„Hér er allt mögulegt“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. apríl 2025 22:21 Gat leyft sér að brosa í kvöld. Molly Darlington/Getty Images Ruben Amorim var eðlilega alsæll þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir hreint út sagt ótrúlegan sigur sinna manna í Manchester United á Lyon í kvöld. Hann sagði einfaldlega að á Old Trafford væri allt hægt. Rauðu djöflarnir bókuðu farseðilinn í undanúrslit Evrópudeildarinnar með einni ótrúlegustu endurkomu síðari ára ef ekki sögunnar. Liðið var tveimur mörkum undir þegar sex mínútur voru til loka framlengingar en á einhvern undraverðan hátt vann Man Utd 5-4 sigur og mætir því Athletic Bilbao í undanúrslitum. „Ég horfði á úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu frá 1999 til að fá innblástur. Það var magnað kvöld,“ sagði Amorim í viðtali eftir leik og vitnaði þar í 2-1 sigurinn á Bayern München, einn frægasta sigur í félagsins. „Liðið var þreytt og þegar við lentum 4-2 undir hélt maður að þetta gæti verið búið. Aldrei að segja aldrei, hér er allt mögulegt.“ „Við byrjuðum vel en sýndum ekki nægilegan stöðugleika til að viðhalda spilamennsku okkar yfir langan tíma. Mér finnst eins og þegar liðið verður þreytt þá falli það til baka. Við hefðum átt að gera betur í tveimur fyrstu mörkum Lyon. Það er margt sem má laga en karakterinn er til staðar.“ Harry Maguire skoraði sigurmark leiksins en hann spilaði sem fremsti maður í framlengingunni. „Við settum Harry upp á topp því hann var sá eini sem var líklegur til að skora með skalla. Kobbie Mainoo skortir hraða nú vegna meiðsla hans en er frábær á litlu og hefur svo hæfileikana til að skora svona mark. Dagurinn í dag var góður dagur.“ Að endingu var Amorim spurður út í vandræði liðsins í ensku úrvalsdeildinni „Staða liðsins í deildinni endurspeglar þjálfarann. Við getum spilað vel í Evrópu en við erum dæmdir af frammistöðu okkar í deildinni, og hún er ekki nægilega góð. Í Evrópu höndlum við líkamlega erfiða leiki og kraft liða betur en við gerum í ensku úrvalsdeildinni, þar þjáumst við mikið.“ Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fleiri fréttir „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Sjá meira
Rauðu djöflarnir bókuðu farseðilinn í undanúrslit Evrópudeildarinnar með einni ótrúlegustu endurkomu síðari ára ef ekki sögunnar. Liðið var tveimur mörkum undir þegar sex mínútur voru til loka framlengingar en á einhvern undraverðan hátt vann Man Utd 5-4 sigur og mætir því Athletic Bilbao í undanúrslitum. „Ég horfði á úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu frá 1999 til að fá innblástur. Það var magnað kvöld,“ sagði Amorim í viðtali eftir leik og vitnaði þar í 2-1 sigurinn á Bayern München, einn frægasta sigur í félagsins. „Liðið var þreytt og þegar við lentum 4-2 undir hélt maður að þetta gæti verið búið. Aldrei að segja aldrei, hér er allt mögulegt.“ „Við byrjuðum vel en sýndum ekki nægilegan stöðugleika til að viðhalda spilamennsku okkar yfir langan tíma. Mér finnst eins og þegar liðið verður þreytt þá falli það til baka. Við hefðum átt að gera betur í tveimur fyrstu mörkum Lyon. Það er margt sem má laga en karakterinn er til staðar.“ Harry Maguire skoraði sigurmark leiksins en hann spilaði sem fremsti maður í framlengingunni. „Við settum Harry upp á topp því hann var sá eini sem var líklegur til að skora með skalla. Kobbie Mainoo skortir hraða nú vegna meiðsla hans en er frábær á litlu og hefur svo hæfileikana til að skora svona mark. Dagurinn í dag var góður dagur.“ Að endingu var Amorim spurður út í vandræði liðsins í ensku úrvalsdeildinni „Staða liðsins í deildinni endurspeglar þjálfarann. Við getum spilað vel í Evrópu en við erum dæmdir af frammistöðu okkar í deildinni, og hún er ekki nægilega góð. Í Evrópu höndlum við líkamlega erfiða leiki og kraft liða betur en við gerum í ensku úrvalsdeildinni, þar þjáumst við mikið.“
Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fleiri fréttir „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Sjá meira