„Þetta var skrýtinn leikur“ Hinrik Wöhler skrifar 16. apríl 2025 21:39 Tímabilið fór ekki vel af stað fyrir John Andrews og leikmenn Víkings í Bestu-deild kvenna. Vísir/Diego John Andrews, þjálfari Víkinga, þurfti að sætta sig við stórt tap í fyrsta leik tímabilins. Víkingar töpuðu 4-1 á móti Þór/KA á heimavelli í fyrstu umferð Bestu-deildar kvenna í kvöld. John segir að mörk andstæðingana hafa verið frekar furðuleg og ákveðinn heppnisstimpill yfir þeim. „Þetta var skrýtinn leikur. Furðuleg mörk hjá þeim, eitt frákast af stönginni og hitt af þverslánni. Kannski hefðum við getað gert betur í frákastinu, við vorum ekki opnar, en þetta var bara skrýtinn leikur. Þurfum að tryggja það að þetta að þetta gerist ekki aftur,“ sagði John skömmu eftir leik. John var ekki búinn að greina nákvæmlega hvað fór úrskeiðis í leiknum en benti á að tvö af mörkum Þór/KA hefðu komið eftir fráköst og gestirnir hafi verið grimmari inn í teignum, sem skipti sköpum í kvöld. „Ekki viss ef ég er heiðarlegur, þær fóru upp hægra megin nokkrum sinnum og við héldum að boltinn hefði farið út af vellinum en svo fór þetta í slána og datt niður, þær gerðu betur í frákastinu og skoruðu. Veit ekki hvað gerðist í öðru markinu og við fórum inn í hálfleik.“ Var bjartsýnn í stöðunni 3-1 Víkingar minnkuðu muninn á 70. mínútu og á þeim tímapunkti var John bjartsýnn á að liðið gæti náð í stig úr leiknum. „Þrátt fyrir að staðan var 3-1 hélt ég að við vorum enn þá inn í þessu, en svo kemur skotið í stöngina og dettur út í teiginn og þær ná því, 4-1. Við þurfum núna bara að sleikja sárin og svo er það bara Stjarnan á þriðjudaginn.“ „Þær gerðu sitt besta en við áttum ekki okkar dag,“ bætti John við. Þrátt fyrir að hafa fengið fjögur mörk á sig þá vildi John ekki kenna slæmum varnarleik um mörkin. „Ég er ekki viss hvort að varnarleikurinn var það slæmur. Undir lok leiks vorum við að ýta fimm, sex, sjö eða átta leikmönnum upp völlinn og þá fáum við sóknir á okkur. Þegar þú horfir á mörkin þá voru þetta ekki mistök í vörninni bara furðuleg mörk. Þriðja markið hjá þeim var flott, gef þeim það,“ sagði John. Víkingur mætir Stjörnunni eftir sex daga og mun John og þjálfarateymi Víkinga hefja undirbúning á morgun. „Vonandi mun þetta ekki skaða þetta okkur of mikið og við munum hefjast handa að nýju á morgun,“ sagði írski þjálfarinn að lokum. Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
John segir að mörk andstæðingana hafa verið frekar furðuleg og ákveðinn heppnisstimpill yfir þeim. „Þetta var skrýtinn leikur. Furðuleg mörk hjá þeim, eitt frákast af stönginni og hitt af þverslánni. Kannski hefðum við getað gert betur í frákastinu, við vorum ekki opnar, en þetta var bara skrýtinn leikur. Þurfum að tryggja það að þetta að þetta gerist ekki aftur,“ sagði John skömmu eftir leik. John var ekki búinn að greina nákvæmlega hvað fór úrskeiðis í leiknum en benti á að tvö af mörkum Þór/KA hefðu komið eftir fráköst og gestirnir hafi verið grimmari inn í teignum, sem skipti sköpum í kvöld. „Ekki viss ef ég er heiðarlegur, þær fóru upp hægra megin nokkrum sinnum og við héldum að boltinn hefði farið út af vellinum en svo fór þetta í slána og datt niður, þær gerðu betur í frákastinu og skoruðu. Veit ekki hvað gerðist í öðru markinu og við fórum inn í hálfleik.“ Var bjartsýnn í stöðunni 3-1 Víkingar minnkuðu muninn á 70. mínútu og á þeim tímapunkti var John bjartsýnn á að liðið gæti náð í stig úr leiknum. „Þrátt fyrir að staðan var 3-1 hélt ég að við vorum enn þá inn í þessu, en svo kemur skotið í stöngina og dettur út í teiginn og þær ná því, 4-1. Við þurfum núna bara að sleikja sárin og svo er það bara Stjarnan á þriðjudaginn.“ „Þær gerðu sitt besta en við áttum ekki okkar dag,“ bætti John við. Þrátt fyrir að hafa fengið fjögur mörk á sig þá vildi John ekki kenna slæmum varnarleik um mörkin. „Ég er ekki viss hvort að varnarleikurinn var það slæmur. Undir lok leiks vorum við að ýta fimm, sex, sjö eða átta leikmönnum upp völlinn og þá fáum við sóknir á okkur. Þegar þú horfir á mörkin þá voru þetta ekki mistök í vörninni bara furðuleg mörk. Þriðja markið hjá þeim var flott, gef þeim það,“ sagði John. Víkingur mætir Stjörnunni eftir sex daga og mun John og þjálfarateymi Víkinga hefja undirbúning á morgun. „Vonandi mun þetta ekki skaða þetta okkur of mikið og við munum hefjast handa að nýju á morgun,“ sagði írski þjálfarinn að lokum.
Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira