hinriksdóttir er líkleg til afreka í Mannheim. Vísir/Daníel
 Sex íslensk ungmenni keppa á Junioren Gala-mótinu í Mannheim um helgina sem er eitt stærsta ungmennamót heims á hverju ári. Mótið að þessu sinni er stór þáttur í undirbúningi krakkanna fyrir HM U20 sem fram fer í Eugene í Oregonríki í Bandaríkjunum síðar í þessum mánuði.

Þau sem fengu boð eru Vigdís Jónsdóttir, Íslandsmethafi í sleggjukasti, Hilmar Örn Jónsson sleggjukastari, spretthlaupararnir Jóhann Björn Sigurbjörnsson og Kolbeinn Höður Gunnarsson, spjótkastarinn Sindri Hrafn Guðmundsson og gullstúlkan Aníta Hinriksdóttir sem keppir í 800 metra hlaupi.

Vigdís og Hilmar Örn eru líkleg til að setja met á mótinu sem og Aníta sem elskar að hlaupa í Mannheim.

Hún sló tæplega 29 ára gamalt Íslandsmet Ragnheiðar Ólafsdóttur á þessu móti fyrir tveimur árum þegar hún hljóp á 2:04,90 mínútum og bætti það svo í fimmta sinn í Mannheim í fyrra þegar hún hljóp á 2:00,49 mínútum. Það er Íslandsmet hennar í dag.

Sleggjukastararnir Vigdís Jónsdóttir og Hilmar Örn Jónsson hafa verið í miklu stuði það sem af er ári. Hilmar setti nýtt Íslandsmet með 6 kg sleggju á móti í Hafnarfirði í maí þegar hann kastaði 75,27 metra. Fyrra metið átti hann sjálfur.

Vigdís bætti átta mánaða gamalt met Söndru Pétursdóttur í apríl og bætti svo eigið met í Hafnarfirði mánuði síðar þegar hún kastaði sleggjunni 55,41 metra.

Þau tvö keppa á laugardaginn líkt og spretthlaupararnir Jóhann og Kolbeinn Höður. Aníta keppir í 400 metra hlaupi á laugardaginn og 800 metra hlaupi á sunnudaginn.


Tengdar fréttir

Aníta dæmd úr leik á HM

Aníta Hinriksdóttir hefur lokið keppni á HM innanhúss sem fram fer í Sopot. Aníta var dæmd úr leik í 800 metra hlaupinu í hádeginu.

Aníta hafnaði boði á Demantamót

Anítu Hinriksdóttur var boðið að keppa á hinu fræga Bislett-móti í Ósló en ákvað að afþakka. Mótið er hluti af Demantamótaröð Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins.

Framúrskarandi ungir Íslendingar verðlaunaðir

Verðlaunin Framúrskarandi ungir Íslendingar sem veitt eru árlega af JCI Íslandi, eru fyrst og fremst hvatningarverðlaun til ungs fólks sem er að takast á við krefjandi og athyglisverð verkefni.

Þjálfari Anítu vill sjá hana færast nær og nær þessum bestu

Aníta Hinriksdóttir er Heims- og Evrópumeistari unglinga í 800 metra hlaupi og Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2 heimsótti þessa efnilegu hlaupakonu á dögunum en hún er á leiðinni á HM innanhúss í Póllandi. Þjálfari hennar, Gunnar Páll Jóakimsson, vonast til að hún nái að bæta sig gegn þeim bestu.

Aníta og Kristinn Þór fara á HM

Aníta Hinriksdóttir og Kristinn Þór Kristinsson bæta mögulega bæði Íslandsmet í 800 m hlaupi á HM innanhúss í næsta mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×