Gunnar Steinn: Nú má maður ekki verða of saddur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2014 07:00 Gunnar Steinn Jónsson og landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson á blaðamannafundinum í gær. Mynd/Valli Gunnar Steinn Jónsson og varnartröllið Bjarki Már Gunnarsson eru á leið á sitt fyrsta stórmót á EM í Danmörku. Það bjuggust allir við að Bjarki Már fengi tækifærið í forföllum Ingimundar Ingimundarsonar og bakvandræðum Vignis Svavarssonar en það sáu mun færri fyrir sér að Gunnar Steinn kæmist í EM-hópinn. „Ég kom inn í byrjun sem síðasti maður og ég held að ég hafi ekki verið beint inni í plönunum til að byrja með. Ég held að ég hafi nýtt ágætlega þau tækifæri sem ég fékk,“ sagði Gunnar Steinn kátur. „Þetta er oft styttra en menn halda,“ segir landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson um Gunnar. „Hann fór í axlaraðgerð í sumar sem hjálpaði honum mikið varðandi skotkraft. Hann hefur ekki verið að spila vörn í Frakklandi en hefur sýnt það á þessum æfingum að hann getur alveg spilað vörnina líka. Hann hefur komið mjög vel inn í hópinn, virkar andlega sterkur og með góðan taktískan skilning,“ segir Aron. „Ég gerði það rétta þegar ég hitti Aron fyrir jól og fékk að fara yfir kerfin með honum. Ég vissi það að ef ég ætlaði að eiga einhvern möguleika á að fara með á EM þá þyrfti ég að vera með allt á hreinu. Það var ekki hægt að eyða tíma í að æfa mig í einhverjum atriðum. Ég var því vel undirbúinn. Ég glósaði aðeins um jólin,“ sagði Gunnar Steinn brosandi. „Þetta er búið að vera draumur minn lengi og ég er kannski ekki alveg búinn að átta mig á þessu. Nú má maður ekki verða of saddur eftir þetta. Ég verð að geta hjálpað liðinu á mótinu því það er aðalatriðið. Ég verð því að koma mér niður á jörðina aftur,“ sagði Gunnar Steinn að lokum. EM 2014 karla Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Fleiri fréttir Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri Sjá meira
Gunnar Steinn Jónsson og varnartröllið Bjarki Már Gunnarsson eru á leið á sitt fyrsta stórmót á EM í Danmörku. Það bjuggust allir við að Bjarki Már fengi tækifærið í forföllum Ingimundar Ingimundarsonar og bakvandræðum Vignis Svavarssonar en það sáu mun færri fyrir sér að Gunnar Steinn kæmist í EM-hópinn. „Ég kom inn í byrjun sem síðasti maður og ég held að ég hafi ekki verið beint inni í plönunum til að byrja með. Ég held að ég hafi nýtt ágætlega þau tækifæri sem ég fékk,“ sagði Gunnar Steinn kátur. „Þetta er oft styttra en menn halda,“ segir landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson um Gunnar. „Hann fór í axlaraðgerð í sumar sem hjálpaði honum mikið varðandi skotkraft. Hann hefur ekki verið að spila vörn í Frakklandi en hefur sýnt það á þessum æfingum að hann getur alveg spilað vörnina líka. Hann hefur komið mjög vel inn í hópinn, virkar andlega sterkur og með góðan taktískan skilning,“ segir Aron. „Ég gerði það rétta þegar ég hitti Aron fyrir jól og fékk að fara yfir kerfin með honum. Ég vissi það að ef ég ætlaði að eiga einhvern möguleika á að fara með á EM þá þyrfti ég að vera með allt á hreinu. Það var ekki hægt að eyða tíma í að æfa mig í einhverjum atriðum. Ég var því vel undirbúinn. Ég glósaði aðeins um jólin,“ sagði Gunnar Steinn brosandi. „Þetta er búið að vera draumur minn lengi og ég er kannski ekki alveg búinn að átta mig á þessu. Nú má maður ekki verða of saddur eftir þetta. Ég verð að geta hjálpað liðinu á mótinu því það er aðalatriðið. Ég verð því að koma mér niður á jörðina aftur,“ sagði Gunnar Steinn að lokum.
EM 2014 karla Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Fleiri fréttir Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni