Ólíkar minningar frá oddaleikjum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2014 10:00 Valskonan Hrafnhildur Skúladóttir getur orðið Íslandsmeistari í síðasta leiknum sínum á ferlinum. Fréttablaðið/Stefán Lokaleikur handboltatímabilsins fer fram í Mýrinni í Garðabæ klukkan 13.30 í dag þegar deildarmeistarar Stjörnunnar og bikarmeistarar Vals spila hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Þetta er í þriðja árið í röð sem það þarf oddaleik til að skera úr um hvaða lið vinnur Íslandsmeistaratitilinn hjá stelpunum og bæði þessi lið hafa spilað svona leik á síðustu tveimur árum. Niðurstaðan og upplifun liðanna var aftur á móti gerólík. Valskonur urðu síðast Íslandsmeistarar fyrir tveimur árum eftir 24-21 sigur á Fram í oddaleik á Hlíðarenda. Það var þriðji Íslandsmeistaratitill Valsliðsins í röð. Stjörnukonur voru hins vegar í sams konar leik í fyrra þegar þær urðu að sætta sig við 16-19 tap á móti Fram. Stjarnan komst hins vegar í úrslitin í fyrra eftir dramatískan sigur á Valsliðinu í oddaleik í undanúrslitunum. Stjarnan var einnig 2-1 yfir í úrslitaeinvíginu í fyrra en tapaði þá tveimur síðustu leikjunum og það gæti vissulega endurtekið sig í ár. Stjörnuliðið missti niður þriggja marka forskot í blálokin í fjórða leiknum þegar þær virtust vera að landa fyrsta Íslandsmeistaratitlinum í fimm ár. Stjörnuliðið býr nú að því að eiga heimaleikinn þar sem Garðabæjarkonur hafa unnið alla fimm leiki sína í úrslitakeppninni til þessa. Nú er að sjá hvort heimavöllurinn dugi Stjörnukonum eða hvort Valskonur ná að leika eftir afrek Eyjamanna í fyrrakvöld og tryggja sér titilinn á útivelli. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Óskar Bjarni vill sjá fleiri Valsmenn á vellinum Óskar Bjarni Óskarsson, aðstoðarþjálfari kvennaliðs Vals, var ekki ánægður með að stuðningsmenn Vals hefðu verið í minnihluta á leik Vals og Stjörnunnar í gær. 16. maí 2014 08:00 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Stjarnan 23-19 | Anna Úrsúla kláraði Stjörnuna Anna Úrsúla Guðmundsdóttir sá til þess að Valur náði að knýja fram oddaleik í úrslitarimmunni gegn deildarmeisturum Stjörnunnar um Íslandsmeistaratitilinn. 14. maí 2014 14:38 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Sjá meira
Lokaleikur handboltatímabilsins fer fram í Mýrinni í Garðabæ klukkan 13.30 í dag þegar deildarmeistarar Stjörnunnar og bikarmeistarar Vals spila hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Þetta er í þriðja árið í röð sem það þarf oddaleik til að skera úr um hvaða lið vinnur Íslandsmeistaratitilinn hjá stelpunum og bæði þessi lið hafa spilað svona leik á síðustu tveimur árum. Niðurstaðan og upplifun liðanna var aftur á móti gerólík. Valskonur urðu síðast Íslandsmeistarar fyrir tveimur árum eftir 24-21 sigur á Fram í oddaleik á Hlíðarenda. Það var þriðji Íslandsmeistaratitill Valsliðsins í röð. Stjörnukonur voru hins vegar í sams konar leik í fyrra þegar þær urðu að sætta sig við 16-19 tap á móti Fram. Stjarnan komst hins vegar í úrslitin í fyrra eftir dramatískan sigur á Valsliðinu í oddaleik í undanúrslitunum. Stjarnan var einnig 2-1 yfir í úrslitaeinvíginu í fyrra en tapaði þá tveimur síðustu leikjunum og það gæti vissulega endurtekið sig í ár. Stjörnuliðið missti niður þriggja marka forskot í blálokin í fjórða leiknum þegar þær virtust vera að landa fyrsta Íslandsmeistaratitlinum í fimm ár. Stjörnuliðið býr nú að því að eiga heimaleikinn þar sem Garðabæjarkonur hafa unnið alla fimm leiki sína í úrslitakeppninni til þessa. Nú er að sjá hvort heimavöllurinn dugi Stjörnukonum eða hvort Valskonur ná að leika eftir afrek Eyjamanna í fyrrakvöld og tryggja sér titilinn á útivelli.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Óskar Bjarni vill sjá fleiri Valsmenn á vellinum Óskar Bjarni Óskarsson, aðstoðarþjálfari kvennaliðs Vals, var ekki ánægður með að stuðningsmenn Vals hefðu verið í minnihluta á leik Vals og Stjörnunnar í gær. 16. maí 2014 08:00 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Stjarnan 23-19 | Anna Úrsúla kláraði Stjörnuna Anna Úrsúla Guðmundsdóttir sá til þess að Valur náði að knýja fram oddaleik í úrslitarimmunni gegn deildarmeisturum Stjörnunnar um Íslandsmeistaratitilinn. 14. maí 2014 14:38 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Sjá meira
Óskar Bjarni vill sjá fleiri Valsmenn á vellinum Óskar Bjarni Óskarsson, aðstoðarþjálfari kvennaliðs Vals, var ekki ánægður með að stuðningsmenn Vals hefðu verið í minnihluta á leik Vals og Stjörnunnar í gær. 16. maí 2014 08:00
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Stjarnan 23-19 | Anna Úrsúla kláraði Stjörnuna Anna Úrsúla Guðmundsdóttir sá til þess að Valur náði að knýja fram oddaleik í úrslitarimmunni gegn deildarmeisturum Stjörnunnar um Íslandsmeistaratitilinn. 14. maí 2014 14:38