Aukin þjónusta við fatlað fólk Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 13. júní 2014 07:00 Breytingar verða á Ferðaþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu frá og með áramótum. Strætó bs. hefur umsjón með þjónustunni að stærstum hluta og þar sem hún skiptir miklu í lífi margra er bæði ljúft og skylt að greina nánar frá því í hverju breytingarnar eru fólgnar. Ákvarðanir um breytingarnar voru teknar af sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu og skrifað var undir samning við Strætó bs. þar um 19. maí. Rétt er að taka það fram að samningurinn nær ekki til Kópavogs, en þar er í gildi samningur um akstur fyrir fatlað fólk sem Strætó hefur ekki aðkomu að. Breytingarnar munu fela í sér aukna þjónustu við fatlað fólk. Þjónustuver Strætó mun taka við pöntunum á ferðum og með því lengist þjónustutíminn umtalsvert, en þjónustuverið er opið frá klukkan 7 á morgnana til 22 á kvöldin, en í athugun er að lengja opnunartíma þjónustuversins enn frekar. Akstur bíla í Ferðaþjónustu fatlaðs fólks verður á sömu tímum og akstur strætisvagna. Þá mun breytingin þýða styttri pöntunartíma, en miðað verður við að panta þurfi ferðir með tveggja tíma fyrirvara. Þessi breyting, ásamt lengri opnunartíma þjónustuvers, gerir notendum mun auðveldara fyrir að panta ferðir. Strætó bs. mun ekki sjá um sjálfan aksturinn heldur verður hann á höndum einkaaðila, en í dag er nær allur akstur í Ferðaþjónustu fatlaðs fólks í höndum einkaaðila. Þá má geta þess að um helmingur af öllum akstri strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu er í höndum einkaaðila, þótt hann sé undir merkjum Strætó bs. Bílarnir verða þannig ekki í eigu Strætó, heldur þjónustuaðila. Við innkaup á akstursþjónustu fyrir fatlað fólk verða gerðar kröfur um aldur, ástand og gæði bíla og má því reikna með að mikil endurnýjun verði á þeim bílaflota sem sinnir þjónustunni í dag.Áfram samstarf Strætó bs. hefur fjárfest í hugbúnaði eins og þeim sem notaður er í ferðaþjónustu fatlaðra á Norðurlöndunum og víðar. Þannig verður ferðaniðurröðun sem hagkvæmust og sá tími sem notendur þjónustunnar eyða í ferðir sem skemmstur. Strætó mun koma tölvubúnaði fyrir í öllum bílunum og kenna verktökum á hann. Hugbúnaðurinn mun sjá til þess að lengstu ferðir með Ferðaþjónustu fatlaðra taki ekki lengri tíma en lengstu ferðir með hefðbundnum almenningssamgöngum. Eftir sem áður er það í höndum hvers sveitarfélags að skilgreina notendur, gjaldskrá og umfang þjónustunnar, en hún er ætluð fyrir hjólastólanotendur, blinda og þau sem eru ófær um að nota almenningsvagnaþjónustu vegna annarrar langvarandi fötlunar. Strætó bs. verður í samskiptum við samráðshóp félagsmálastjóra sveitarfélaganna varðandi þjónustuna. Strætó bs. og starfsmenn sveitarfélaganna hafa haft samráð við hagsmunasamtök fatlaðs fólks við undirbúning breytinganna og því samstarfi verður haldið áfram. Það er von Strætó bs. að notendur verði ánægðir með þær breytingar sem verða á Ferðaþjónustu fatlaðs fólks frá og með áramótum, en með þeim verður þjónustan betri en nú; styttri pöntunartími, lengri opnunartími þjónustuvers, betri bílar og markvissari ferðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Breytingar verða á Ferðaþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu frá og með áramótum. Strætó bs. hefur umsjón með þjónustunni að stærstum hluta og þar sem hún skiptir miklu í lífi margra er bæði ljúft og skylt að greina nánar frá því í hverju breytingarnar eru fólgnar. Ákvarðanir um breytingarnar voru teknar af sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu og skrifað var undir samning við Strætó bs. þar um 19. maí. Rétt er að taka það fram að samningurinn nær ekki til Kópavogs, en þar er í gildi samningur um akstur fyrir fatlað fólk sem Strætó hefur ekki aðkomu að. Breytingarnar munu fela í sér aukna þjónustu við fatlað fólk. Þjónustuver Strætó mun taka við pöntunum á ferðum og með því lengist þjónustutíminn umtalsvert, en þjónustuverið er opið frá klukkan 7 á morgnana til 22 á kvöldin, en í athugun er að lengja opnunartíma þjónustuversins enn frekar. Akstur bíla í Ferðaþjónustu fatlaðs fólks verður á sömu tímum og akstur strætisvagna. Þá mun breytingin þýða styttri pöntunartíma, en miðað verður við að panta þurfi ferðir með tveggja tíma fyrirvara. Þessi breyting, ásamt lengri opnunartíma þjónustuvers, gerir notendum mun auðveldara fyrir að panta ferðir. Strætó bs. mun ekki sjá um sjálfan aksturinn heldur verður hann á höndum einkaaðila, en í dag er nær allur akstur í Ferðaþjónustu fatlaðs fólks í höndum einkaaðila. Þá má geta þess að um helmingur af öllum akstri strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu er í höndum einkaaðila, þótt hann sé undir merkjum Strætó bs. Bílarnir verða þannig ekki í eigu Strætó, heldur þjónustuaðila. Við innkaup á akstursþjónustu fyrir fatlað fólk verða gerðar kröfur um aldur, ástand og gæði bíla og má því reikna með að mikil endurnýjun verði á þeim bílaflota sem sinnir þjónustunni í dag.Áfram samstarf Strætó bs. hefur fjárfest í hugbúnaði eins og þeim sem notaður er í ferðaþjónustu fatlaðra á Norðurlöndunum og víðar. Þannig verður ferðaniðurröðun sem hagkvæmust og sá tími sem notendur þjónustunnar eyða í ferðir sem skemmstur. Strætó mun koma tölvubúnaði fyrir í öllum bílunum og kenna verktökum á hann. Hugbúnaðurinn mun sjá til þess að lengstu ferðir með Ferðaþjónustu fatlaðra taki ekki lengri tíma en lengstu ferðir með hefðbundnum almenningssamgöngum. Eftir sem áður er það í höndum hvers sveitarfélags að skilgreina notendur, gjaldskrá og umfang þjónustunnar, en hún er ætluð fyrir hjólastólanotendur, blinda og þau sem eru ófær um að nota almenningsvagnaþjónustu vegna annarrar langvarandi fötlunar. Strætó bs. verður í samskiptum við samráðshóp félagsmálastjóra sveitarfélaganna varðandi þjónustuna. Strætó bs. og starfsmenn sveitarfélaganna hafa haft samráð við hagsmunasamtök fatlaðs fólks við undirbúning breytinganna og því samstarfi verður haldið áfram. Það er von Strætó bs. að notendur verði ánægðir með þær breytingar sem verða á Ferðaþjónustu fatlaðs fólks frá og með áramótum, en með þeim verður þjónustan betri en nú; styttri pöntunartími, lengri opnunartími þjónustuvers, betri bílar og markvissari ferðir.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun