Björgvin Páll: Ég er í fínni vinnu Henry Birgir Gunnarsson í Herning skrifar 20. janúar 2014 08:00 Björgvin Páll Gústavsson hefur varið 19 skot í síðustu tveimur leikjum Íslands á EM í Danmörku og hefur því haft fullt af ástæðum til að fagna eins og hann gerir á myndinni hér fyrir ofan. Vísir/Daníel Björgvin Páll Gústavsson hefur farið mikinn í síðustu tveimur leikjum Íslands á EM og hann þarf að halda uppteknum hætti gegn Makedóníu í dag. „Við erum aðeins byrjaðir að stúdera þá og munum halda því áfram í dag,“ sagði Björgvin Páll eftir æfingu Íslands í gær en hún var tekin í hádeginu. Það var afslappað andrúmsloft á æfingunni og allir léttir og kátir.Þarf að lesa Lazarov Besti leikmaður Makedóna er örvhenta stórskyttan Kiril Lazarov sem leikur með Barcelona. Björgvin þarf að lesa hann og koma í veg fyrir að hann skjóti íslenska liðið í kaf. „Makedónar eru með klóka leikmenn. Þeir spila leiðinlegan handbolta en eru með frábæra leikmenn eins og Lazarov. Það þarf að halda fókus og mjög mikilvægt að hefja leikinn vel gegn þeim. Svona lið á það til að gefast upp og því er mikilvægt að sýna styrk okkar og íslenska hjartað strax í byrjun. Því lengur sem þeir hanga inni í leiknum, þeim mun erfiðara verður þetta fyrir okkur.“ Fólki finnst oft skrítið að það séu til menn sem vilja fá boltann í sig á yfir hundrað kílómetra hraða. Það er einmitt fátt sem gleður Björgvin eins mikið. „Það er skringileg atvinna að vera fyrir. Ég fæ borgað ágætlega fyrir það og fæ að vera í landsliðinu. Ég er því í fínni vinnu,“ sagði Björgvin brosmildur.Mega ekki fá blóð á tennurnar Þó að Makedóníumenn hafi verið þungir og arfaslakir í tapi gegn Ungverjum í fyrsta leik milliriðilsins, þá tekur Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari liðið mjög alvarlega en liðin mætast klukkan þrjú að íslenskum tíma. „Við vitum að þeir eru stórhættulegir. Við spiluðum erfiðan leik gegn þeim á HM í fyrra. Þetta verður annað stríð. Þeir virkuðu vissulega þreyttir gegn Ungverjum. Byrjuðu af krafti og svo dró af þeim. Það er því mikilvægt að við byrjum af krafti og gefum þeim ekki blóð á tennurnar. Þá verða þeir stórhættulegir,“ segir Aron, en hvað með hinn hæga leik makedónska liðsins? „Ef þeir fá að spila langar sóknir þá eru þeir líka hættulegir. Við þurfum að fá upp hraða í leikinn. Keyra í bakið á þeim og láta þá hlaupa. Vörnin sem þeir hafa verið að spila hentar okkur líka mjög vel.“Einn besti leikmaður heims Aron segir að það þurfi að hafa góðar gætur á fleirum en Kiril Lazarov í liði Makedóna. „Hann er einn besti leikmaður heims. Línumennirnir eru sterkir. Miðjumaðurinn er góður einn á móti einum og markvörðurinn mjög góður. Þetta verður hörkuleikur.“ EM 2014 karla Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Sjá meira
Björgvin Páll Gústavsson hefur farið mikinn í síðustu tveimur leikjum Íslands á EM og hann þarf að halda uppteknum hætti gegn Makedóníu í dag. „Við erum aðeins byrjaðir að stúdera þá og munum halda því áfram í dag,“ sagði Björgvin Páll eftir æfingu Íslands í gær en hún var tekin í hádeginu. Það var afslappað andrúmsloft á æfingunni og allir léttir og kátir.Þarf að lesa Lazarov Besti leikmaður Makedóna er örvhenta stórskyttan Kiril Lazarov sem leikur með Barcelona. Björgvin þarf að lesa hann og koma í veg fyrir að hann skjóti íslenska liðið í kaf. „Makedónar eru með klóka leikmenn. Þeir spila leiðinlegan handbolta en eru með frábæra leikmenn eins og Lazarov. Það þarf að halda fókus og mjög mikilvægt að hefja leikinn vel gegn þeim. Svona lið á það til að gefast upp og því er mikilvægt að sýna styrk okkar og íslenska hjartað strax í byrjun. Því lengur sem þeir hanga inni í leiknum, þeim mun erfiðara verður þetta fyrir okkur.“ Fólki finnst oft skrítið að það séu til menn sem vilja fá boltann í sig á yfir hundrað kílómetra hraða. Það er einmitt fátt sem gleður Björgvin eins mikið. „Það er skringileg atvinna að vera fyrir. Ég fæ borgað ágætlega fyrir það og fæ að vera í landsliðinu. Ég er því í fínni vinnu,“ sagði Björgvin brosmildur.Mega ekki fá blóð á tennurnar Þó að Makedóníumenn hafi verið þungir og arfaslakir í tapi gegn Ungverjum í fyrsta leik milliriðilsins, þá tekur Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari liðið mjög alvarlega en liðin mætast klukkan þrjú að íslenskum tíma. „Við vitum að þeir eru stórhættulegir. Við spiluðum erfiðan leik gegn þeim á HM í fyrra. Þetta verður annað stríð. Þeir virkuðu vissulega þreyttir gegn Ungverjum. Byrjuðu af krafti og svo dró af þeim. Það er því mikilvægt að við byrjum af krafti og gefum þeim ekki blóð á tennurnar. Þá verða þeir stórhættulegir,“ segir Aron, en hvað með hinn hæga leik makedónska liðsins? „Ef þeir fá að spila langar sóknir þá eru þeir líka hættulegir. Við þurfum að fá upp hraða í leikinn. Keyra í bakið á þeim og láta þá hlaupa. Vörnin sem þeir hafa verið að spila hentar okkur líka mjög vel.“Einn besti leikmaður heims Aron segir að það þurfi að hafa góðar gætur á fleirum en Kiril Lazarov í liði Makedóna. „Hann er einn besti leikmaður heims. Línumennirnir eru sterkir. Miðjumaðurinn er góður einn á móti einum og markvörðurinn mjög góður. Þetta verður hörkuleikur.“
EM 2014 karla Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Sjá meira