Mikil gleði og kraftur í kringum Floru Stefán Árni Pálsson skrifar 16. janúar 2014 07:30 Florentina Stanciu, sem sést hér í landsleik með Íslandi, hefur verið ótrúleg í marki Stjörnunnar á tímabilinu. Mynd/Vilhelm Fréttablaðið fékk þjálfara Olís-deildar kvenna til að velja þá leikmenn sem skara fram úr í deildinni. Í dag skoðum við hver er mikilvægasti leikmaður deildarinnar að mati þjálfaranna tólf en sami leikmaður er einnig besti markvörður deildarinnar. Florentina Stanciu eða Flora eins og hún er oftast kölluð er mikilvægasti leikmaður deildarinnar að mati þjálfaranna en hún stendur í marki Stjörnunnar á ný eftir nokkra fjarveru frá liðinu. Florentina er einnig besti markvörður deildarinnar. Valið kemur þjálfara hennar, Skúla Gunnsteinssyni, ekki á óvart. „Flora hefur allt að bera sem afreksíþróttamaður þarf að hafa til þess að ná langt í sinni grein,“ segir Skúli. „Hún leggur rosalega hart að sér og æfir ekki bara vel heldur einnig mjög skynsamlega. Hún hugsar mjög vel um sig og æfir aukalega sjálf. Flora er mjög svo fagleg í sinni nálgun á íþróttinni og er gríðarlegur keppnismaður í öllu,“ segir Skúli en Stjarnan er í efsta sæti deildarinnar eins og er. Skúli segir að það skipti engu máli hvort um sé að ræða upphitunarfótboltann eða alvöru keppnisleiki, Flora verður alltaf að fara með sigur af hólmi.Mikilvæg liðinu „Fyrir liðið er hún ótrúlega mikilvæg og það er ávallt ofboðslega mikil gleði og kraftur í kringum hana. Hún hefur jákvæð áhrif á liðið og gerir í leiðinni verkefni okkar mun skemmtilegri. Hún skilar mun meira til liðsins en bara að vera góð í marki og hvetur liðsfélaga sína alltaf áfram.“ Florentina lék fyrst með ÍBV á Íslandi áður en hún gekk til liðs við Stjörnuna árið 2006. Hún gekk síðan aftur í raðir ÍBV árið 2011 en fyrir núverandi tímabil kom markvörðurinn síðan aftur í Stjörnuna. Florentina hefur einnig leikið erlendis með Handball Metz Metropole í Frakklandi og Uni Ursus Cluj í Rúmeníu. Á ferlinum hefur hún unnið marga titla og orðið Íslandsmeistari bæði með ÍBV og Stjörnunni. „Ég held að flestir séu sammála því að markmannsstaðan sé mikilvægasta staðan á vellinum. Ef markmaðurinn ver öll skot andstæðingsins þá er ekki hægt að tapa og Flora er ótrúlega öflugur markvörður. Hún á mikinn þátt í því að liðinu gengur vel. Varnarleikur liðsins í heild sinni hefur verið góður í vetur og það hefur sitt að segja upp á markvörslu. Florentina er klárlega gríðarlega mikilvæg liðinu en ég myndi segja að andlegir og félagslegir eiginleikar hennar séu það sem gerir hana í raun ómissandi fyrir liðið.“ Flott fyrirmynd Að mati þjálfarans er Florentina mikill sigurvegari og ungum handknattleikskonum frábær fyrirmynd. „Hún er rosalega góð auglýsing fyrir handboltann og hefur mjög jákvæð áhrif hér á landi. Ég er ekki í nokkrum vafa um að hún eigi eftir að verða mjög skemmtileg í úrslitakeppninni fyrir alla þá sem fylgjast með handbolta.“ Olís-deild kvenna Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Körfubolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Sjá meira
Fréttablaðið fékk þjálfara Olís-deildar kvenna til að velja þá leikmenn sem skara fram úr í deildinni. Í dag skoðum við hver er mikilvægasti leikmaður deildarinnar að mati þjálfaranna tólf en sami leikmaður er einnig besti markvörður deildarinnar. Florentina Stanciu eða Flora eins og hún er oftast kölluð er mikilvægasti leikmaður deildarinnar að mati þjálfaranna en hún stendur í marki Stjörnunnar á ný eftir nokkra fjarveru frá liðinu. Florentina er einnig besti markvörður deildarinnar. Valið kemur þjálfara hennar, Skúla Gunnsteinssyni, ekki á óvart. „Flora hefur allt að bera sem afreksíþróttamaður þarf að hafa til þess að ná langt í sinni grein,“ segir Skúli. „Hún leggur rosalega hart að sér og æfir ekki bara vel heldur einnig mjög skynsamlega. Hún hugsar mjög vel um sig og æfir aukalega sjálf. Flora er mjög svo fagleg í sinni nálgun á íþróttinni og er gríðarlegur keppnismaður í öllu,“ segir Skúli en Stjarnan er í efsta sæti deildarinnar eins og er. Skúli segir að það skipti engu máli hvort um sé að ræða upphitunarfótboltann eða alvöru keppnisleiki, Flora verður alltaf að fara með sigur af hólmi.Mikilvæg liðinu „Fyrir liðið er hún ótrúlega mikilvæg og það er ávallt ofboðslega mikil gleði og kraftur í kringum hana. Hún hefur jákvæð áhrif á liðið og gerir í leiðinni verkefni okkar mun skemmtilegri. Hún skilar mun meira til liðsins en bara að vera góð í marki og hvetur liðsfélaga sína alltaf áfram.“ Florentina lék fyrst með ÍBV á Íslandi áður en hún gekk til liðs við Stjörnuna árið 2006. Hún gekk síðan aftur í raðir ÍBV árið 2011 en fyrir núverandi tímabil kom markvörðurinn síðan aftur í Stjörnuna. Florentina hefur einnig leikið erlendis með Handball Metz Metropole í Frakklandi og Uni Ursus Cluj í Rúmeníu. Á ferlinum hefur hún unnið marga titla og orðið Íslandsmeistari bæði með ÍBV og Stjörnunni. „Ég held að flestir séu sammála því að markmannsstaðan sé mikilvægasta staðan á vellinum. Ef markmaðurinn ver öll skot andstæðingsins þá er ekki hægt að tapa og Flora er ótrúlega öflugur markvörður. Hún á mikinn þátt í því að liðinu gengur vel. Varnarleikur liðsins í heild sinni hefur verið góður í vetur og það hefur sitt að segja upp á markvörslu. Florentina er klárlega gríðarlega mikilvæg liðinu en ég myndi segja að andlegir og félagslegir eiginleikar hennar séu það sem gerir hana í raun ómissandi fyrir liðið.“ Flott fyrirmynd Að mati þjálfarans er Florentina mikill sigurvegari og ungum handknattleikskonum frábær fyrirmynd. „Hún er rosalega góð auglýsing fyrir handboltann og hefur mjög jákvæð áhrif hér á landi. Ég er ekki í nokkrum vafa um að hún eigi eftir að verða mjög skemmtileg í úrslitakeppninni fyrir alla þá sem fylgjast með handbolta.“
Olís-deild kvenna Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Körfubolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Sjá meira