Íslenski boltinn

Upp­bótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
(Heill) Gummi Ben, Baldur Sig og Albert Brynjar fóru í gegnum Uppbótartímann.
(Heill) Gummi Ben, Baldur Sig og Albert Brynjar fóru í gegnum Uppbótartímann. Stúkan

Hinn skemmtilegi liður Uppbótartíminn var á sínum stað í síðasta þætti Stúkunnar. Þar fá sérfræðingar þáttarins 60 sekúndur til að svara spurningum sem birtast á skjánum fyrir framan þá. Menn eiga það þó til að fara yfir tíma.

Albert Brynjar Ingason var ósáttur með hvað menn fengu langan tíma til að svara síðast þegar hann tók þátt í Uppbótartímanum. Spurning hvort hann verði sáttari að þessu sinni. Sjá má Albert Brynjar, Baldur Sigurðsson og þáttastjórnandann Gumma Ben tækla Uppbótartímann í myndbandinu neðst í fréttinni.

Spurningarnar að þessu sinni voru eftirfarandi:

  • Hvað geta Vestramenn leyft sér að dreyma um?
  • Hvaða leikmaður hefur heillað?
  • Hver er leikmaður umferðarinnar?
Klippa: Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“



Fleiri fréttir

Sjá meira


×