Sigrún salíróleg en reiknar með tíðindum á næstu dögum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. desember 2014 16:58 Sigrún Magnúsdóttir er salíróleg en segir að í stjórnmálum þurfi maður að taka að sér ýmisleg verkefni. Vísir/Vilhelm Breytingar eru fyrirhugaðar á ráðherrateymi Framsóknarflokksins en sem stendur er ríkisstjórnin skipuð fimm ráðherrum úr Sjálfstæðisflokki og fjórum úr flokki Framsóknar.Morgunblaðið greindi frá því í gær að líklegast væri að umhverfis- og auðlindaráðuneytið, sem verið hefur í umsjón Sigurðar Inga Jóhannssonar, yrði fært undir nýjan ráðherra. Sá yrði þá sá tíundi í ríkisstjórninni og sá fimmti úr röðum Framsóknar. Sigrún Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, var nefnd sem líklegur nýr ráðherra. „Ég er mjög ánægð með þau verkefni sem ég er með,“ segir Sigrún í samtali við Vísi. Auk þingmennsku og formennsku í þingflokknum minnir Sigrún á að framundan sé annasamt ár sem formaður Þingvallanefndar. Sjálf sagðist hún ekkert hafa heyrt frá kollegum sínum í flokknum vegna málsins heldur aðeins séð það sem ratað hefði í fjölmiðla.Staðið til í lengri tíma „Það er alltaf gaman fyrir fjölmiðla að spekúlera,“ sagði Sigrún sem var í hátíðarskapi og nýbúin að baka eplaköku þegar hún svaraði símtali blaðamanns. Hún minnti á að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknar, hefði gefið út að breytingar væru fyrirhugaðar á ráðherraembættinu. Það gæti vel verið um áramótin en Sigrún nefnir líka að upphaf þings gæti verið líklegur tímapunktur. Alþingi kemur saman þann 20. janúar. Umræða um fimmta ráðherra Framsóknar í ljósi ójafnrar skiptingar flokkanna tveggja hefur verið til umræðu í vel á annað ár. Kona hefur þótt líklegri í embættið enda Eygló Harðardóttir eini kvenráðherrann úr röðum Framsóknar. „Það kemur að því fljótlega, það veltur á því hvernig vinnu við verkaskiptingu ráðuneyta vindur fram. Það er allavega ljóst að það verður til sterkt ráðuneyti sem fer meðal annars með umhverfismál," sagði Sigmundur Davíð í viðtali í september 2013. Þá var Sigrún orðuð við ráðherrastól auk Vigdísar Hauksdóttur og Silju Daggar Gunnarsdóttur.Sigrún salíróleg Aðspurð hvort hún myndi svara kalli forsætisráðherra ef ráðherrastóll stæði til boða veltir Sigrún spurningu blaðamanns fyrir sér en svarar svo: „Það þarf að taka að sér ýmis verkefni. Það gerir stjórnmálin spennandi,“ segir Sigrún sem minnir á að vangaveltur fjölmiðla þurfi ekki að endurspegla það sem í gangi sé í flokkunum. Rifjar hún upp nýlega skipun Ólafar Nordal í embætti innanríkisráðherra á dögunum í því samhengi. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, kom mörgum á óvart með skipun Ólafar. „Það er nýbúið að ganga í gegnum ráðherrakapal hjá Sjálfstæðisflokknum. Bjarni hélt það þröngt utan um þetta. Hálfur flokkurinn var tilbúið að taka að sér ráðherraembættið en svo var leitað utan þings,“ segir Sigrún. Hún minnir á að ráðherraskipunin sé í höndum formanna flokkanna tveggja sem skipa ríkisstjórnina. Sigrún segist ætla aða njóta hátíðarinnar og ekki stressa sig á fyrirhugaðri ráðherraskipan. „Ég er alveg salíróleg. Þetta ætti að koma í ljós á næstu dögum.“ Alþingi Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Breytingar eru fyrirhugaðar á ráðherrateymi Framsóknarflokksins en sem stendur er ríkisstjórnin skipuð fimm ráðherrum úr Sjálfstæðisflokki og fjórum úr flokki Framsóknar.Morgunblaðið greindi frá því í gær að líklegast væri að umhverfis- og auðlindaráðuneytið, sem verið hefur í umsjón Sigurðar Inga Jóhannssonar, yrði fært undir nýjan ráðherra. Sá yrði þá sá tíundi í ríkisstjórninni og sá fimmti úr röðum Framsóknar. Sigrún Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, var nefnd sem líklegur nýr ráðherra. „Ég er mjög ánægð með þau verkefni sem ég er með,“ segir Sigrún í samtali við Vísi. Auk þingmennsku og formennsku í þingflokknum minnir Sigrún á að framundan sé annasamt ár sem formaður Þingvallanefndar. Sjálf sagðist hún ekkert hafa heyrt frá kollegum sínum í flokknum vegna málsins heldur aðeins séð það sem ratað hefði í fjölmiðla.Staðið til í lengri tíma „Það er alltaf gaman fyrir fjölmiðla að spekúlera,“ sagði Sigrún sem var í hátíðarskapi og nýbúin að baka eplaköku þegar hún svaraði símtali blaðamanns. Hún minnti á að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknar, hefði gefið út að breytingar væru fyrirhugaðar á ráðherraembættinu. Það gæti vel verið um áramótin en Sigrún nefnir líka að upphaf þings gæti verið líklegur tímapunktur. Alþingi kemur saman þann 20. janúar. Umræða um fimmta ráðherra Framsóknar í ljósi ójafnrar skiptingar flokkanna tveggja hefur verið til umræðu í vel á annað ár. Kona hefur þótt líklegri í embættið enda Eygló Harðardóttir eini kvenráðherrann úr röðum Framsóknar. „Það kemur að því fljótlega, það veltur á því hvernig vinnu við verkaskiptingu ráðuneyta vindur fram. Það er allavega ljóst að það verður til sterkt ráðuneyti sem fer meðal annars með umhverfismál," sagði Sigmundur Davíð í viðtali í september 2013. Þá var Sigrún orðuð við ráðherrastól auk Vigdísar Hauksdóttur og Silju Daggar Gunnarsdóttur.Sigrún salíróleg Aðspurð hvort hún myndi svara kalli forsætisráðherra ef ráðherrastóll stæði til boða veltir Sigrún spurningu blaðamanns fyrir sér en svarar svo: „Það þarf að taka að sér ýmis verkefni. Það gerir stjórnmálin spennandi,“ segir Sigrún sem minnir á að vangaveltur fjölmiðla þurfi ekki að endurspegla það sem í gangi sé í flokkunum. Rifjar hún upp nýlega skipun Ólafar Nordal í embætti innanríkisráðherra á dögunum í því samhengi. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, kom mörgum á óvart með skipun Ólafar. „Það er nýbúið að ganga í gegnum ráðherrakapal hjá Sjálfstæðisflokknum. Bjarni hélt það þröngt utan um þetta. Hálfur flokkurinn var tilbúið að taka að sér ráðherraembættið en svo var leitað utan þings,“ segir Sigrún. Hún minnir á að ráðherraskipunin sé í höndum formanna flokkanna tveggja sem skipa ríkisstjórnina. Sigrún segist ætla aða njóta hátíðarinnar og ekki stressa sig á fyrirhugaðri ráðherraskipan. „Ég er alveg salíróleg. Þetta ætti að koma í ljós á næstu dögum.“
Alþingi Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent