Undir mér komið að sanna mig Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. janúar 2014 08:15 Gunnar Steinn Jónsson í leik með liði sínu, Nantes, í Frakklandi. Hann gekkst undir aðgerð á öxl eftir síðasta tímabil og segist ekki hafa verið betri í nokkur ár. Nordic Photos / AFP „Þetta er auðvitað draumur allra handboltamanna og verið lengi á markmiðalistanum. Það er gaman að fá tækifærið,“ segir Gunnar Steinn Jónsson. Leikstjórnandinn fékk langþráð kall í íslenska landsliðið í desember og var mættur til æfinga um síðustu helgi. Liðið æfði fimm sinnum á þremur dögum en fékk svo frí í kringum áramótin. Framundan er Evrópumótið í Danmörku sem hefst þann 12. janúar þegar okkar menn mæta Norðmönnum. „Þetta er skammur tími fyrir miðjumann að koma inn í svona samspilandi hóp. En það hefur gengið mjög vel að mínu mati,“ sagði Gunnar Steinn að lokinni sinni þriðju æfingu með liðinu á rúmum sólarhring á sunnudagsmorgun. Miðjumaðurinn, sem spilaði með Fjölni í yngri flokkum áður en hann sló í gegn með HK í meistaraflokki, telur möguleika sína á að komast í lokahópinn ekki mikla en þó fyrir hendi. „Ég er síðastur inn til að byrja mér en undir mér komið að sanna að ég eigi heima hérna.“Öxlin ekki verið betri í nokkur ár Gunnar Steinn spilar með Nantes í Frakklandi en liðið komst í úrslitaleikinn í EHF-bikarnum síðastliðið vor. Í kjölfarið gekkst hann undir aðgerð á hægri öxl sinni sem tókst vel. „Öxlin hefur líklega ekki verið betri í nokkur ár,“ segir Gunnar Steinn. Nokkuð basl hafi verið á honum fyrstu mánuðina eftir aðgerðina en nú sé hann allur að koma til. „Síðustu tveir mánuðir hafa verið mjög góðir,“ segir kappinn sem fór á kostum í Íslendingaslag gegn stjörnuliði Paris Saint-Germain um miðjan desember. Gunnar Steinn skoraði sjö mörk úr jafnmörgum skotum en Ásgeir Örn Hallgrímsson og Róbert Gunnarsson spila með Parísarliðinu. „Þetta var líklega besti leikurinn á ferlinum til að spila vel í,“ segir Gunnar Steinn um leikinn. „Margir af bestu leikmönnum heims eru í Parísarliðinu og gaman að fá staðfestingu á því að maður geti spilað á svo háu stigi.“Mikil samkeppni í landsliðinu Gunnar Steinn segir samkeppnina um stöðu leikstjórnanda mikla. Lykilmennirnir Arnór Atlason, Aron Pálmarsson og Snorri Steinn Guðjónsson geti allir leyst stöðuna en þar fyrir aftan sé hann að berjast aðra leikmenn í hópnum. „Ég er samt líklega neðstur á blaði til að byrja með,“ segir Gunnar Steinn. Hann fær kærkomið tækifæri til að sanna sig á æfingamóti í Þýskalandi um helgina þar sem liðið mætir Rússum, Þjóðverjum og Austurríkismönnum. „Það er eitt að vera góður á æfingum en svo þarf maður að geta eitthvað í leikjum. Það er mikilvægast.“kolbeinntumi@frettabladid.is EM 2014 karla Íslenski handboltinn Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira
„Þetta er auðvitað draumur allra handboltamanna og verið lengi á markmiðalistanum. Það er gaman að fá tækifærið,“ segir Gunnar Steinn Jónsson. Leikstjórnandinn fékk langþráð kall í íslenska landsliðið í desember og var mættur til æfinga um síðustu helgi. Liðið æfði fimm sinnum á þremur dögum en fékk svo frí í kringum áramótin. Framundan er Evrópumótið í Danmörku sem hefst þann 12. janúar þegar okkar menn mæta Norðmönnum. „Þetta er skammur tími fyrir miðjumann að koma inn í svona samspilandi hóp. En það hefur gengið mjög vel að mínu mati,“ sagði Gunnar Steinn að lokinni sinni þriðju æfingu með liðinu á rúmum sólarhring á sunnudagsmorgun. Miðjumaðurinn, sem spilaði með Fjölni í yngri flokkum áður en hann sló í gegn með HK í meistaraflokki, telur möguleika sína á að komast í lokahópinn ekki mikla en þó fyrir hendi. „Ég er síðastur inn til að byrja mér en undir mér komið að sanna að ég eigi heima hérna.“Öxlin ekki verið betri í nokkur ár Gunnar Steinn spilar með Nantes í Frakklandi en liðið komst í úrslitaleikinn í EHF-bikarnum síðastliðið vor. Í kjölfarið gekkst hann undir aðgerð á hægri öxl sinni sem tókst vel. „Öxlin hefur líklega ekki verið betri í nokkur ár,“ segir Gunnar Steinn. Nokkuð basl hafi verið á honum fyrstu mánuðina eftir aðgerðina en nú sé hann allur að koma til. „Síðustu tveir mánuðir hafa verið mjög góðir,“ segir kappinn sem fór á kostum í Íslendingaslag gegn stjörnuliði Paris Saint-Germain um miðjan desember. Gunnar Steinn skoraði sjö mörk úr jafnmörgum skotum en Ásgeir Örn Hallgrímsson og Róbert Gunnarsson spila með Parísarliðinu. „Þetta var líklega besti leikurinn á ferlinum til að spila vel í,“ segir Gunnar Steinn um leikinn. „Margir af bestu leikmönnum heims eru í Parísarliðinu og gaman að fá staðfestingu á því að maður geti spilað á svo háu stigi.“Mikil samkeppni í landsliðinu Gunnar Steinn segir samkeppnina um stöðu leikstjórnanda mikla. Lykilmennirnir Arnór Atlason, Aron Pálmarsson og Snorri Steinn Guðjónsson geti allir leyst stöðuna en þar fyrir aftan sé hann að berjast aðra leikmenn í hópnum. „Ég er samt líklega neðstur á blaði til að byrja með,“ segir Gunnar Steinn. Hann fær kærkomið tækifæri til að sanna sig á æfingamóti í Þýskalandi um helgina þar sem liðið mætir Rússum, Þjóðverjum og Austurríkismönnum. „Það er eitt að vera góður á æfingum en svo þarf maður að geta eitthvað í leikjum. Það er mikilvægast.“kolbeinntumi@frettabladid.is
EM 2014 karla Íslenski handboltinn Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira