Aukin þjónusta við fatlað fólk Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 13. júní 2014 07:00 Breytingar verða á Ferðaþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu frá og með áramótum. Strætó bs. hefur umsjón með þjónustunni að stærstum hluta og þar sem hún skiptir miklu í lífi margra er bæði ljúft og skylt að greina nánar frá því í hverju breytingarnar eru fólgnar. Ákvarðanir um breytingarnar voru teknar af sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu og skrifað var undir samning við Strætó bs. þar um 19. maí. Rétt er að taka það fram að samningurinn nær ekki til Kópavogs, en þar er í gildi samningur um akstur fyrir fatlað fólk sem Strætó hefur ekki aðkomu að. Breytingarnar munu fela í sér aukna þjónustu við fatlað fólk. Þjónustuver Strætó mun taka við pöntunum á ferðum og með því lengist þjónustutíminn umtalsvert, en þjónustuverið er opið frá klukkan 7 á morgnana til 22 á kvöldin, en í athugun er að lengja opnunartíma þjónustuversins enn frekar. Akstur bíla í Ferðaþjónustu fatlaðs fólks verður á sömu tímum og akstur strætisvagna. Þá mun breytingin þýða styttri pöntunartíma, en miðað verður við að panta þurfi ferðir með tveggja tíma fyrirvara. Þessi breyting, ásamt lengri opnunartíma þjónustuvers, gerir notendum mun auðveldara fyrir að panta ferðir. Strætó bs. mun ekki sjá um sjálfan aksturinn heldur verður hann á höndum einkaaðila, en í dag er nær allur akstur í Ferðaþjónustu fatlaðs fólks í höndum einkaaðila. Þá má geta þess að um helmingur af öllum akstri strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu er í höndum einkaaðila, þótt hann sé undir merkjum Strætó bs. Bílarnir verða þannig ekki í eigu Strætó, heldur þjónustuaðila. Við innkaup á akstursþjónustu fyrir fatlað fólk verða gerðar kröfur um aldur, ástand og gæði bíla og má því reikna með að mikil endurnýjun verði á þeim bílaflota sem sinnir þjónustunni í dag.Áfram samstarf Strætó bs. hefur fjárfest í hugbúnaði eins og þeim sem notaður er í ferðaþjónustu fatlaðra á Norðurlöndunum og víðar. Þannig verður ferðaniðurröðun sem hagkvæmust og sá tími sem notendur þjónustunnar eyða í ferðir sem skemmstur. Strætó mun koma tölvubúnaði fyrir í öllum bílunum og kenna verktökum á hann. Hugbúnaðurinn mun sjá til þess að lengstu ferðir með Ferðaþjónustu fatlaðra taki ekki lengri tíma en lengstu ferðir með hefðbundnum almenningssamgöngum. Eftir sem áður er það í höndum hvers sveitarfélags að skilgreina notendur, gjaldskrá og umfang þjónustunnar, en hún er ætluð fyrir hjólastólanotendur, blinda og þau sem eru ófær um að nota almenningsvagnaþjónustu vegna annarrar langvarandi fötlunar. Strætó bs. verður í samskiptum við samráðshóp félagsmálastjóra sveitarfélaganna varðandi þjónustuna. Strætó bs. og starfsmenn sveitarfélaganna hafa haft samráð við hagsmunasamtök fatlaðs fólks við undirbúning breytinganna og því samstarfi verður haldið áfram. Það er von Strætó bs. að notendur verði ánægðir með þær breytingar sem verða á Ferðaþjónustu fatlaðs fólks frá og með áramótum, en með þeim verður þjónustan betri en nú; styttri pöntunartími, lengri opnunartími þjónustuvers, betri bílar og markvissari ferðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Sjá meira
Breytingar verða á Ferðaþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu frá og með áramótum. Strætó bs. hefur umsjón með þjónustunni að stærstum hluta og þar sem hún skiptir miklu í lífi margra er bæði ljúft og skylt að greina nánar frá því í hverju breytingarnar eru fólgnar. Ákvarðanir um breytingarnar voru teknar af sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu og skrifað var undir samning við Strætó bs. þar um 19. maí. Rétt er að taka það fram að samningurinn nær ekki til Kópavogs, en þar er í gildi samningur um akstur fyrir fatlað fólk sem Strætó hefur ekki aðkomu að. Breytingarnar munu fela í sér aukna þjónustu við fatlað fólk. Þjónustuver Strætó mun taka við pöntunum á ferðum og með því lengist þjónustutíminn umtalsvert, en þjónustuverið er opið frá klukkan 7 á morgnana til 22 á kvöldin, en í athugun er að lengja opnunartíma þjónustuversins enn frekar. Akstur bíla í Ferðaþjónustu fatlaðs fólks verður á sömu tímum og akstur strætisvagna. Þá mun breytingin þýða styttri pöntunartíma, en miðað verður við að panta þurfi ferðir með tveggja tíma fyrirvara. Þessi breyting, ásamt lengri opnunartíma þjónustuvers, gerir notendum mun auðveldara fyrir að panta ferðir. Strætó bs. mun ekki sjá um sjálfan aksturinn heldur verður hann á höndum einkaaðila, en í dag er nær allur akstur í Ferðaþjónustu fatlaðs fólks í höndum einkaaðila. Þá má geta þess að um helmingur af öllum akstri strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu er í höndum einkaaðila, þótt hann sé undir merkjum Strætó bs. Bílarnir verða þannig ekki í eigu Strætó, heldur þjónustuaðila. Við innkaup á akstursþjónustu fyrir fatlað fólk verða gerðar kröfur um aldur, ástand og gæði bíla og má því reikna með að mikil endurnýjun verði á þeim bílaflota sem sinnir þjónustunni í dag.Áfram samstarf Strætó bs. hefur fjárfest í hugbúnaði eins og þeim sem notaður er í ferðaþjónustu fatlaðra á Norðurlöndunum og víðar. Þannig verður ferðaniðurröðun sem hagkvæmust og sá tími sem notendur þjónustunnar eyða í ferðir sem skemmstur. Strætó mun koma tölvubúnaði fyrir í öllum bílunum og kenna verktökum á hann. Hugbúnaðurinn mun sjá til þess að lengstu ferðir með Ferðaþjónustu fatlaðra taki ekki lengri tíma en lengstu ferðir með hefðbundnum almenningssamgöngum. Eftir sem áður er það í höndum hvers sveitarfélags að skilgreina notendur, gjaldskrá og umfang þjónustunnar, en hún er ætluð fyrir hjólastólanotendur, blinda og þau sem eru ófær um að nota almenningsvagnaþjónustu vegna annarrar langvarandi fötlunar. Strætó bs. verður í samskiptum við samráðshóp félagsmálastjóra sveitarfélaganna varðandi þjónustuna. Strætó bs. og starfsmenn sveitarfélaganna hafa haft samráð við hagsmunasamtök fatlaðs fólks við undirbúning breytinganna og því samstarfi verður haldið áfram. Það er von Strætó bs. að notendur verði ánægðir með þær breytingar sem verða á Ferðaþjónustu fatlaðs fólks frá og með áramótum, en með þeim verður þjónustan betri en nú; styttri pöntunartími, lengri opnunartími þjónustuvers, betri bílar og markvissari ferðir.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun