Engin skólagjöld! Sóley Tómasdóttir skrifar 13. febrúar 2014 06:00 Undanfarna daga hefur skynsamt fólk keppst við að gagnrýna hugmyndir Viðskiptaráðs um innheimtu skólagjalda við Háskólann. Eðlilega. Norrænt velferðarsamfélag innheimtir ekki skólagjöld, enda byggir það á jafnrétti til náms. Allir eiga að hafa tækifæri til að mennta sig og rækta hæfileika sína – þannig tryggjum við kraftmikið, skapandi og gott samfélag. Tækifæri fólks eru vissulega háð mörgum samverkandi breytum en hér verður þó aðeins einblínt á fjárhagsleg áhrif. Ef okkur er alvara með hið norræna velferðarsamfélag, jöfnu tækifærin og gjaldfrelsið þarf að endurskoða ansi margt. Í 20 ár hefur leikskólinn verið viðurkenndur og skilgreindur sem fyrsta skólastigið. Þar njóta yngstu börnin menntunar í samræmi við aldur og þroska. Fyrir það greiða reykvískir foreldrar hundruð þúsunda á ári. Grunnskólinn er lögbundinn og gjaldfrjáls að nafninu til. Í Reykjavík er þó rukkað fyrir afmarkaðan hluta skóladagsins, hádegisverðinn (fyrir utan frístundaheimilin sem ekki verður fjallað um hér). Fyrir hann greiða foreldrar tæpar 60 þúsund krónur á ári. Opinberir framhaldsskólar innheimta 24 þúsund á ári í innritunar- og efnisgjald og innritunargjald í HÍ er 60 þúsund á ári. Í Reykjavík ríkir ekki jafnrétti til náms. Til eru dæmi um börn sem ekki fara í leikskóla af fjárhagslegum ástæðum. Á síðasta ári var fimm börnum vikið af leikskólum borgarinnar vegna vanskila foreldra. Hvort tveggja er óásættanlegt. Börnin eru ekki mörg, en það skiptir engu máli. Mismunun er ekkert réttlætanlegri gagnvart fáum en mörgum. Gjaldtakan hefur einnig áhrif á lífskjör barnafólks og tækifæri þess til menntunar á efri stigum og eru þá ótalin önnur afleidd áhrif. Eigi hér að ríkja raunverulegt jafnrétti til náms verða öll skólastig að vera gjaldfrjáls. Það krefst endurskoðunar á nýtingu sameiginlegra sjóða, skatta og útsvars. Slík endurskoðun krefst svo aftur hugrekkis og stefnufestu. Vinstri græn hafa lýst sig reiðubúin í þá vinnu. Á næsta kjörtímabili verður að endurskoða gjaldheimtu borgarinnar og vinna áætlun um gjaldfrjálsa þjónustu við börn. Þannig bætum við lífskjör barnafjölskyldna og stuðlum að raunverulegu jafnrétti til náms. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hefur skynsamt fólk keppst við að gagnrýna hugmyndir Viðskiptaráðs um innheimtu skólagjalda við Háskólann. Eðlilega. Norrænt velferðarsamfélag innheimtir ekki skólagjöld, enda byggir það á jafnrétti til náms. Allir eiga að hafa tækifæri til að mennta sig og rækta hæfileika sína – þannig tryggjum við kraftmikið, skapandi og gott samfélag. Tækifæri fólks eru vissulega háð mörgum samverkandi breytum en hér verður þó aðeins einblínt á fjárhagsleg áhrif. Ef okkur er alvara með hið norræna velferðarsamfélag, jöfnu tækifærin og gjaldfrelsið þarf að endurskoða ansi margt. Í 20 ár hefur leikskólinn verið viðurkenndur og skilgreindur sem fyrsta skólastigið. Þar njóta yngstu börnin menntunar í samræmi við aldur og þroska. Fyrir það greiða reykvískir foreldrar hundruð þúsunda á ári. Grunnskólinn er lögbundinn og gjaldfrjáls að nafninu til. Í Reykjavík er þó rukkað fyrir afmarkaðan hluta skóladagsins, hádegisverðinn (fyrir utan frístundaheimilin sem ekki verður fjallað um hér). Fyrir hann greiða foreldrar tæpar 60 þúsund krónur á ári. Opinberir framhaldsskólar innheimta 24 þúsund á ári í innritunar- og efnisgjald og innritunargjald í HÍ er 60 þúsund á ári. Í Reykjavík ríkir ekki jafnrétti til náms. Til eru dæmi um börn sem ekki fara í leikskóla af fjárhagslegum ástæðum. Á síðasta ári var fimm börnum vikið af leikskólum borgarinnar vegna vanskila foreldra. Hvort tveggja er óásættanlegt. Börnin eru ekki mörg, en það skiptir engu máli. Mismunun er ekkert réttlætanlegri gagnvart fáum en mörgum. Gjaldtakan hefur einnig áhrif á lífskjör barnafólks og tækifæri þess til menntunar á efri stigum og eru þá ótalin önnur afleidd áhrif. Eigi hér að ríkja raunverulegt jafnrétti til náms verða öll skólastig að vera gjaldfrjáls. Það krefst endurskoðunar á nýtingu sameiginlegra sjóða, skatta og útsvars. Slík endurskoðun krefst svo aftur hugrekkis og stefnufestu. Vinstri græn hafa lýst sig reiðubúin í þá vinnu. Á næsta kjörtímabili verður að endurskoða gjaldheimtu borgarinnar og vinna áætlun um gjaldfrjálsa þjónustu við börn. Þannig bætum við lífskjör barnafjölskyldna og stuðlum að raunverulegu jafnrétti til náms.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun