Rolf Toft: Víkingur hafði meiri áhuga Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. desember 2014 12:30 Rolf Toft varð Íslandsmeistari með Stjörnunni í sumar. vísir/andri marinó „Ég er ánægður með að þetta sé klárt,“ segir Rolf Toft, danski framherjinn sem samdi við Víking fyrr í dag, í samtali við Vísi. Toft, sem skoraði sex mörk í ellefu leikjum í Pepsi-deildinni með Stjörnunni í sumar, segist ekki velkjast í vafa um að hann hafi tekið rétta ákvörðun. „Ég vissi frá byrjun að þetta væri rétt ákvörðun og ég er ánægður með að þetta hafi gengið upp,“ segir Toft, sem ræddi einnig við Stjörnumenn. „Stjarnan var inn í myndinni, en Víkingur hafði meiri áhuga og sýndi þann áhuga í verki. Þess vegna valdi ég Víking.“ „Ég var að leita mér að liði í stærri deild en það gekk ekki upp. Það verður gaman að koma aftur til Íslands þar sem ég á góðar minningar. Ég kem ekki sorgmæddur aftur til Íslands.“ Daninn er í Danmörku og veit ekki hvenær hann kemur til Íslands aftur, en hann er búinn að ræða við Milos Milojevic, annan þjálfara Víkinga, um markmiðin næsta sumar. „Hann hringdi í mig áður en þetta kom til umboðsmanns míns og spurði hvort ég væri áhugasamur um að koma. Hann sagði mér hvernig æfingarnar eru, hvernig þeir gera hlutina og hver markmið sumarsins eru. Mér leist vel á þetta allt,“ segir Toft sem skilur við Stjörnuna með söknuði. „Það var gaman í Stjörnunni og ég lít til baka glaður á tímann sem ég dvaldi þar. En nú tekst ég á við nýtt verkefni,“ segir framherjinn. Stjarnan fór alla leið í umspil um sæti í Evrópudeildinni í ár, en Víkingar taka þátt í Evrópudeildinni næsta sumar. Það er í fyrsta sinn í 23 ár sem liðið spilar í Evrópu. „Nú er bara að sjá hvort við getum ekki farið jafn langt eða lengra en Stjarnan,“ segir Rolf Toft léttur að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Rolf Toft samdi við Víking til tveggja ára Danski framherjinn semur ekki aftur við Stjörnuna og spilar með Víkingum í Pepsi-deildinni á næstu leiktíð. 17. desember 2014 11:51 Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Sjá meira
„Ég er ánægður með að þetta sé klárt,“ segir Rolf Toft, danski framherjinn sem samdi við Víking fyrr í dag, í samtali við Vísi. Toft, sem skoraði sex mörk í ellefu leikjum í Pepsi-deildinni með Stjörnunni í sumar, segist ekki velkjast í vafa um að hann hafi tekið rétta ákvörðun. „Ég vissi frá byrjun að þetta væri rétt ákvörðun og ég er ánægður með að þetta hafi gengið upp,“ segir Toft, sem ræddi einnig við Stjörnumenn. „Stjarnan var inn í myndinni, en Víkingur hafði meiri áhuga og sýndi þann áhuga í verki. Þess vegna valdi ég Víking.“ „Ég var að leita mér að liði í stærri deild en það gekk ekki upp. Það verður gaman að koma aftur til Íslands þar sem ég á góðar minningar. Ég kem ekki sorgmæddur aftur til Íslands.“ Daninn er í Danmörku og veit ekki hvenær hann kemur til Íslands aftur, en hann er búinn að ræða við Milos Milojevic, annan þjálfara Víkinga, um markmiðin næsta sumar. „Hann hringdi í mig áður en þetta kom til umboðsmanns míns og spurði hvort ég væri áhugasamur um að koma. Hann sagði mér hvernig æfingarnar eru, hvernig þeir gera hlutina og hver markmið sumarsins eru. Mér leist vel á þetta allt,“ segir Toft sem skilur við Stjörnuna með söknuði. „Það var gaman í Stjörnunni og ég lít til baka glaður á tímann sem ég dvaldi þar. En nú tekst ég á við nýtt verkefni,“ segir framherjinn. Stjarnan fór alla leið í umspil um sæti í Evrópudeildinni í ár, en Víkingar taka þátt í Evrópudeildinni næsta sumar. Það er í fyrsta sinn í 23 ár sem liðið spilar í Evrópu. „Nú er bara að sjá hvort við getum ekki farið jafn langt eða lengra en Stjarnan,“ segir Rolf Toft léttur að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Rolf Toft samdi við Víking til tveggja ára Danski framherjinn semur ekki aftur við Stjörnuna og spilar með Víkingum í Pepsi-deildinni á næstu leiktíð. 17. desember 2014 11:51 Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Sjá meira
Rolf Toft samdi við Víking til tveggja ára Danski framherjinn semur ekki aftur við Stjörnuna og spilar með Víkingum í Pepsi-deildinni á næstu leiktíð. 17. desember 2014 11:51