Undir mér komið að sanna mig Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. janúar 2014 08:15 Gunnar Steinn Jónsson í leik með liði sínu, Nantes, í Frakklandi. Hann gekkst undir aðgerð á öxl eftir síðasta tímabil og segist ekki hafa verið betri í nokkur ár. Nordic Photos / AFP „Þetta er auðvitað draumur allra handboltamanna og verið lengi á markmiðalistanum. Það er gaman að fá tækifærið,“ segir Gunnar Steinn Jónsson. Leikstjórnandinn fékk langþráð kall í íslenska landsliðið í desember og var mættur til æfinga um síðustu helgi. Liðið æfði fimm sinnum á þremur dögum en fékk svo frí í kringum áramótin. Framundan er Evrópumótið í Danmörku sem hefst þann 12. janúar þegar okkar menn mæta Norðmönnum. „Þetta er skammur tími fyrir miðjumann að koma inn í svona samspilandi hóp. En það hefur gengið mjög vel að mínu mati,“ sagði Gunnar Steinn að lokinni sinni þriðju æfingu með liðinu á rúmum sólarhring á sunnudagsmorgun. Miðjumaðurinn, sem spilaði með Fjölni í yngri flokkum áður en hann sló í gegn með HK í meistaraflokki, telur möguleika sína á að komast í lokahópinn ekki mikla en þó fyrir hendi. „Ég er síðastur inn til að byrja mér en undir mér komið að sanna að ég eigi heima hérna.“Öxlin ekki verið betri í nokkur ár Gunnar Steinn spilar með Nantes í Frakklandi en liðið komst í úrslitaleikinn í EHF-bikarnum síðastliðið vor. Í kjölfarið gekkst hann undir aðgerð á hægri öxl sinni sem tókst vel. „Öxlin hefur líklega ekki verið betri í nokkur ár,“ segir Gunnar Steinn. Nokkuð basl hafi verið á honum fyrstu mánuðina eftir aðgerðina en nú sé hann allur að koma til. „Síðustu tveir mánuðir hafa verið mjög góðir,“ segir kappinn sem fór á kostum í Íslendingaslag gegn stjörnuliði Paris Saint-Germain um miðjan desember. Gunnar Steinn skoraði sjö mörk úr jafnmörgum skotum en Ásgeir Örn Hallgrímsson og Róbert Gunnarsson spila með Parísarliðinu. „Þetta var líklega besti leikurinn á ferlinum til að spila vel í,“ segir Gunnar Steinn um leikinn. „Margir af bestu leikmönnum heims eru í Parísarliðinu og gaman að fá staðfestingu á því að maður geti spilað á svo háu stigi.“Mikil samkeppni í landsliðinu Gunnar Steinn segir samkeppnina um stöðu leikstjórnanda mikla. Lykilmennirnir Arnór Atlason, Aron Pálmarsson og Snorri Steinn Guðjónsson geti allir leyst stöðuna en þar fyrir aftan sé hann að berjast aðra leikmenn í hópnum. „Ég er samt líklega neðstur á blaði til að byrja með,“ segir Gunnar Steinn. Hann fær kærkomið tækifæri til að sanna sig á æfingamóti í Þýskalandi um helgina þar sem liðið mætir Rússum, Þjóðverjum og Austurríkismönnum. „Það er eitt að vera góður á æfingum en svo þarf maður að geta eitthvað í leikjum. Það er mikilvægast.“kolbeinntumi@frettabladid.is EM 2014 karla Íslenski handboltinn Mest lesið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti Fleiri fréttir Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Sjá meira
„Þetta er auðvitað draumur allra handboltamanna og verið lengi á markmiðalistanum. Það er gaman að fá tækifærið,“ segir Gunnar Steinn Jónsson. Leikstjórnandinn fékk langþráð kall í íslenska landsliðið í desember og var mættur til æfinga um síðustu helgi. Liðið æfði fimm sinnum á þremur dögum en fékk svo frí í kringum áramótin. Framundan er Evrópumótið í Danmörku sem hefst þann 12. janúar þegar okkar menn mæta Norðmönnum. „Þetta er skammur tími fyrir miðjumann að koma inn í svona samspilandi hóp. En það hefur gengið mjög vel að mínu mati,“ sagði Gunnar Steinn að lokinni sinni þriðju æfingu með liðinu á rúmum sólarhring á sunnudagsmorgun. Miðjumaðurinn, sem spilaði með Fjölni í yngri flokkum áður en hann sló í gegn með HK í meistaraflokki, telur möguleika sína á að komast í lokahópinn ekki mikla en þó fyrir hendi. „Ég er síðastur inn til að byrja mér en undir mér komið að sanna að ég eigi heima hérna.“Öxlin ekki verið betri í nokkur ár Gunnar Steinn spilar með Nantes í Frakklandi en liðið komst í úrslitaleikinn í EHF-bikarnum síðastliðið vor. Í kjölfarið gekkst hann undir aðgerð á hægri öxl sinni sem tókst vel. „Öxlin hefur líklega ekki verið betri í nokkur ár,“ segir Gunnar Steinn. Nokkuð basl hafi verið á honum fyrstu mánuðina eftir aðgerðina en nú sé hann allur að koma til. „Síðustu tveir mánuðir hafa verið mjög góðir,“ segir kappinn sem fór á kostum í Íslendingaslag gegn stjörnuliði Paris Saint-Germain um miðjan desember. Gunnar Steinn skoraði sjö mörk úr jafnmörgum skotum en Ásgeir Örn Hallgrímsson og Róbert Gunnarsson spila með Parísarliðinu. „Þetta var líklega besti leikurinn á ferlinum til að spila vel í,“ segir Gunnar Steinn um leikinn. „Margir af bestu leikmönnum heims eru í Parísarliðinu og gaman að fá staðfestingu á því að maður geti spilað á svo háu stigi.“Mikil samkeppni í landsliðinu Gunnar Steinn segir samkeppnina um stöðu leikstjórnanda mikla. Lykilmennirnir Arnór Atlason, Aron Pálmarsson og Snorri Steinn Guðjónsson geti allir leyst stöðuna en þar fyrir aftan sé hann að berjast aðra leikmenn í hópnum. „Ég er samt líklega neðstur á blaði til að byrja með,“ segir Gunnar Steinn. Hann fær kærkomið tækifæri til að sanna sig á æfingamóti í Þýskalandi um helgina þar sem liðið mætir Rússum, Þjóðverjum og Austurríkismönnum. „Það er eitt að vera góður á æfingum en svo þarf maður að geta eitthvað í leikjum. Það er mikilvægast.“kolbeinntumi@frettabladid.is
EM 2014 karla Íslenski handboltinn Mest lesið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti Fleiri fréttir Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Sjá meira