Ekkert afturkall Katrín Jakobsdóttir skrifar 3. apríl 2014 07:00 Ný lög um náttúruvernd voru samþykkt vorið 2013 og var ætlað að taka gildi þann 1. apríl 2014. Lögin fela í sér mikla framför í lagaumhverfi náttúruverndar og eru skólabókardæmi um hvernig á að standa að vandaðri lagasetningu. Þau byggja á vönduðum undirbúningi með aðkomu fræðimanna og fagaðila og síðan ítarlegri umfjöllun í umhverfis- og samgöngunefnd þar sem komið var til móts við fjölda athugasemda hagsmunaaðila áður en þau voru samþykkt. Það vakti því reiði og furðu þegar Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, lagði í haust fram frumvarp um að afturkalla þessi nýsamþykktu náttúruverndarlög áður en þau tækju gildi þann 1. apríl 2014. Hefði frumvarp ráðherrans náð fram að ganga hefði fimm ára vinna farið í ruslið og horfið yrði aftur til gildandi náttúruverndarlaga frá 1999 sem eru orðin úrelt þar sem þróun í þessum málaflokki hefur verið hröð. Afturkallsfrumvarpið fékk afar góða, vandaða og málefnalega umfjöllun í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Þar kom í ljós að mun færri og smærri álitamál voru uppi um nýju náttúruverndarlögin en sumir höfðu talið. Ágreiningur um utanvegaakstur og tengd mál reyndist mun minni en látið hafði verið að liggja og skemmra reyndist á milli skoðana á ákvæðum um varúðarreglu og sérstaka vernd en virtist í upphafi. Þá voru nefndarmenn sammála um mikilvægi almannaréttarins sem almenningur er nú orðinn meðvitaðri um eftir að hugmyndir um gjaldtöku við helstu náttúruperlur þjóðarinnar fóru á flug. Nefndin náði að lokum saman um þá málamiðlun að hafna afturkallinu, fallast á að byggja á heildarhugmyndafræði hinna nýju laga og fresta gildistöku þeirra til 1. júlí 2015 þannig að hægt sé að vinna að úrbótum í samstarfi við ráðherra og skapa varanlega sátt um málið. Þó að ég hefði helst viljað að ný lög tækju gildi nú 1. apríl er ég sátt við niðurstöðu nefndarinnar. Afturkall umhverfis- og auðlindaráðherra er út af borðinu og stefnt er að því að ný og framsækin náttúruverndarlög taki gildi árið 2015. Það skiptir svo sannarlega máli fyrir íslenska náttúru og íslenska þjóð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Ný lög um náttúruvernd voru samþykkt vorið 2013 og var ætlað að taka gildi þann 1. apríl 2014. Lögin fela í sér mikla framför í lagaumhverfi náttúruverndar og eru skólabókardæmi um hvernig á að standa að vandaðri lagasetningu. Þau byggja á vönduðum undirbúningi með aðkomu fræðimanna og fagaðila og síðan ítarlegri umfjöllun í umhverfis- og samgöngunefnd þar sem komið var til móts við fjölda athugasemda hagsmunaaðila áður en þau voru samþykkt. Það vakti því reiði og furðu þegar Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, lagði í haust fram frumvarp um að afturkalla þessi nýsamþykktu náttúruverndarlög áður en þau tækju gildi þann 1. apríl 2014. Hefði frumvarp ráðherrans náð fram að ganga hefði fimm ára vinna farið í ruslið og horfið yrði aftur til gildandi náttúruverndarlaga frá 1999 sem eru orðin úrelt þar sem þróun í þessum málaflokki hefur verið hröð. Afturkallsfrumvarpið fékk afar góða, vandaða og málefnalega umfjöllun í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Þar kom í ljós að mun færri og smærri álitamál voru uppi um nýju náttúruverndarlögin en sumir höfðu talið. Ágreiningur um utanvegaakstur og tengd mál reyndist mun minni en látið hafði verið að liggja og skemmra reyndist á milli skoðana á ákvæðum um varúðarreglu og sérstaka vernd en virtist í upphafi. Þá voru nefndarmenn sammála um mikilvægi almannaréttarins sem almenningur er nú orðinn meðvitaðri um eftir að hugmyndir um gjaldtöku við helstu náttúruperlur þjóðarinnar fóru á flug. Nefndin náði að lokum saman um þá málamiðlun að hafna afturkallinu, fallast á að byggja á heildarhugmyndafræði hinna nýju laga og fresta gildistöku þeirra til 1. júlí 2015 þannig að hægt sé að vinna að úrbótum í samstarfi við ráðherra og skapa varanlega sátt um málið. Þó að ég hefði helst viljað að ný lög tækju gildi nú 1. apríl er ég sátt við niðurstöðu nefndarinnar. Afturkall umhverfis- og auðlindaráðherra er út af borðinu og stefnt er að því að ný og framsækin náttúruverndarlög taki gildi árið 2015. Það skiptir svo sannarlega máli fyrir íslenska náttúru og íslenska þjóð.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun