Segir alþjóðasamfélagið getulaust Freyr Bjarnason skrifar 17. mars 2014 07:00 Suðurkóreskir stúdentar á kertaljósaathöfn sem var haldin til að krefjast þess að börn í Sýrlandi fái aukna aðstoð. Mynd/AP Þrjú ár eru liðin síðan átökin á Sýrlandi hófust. Af því tilefni sagði Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, í yfirlýsingu að um væri að ræða stærsta mannúðar-, friðar- og öryggisvandamál heimsins. Ban Ki-moon sagðist ósáttur við getuleysi alþjóðasamfélagsins til að leysa deiluna og hvatti Bandaríkjamenn og Rússa sérstaklega til að setja aukinn kraft í friðarviðræðurnar en báðar þjóðirnar hafa staðið í deilum vegna ástandsins í Úkraínu. Átökin í Sýrlandi eiga rætur sínar að rekja til mótmæla sem spruttu upp í borginni Deraa í suðurhluta Sýrlands eftir að hópur unglinga var handtekinn og pyntaður fyrir að hafa málað uppreisnarslagorð á skólavegg. Þegar öryggissveitir stjórnvalda hófu skothríð á mótmælendurna og drápu þó nokkra urðu mótmælin umfangsmeiri og áður en langt um leið var þess krafist víða um land að forsetinn, Bashar al-Assad, segði af sér. Ákvörðun stjórnvalda um að beita enn meira herafli til að stöðva mótmælin höfðu öfug áhrif. Í júlí 2011 tóku hundruð þúsunda manna þátt í mótmælum víðs vegar um landið. Mótmælendurnir hófu að grípa til vopna. Borgarastyrjöld braust út og árið 2012 náðu átökin til höfuðborgarinnar Damaskus og Aleppo. Talið er að um 140 þúsund hafi fallið í átökunum, þar af fjöldi óbreyttra borgara. Ein af ástæðunum fyrir því að átökin hafa haldið áfram án þess að samningar hafi náðst er sú að mótmælendurnir eru langt í frá samstiga um hvaða stefnu skuli taka, þó svo að allir séu þeir sammála um að forsetinn Assad verði að víkja. Samninganefnd hefur verið mynduð til að ná athygli alþjóðasamfélagins en hún hefur ekki sýnt nægan styrk vegna innri átaka og lítils stuðnings frá grasrótarhreyfingum og uppreisnarsinnum, að því er kom fram í frétt BBC. Vopnaðir uppreisnarsinnar hafa myndað hinar ýmsu hreyfingar og talið er að allt að eitt þúsund mismunandi hópar séu núna að störfum með um eitt hundrað þúsund bardagamenn innan sinna raða. Hófsamir mótmælendur eru mun færri en harðlínu-íslamistar og hópar sem tengjast al-Kaída-samtökunum sem hafa beitt grimmilegum aðferðum í baráttu sinni. Nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna hefur rannsakað meint brot á alþjóðlegum mannréttindalögum frá því átökin hófust. Sönnunargögn sýna að bæði stjórnvöld og mótmælendur hafa framið stríðsglæpi, þar á meðal stundað pyntingar, gíslatökur, fjöldamorð og aftökur án dóms og laga á þessum þremur árum. Grófasta dæmið um fjöldamorð átti sér stað í ágúst í fyrra þegar eldflaugum með sarín-taugagasi var skotið að mótmælendum í Damaskus með þeim afleiðingum að á bilinu 300 til 1.430 manns fórust. Stjórnvöld voru sökuð um árásina en Assad kenndi uppreisnarmönnum um hana. Síðasta vor hófu Bandaríkjamenn og Rússar undirbúning ráðstefnu vegna ástandsins þar sem samþykkja átti tilllögu um að ný ríkisstjórn yrði sett á laggirnar í Sýrlandi. Viðræðurnar hófust ekki fyrr en í janúar síðastliðnum og var þeim slitið í febrúar. Fulltrúi Sameinuðu þjóðanna, Lakhdar Brahimi, sagði að sýrlensk stjórnvöld hefðu neitað að taka til greina kröfur mótmælenda, sem þau lýstu sem hryðjuverkamönnum. 22 milljónir Rúmar 22 milljónir manna búa í Sýrlandi sem á landamæri að Líbanon, Tyrklandi, Írak, Jórdaníu og Ísrael. Margir mismunandi trúarhópar og mörg þjóðarbrot búa í landinu en þrír fjórðu hlutar Sýrlendinga eru súnní-múslimar. Fréttaskýringar Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Vonbetri eftir daginn í dag Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Sjá meira
Þrjú ár eru liðin síðan átökin á Sýrlandi hófust. Af því tilefni sagði Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, í yfirlýsingu að um væri að ræða stærsta mannúðar-, friðar- og öryggisvandamál heimsins. Ban Ki-moon sagðist ósáttur við getuleysi alþjóðasamfélagsins til að leysa deiluna og hvatti Bandaríkjamenn og Rússa sérstaklega til að setja aukinn kraft í friðarviðræðurnar en báðar þjóðirnar hafa staðið í deilum vegna ástandsins í Úkraínu. Átökin í Sýrlandi eiga rætur sínar að rekja til mótmæla sem spruttu upp í borginni Deraa í suðurhluta Sýrlands eftir að hópur unglinga var handtekinn og pyntaður fyrir að hafa málað uppreisnarslagorð á skólavegg. Þegar öryggissveitir stjórnvalda hófu skothríð á mótmælendurna og drápu þó nokkra urðu mótmælin umfangsmeiri og áður en langt um leið var þess krafist víða um land að forsetinn, Bashar al-Assad, segði af sér. Ákvörðun stjórnvalda um að beita enn meira herafli til að stöðva mótmælin höfðu öfug áhrif. Í júlí 2011 tóku hundruð þúsunda manna þátt í mótmælum víðs vegar um landið. Mótmælendurnir hófu að grípa til vopna. Borgarastyrjöld braust út og árið 2012 náðu átökin til höfuðborgarinnar Damaskus og Aleppo. Talið er að um 140 þúsund hafi fallið í átökunum, þar af fjöldi óbreyttra borgara. Ein af ástæðunum fyrir því að átökin hafa haldið áfram án þess að samningar hafi náðst er sú að mótmælendurnir eru langt í frá samstiga um hvaða stefnu skuli taka, þó svo að allir séu þeir sammála um að forsetinn Assad verði að víkja. Samninganefnd hefur verið mynduð til að ná athygli alþjóðasamfélagins en hún hefur ekki sýnt nægan styrk vegna innri átaka og lítils stuðnings frá grasrótarhreyfingum og uppreisnarsinnum, að því er kom fram í frétt BBC. Vopnaðir uppreisnarsinnar hafa myndað hinar ýmsu hreyfingar og talið er að allt að eitt þúsund mismunandi hópar séu núna að störfum með um eitt hundrað þúsund bardagamenn innan sinna raða. Hófsamir mótmælendur eru mun færri en harðlínu-íslamistar og hópar sem tengjast al-Kaída-samtökunum sem hafa beitt grimmilegum aðferðum í baráttu sinni. Nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna hefur rannsakað meint brot á alþjóðlegum mannréttindalögum frá því átökin hófust. Sönnunargögn sýna að bæði stjórnvöld og mótmælendur hafa framið stríðsglæpi, þar á meðal stundað pyntingar, gíslatökur, fjöldamorð og aftökur án dóms og laga á þessum þremur árum. Grófasta dæmið um fjöldamorð átti sér stað í ágúst í fyrra þegar eldflaugum með sarín-taugagasi var skotið að mótmælendum í Damaskus með þeim afleiðingum að á bilinu 300 til 1.430 manns fórust. Stjórnvöld voru sökuð um árásina en Assad kenndi uppreisnarmönnum um hana. Síðasta vor hófu Bandaríkjamenn og Rússar undirbúning ráðstefnu vegna ástandsins þar sem samþykkja átti tilllögu um að ný ríkisstjórn yrði sett á laggirnar í Sýrlandi. Viðræðurnar hófust ekki fyrr en í janúar síðastliðnum og var þeim slitið í febrúar. Fulltrúi Sameinuðu þjóðanna, Lakhdar Brahimi, sagði að sýrlensk stjórnvöld hefðu neitað að taka til greina kröfur mótmælenda, sem þau lýstu sem hryðjuverkamönnum. 22 milljónir Rúmar 22 milljónir manna búa í Sýrlandi sem á landamæri að Líbanon, Tyrklandi, Írak, Jórdaníu og Ísrael. Margir mismunandi trúarhópar og mörg þjóðarbrot búa í landinu en þrír fjórðu hlutar Sýrlendinga eru súnní-múslimar.
Fréttaskýringar Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Vonbetri eftir daginn í dag Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Sjá meira