Innlendar viðskiptafréttir ársins 2014 Aðalsteinn Kjartansson skrifar 19. desember 2014 11:00 Fréttirnar sem fóru hæst á árinu sem er að líða. Vísir Myndin af greiðsluseðlinum vakti mikla athygli á Facebook. Tekjur Íslendinga, deilur um notkun á orðin „fabrikka“, hugljúf auglýsing flugfélags og nýr Íslandsvinur voru það sem vakti mesta athygli í innlendum viðskiptafréttum á árinu sem er að líða. Við tókum saman tíu fréttir sem stóðu upp úr á árinu miðað við athyglina sem þær fengu.Lánið hækkað um 11 milljónir: „Ég vildi fara öruggu leiðina“ Agla Þyrí Kristjánsdóttir birti mynd af greiðsluseðli af húsnæðisláninu sínu á Facebook. Myndin vakti mikla athygli á Facebook en við hana skrifaði hún: „Lánið okkar sem við tókum hjá íbúðalánasjóði sumarið 2006 upp á 18.000.000 skreið yfir 29.000.000 um þessi mánaðamót. Ég hef samviskusamlega greitt af því 83.437 - 132.365 krónur á mánuði, 96 gjalddaga sem leggst út á um rúmar 11.000.000 sem skemmtilegt nokk er sú upphæð sem lánið mitt hefur hækkað um á þeim 8 árum síðan ég tók það.“ Í samtali við Vísi sagði hún: „Ég vildi fara öruggu leiðina.“Eiríkur Jónsson vissi ekki af milljónunum sem hann ætti, miðað við verðmat meðeiganda hans á vefsíðunni eirikurjonsson.is.Hafði ekki hugmynd um að hann ætti fullt af milljónum „Ég hafði ekki hugmynd um að ég ætti allt í einu sautján milljónir,“ sag‘i Eiríkur Jónsson um hlut sinn í vefsíðunni eirikurjonsson.is en greint hafði verið frá því daginn áður að sextíu prósenta hlutur í vefsíðunni, sem er í eigu Þorsteins Guðnasonar eins eiganda DV ehf, væri metinn tæpar 26 milljónir króna. Eiríkur á sjálfur fjörutíu prósenta hlut í vefsíðunni og því ætti hans hlutur að vera um 17 milljóna virði og síðan í heild sinni því metin á 43 milljónir króna.Hugljúf auglýsing Icelandair vekur athygli Ný auglýsing Icelandair hefur vakið mikla athygli á internetinu og þykir hún mjög hugljúf. Hún fjallar um íslenska konu sem vinnur á sjúkrahúsi út í heimi og kemst ekki heim til Íslands um jólin. Seinna kom í ljós að auglýsingin var tekin upp í Berlín, borg sem Icelandair flýgur ekki til.Tekjur ÍslendingaFrjáls verslun gefur út sitt árlega tekjublað þar sem birtar tekjur um þrjú þúsund einstaklinga víðs vegar af landinu. Þekkts fólks í þjóðlífinu, menn í atvinnulífi, listum og stjórnmálum. Vísir fékk leyfi til að endurbirta nokkra af tekjuhæstu einstaklingunum í mismunandi starfsstéttum. Listi yfir tekjur listamanna vakti einna mestu athyglina en þar sat Kristinn Sigmundsson, óperusöngvari sem hafði 3.203 þúsund króna mánaðartekjur, í efsta sæti. Nýr Íslandsvinur bættist í hópinn þegar Úlfurinn á Wall Street kom og hélt fyrirlestur.VÍSIR/GETTYRíkisskattstjóri birti einnig sinn árlega lista yfir þá 30 einstaklinga sem greiða mestan skatt í júlí. Þar var Jón Á. Ágústsson efstur á listanum og en hann greiddi nærri því 412 milljónir króna í skatt. Af þeim fjórum sem greiða hæstan skatt eru þrjár konur sem sitja í öðru, þriðja og fjórða sæti, en í heild eru tíu konur á listanum.„Ég ætla að borga þetta allt til baka“ Jordan Belfort, hinn umdeildi „Úlfur á Wall Street“, reiknar með að geta greitt skuld sína að fullu innan árs. Hann var dæmdur árið 1998 fyrir fjársvik og peningaþvætti og fékk 22 mánaða fangelsisdóm. Þá var honum skipað að endurgreiða þeim sem hann hafði svikið rúmlega 110 milljónir Bandaríkjadala. „Ég ætla að borga þetta allt til baka,“ sagði Belfort í samtali við Vísi í tilefni af söluráðstefnu í Háskólabíói þar sem hann flutti erindi í maímánuði. „Og vonandi gerist það innan árs. Ég tel að það sé raunhæft.“Heimir hætti að vinna í álveri og fór á Facebook.Íslenskur strákur með forstjóralaun á Facebook Heimir Arnfinnsson, 28 ára Reyðfirðingur, fékk nóg að vinna í álverinu og aflar sér nú tekna á netinu. Heimir hefur það fínt og sagði í samtali við Vísi í maí að tekjurnar af netinu duga vel til þess að halda fjölskyldunni sinni uppi. „Ég vil kannski ekki nefna neina upphæð. En þetta er alveg farið að slaga upp í forstjóralaun,“ sagði hann og bætti við: „Konan mín er leikskólakennari og launin þar eru því miður ekkert sérstök. En við höfum það mjög fínt.“ Heimir þénar peninga með því að kaupa auglýsingar á Facebook og selur tilteknum markhópum vörur.Sonurinn enn að jafna sig á handtöku föður Fyrrverandi yfirmaður verðbréfamiðlunar Landsbankans sagði son sinn enn vera að jafna sig á því í apríl þegar hann horfði á föður sinn handtekinn í harkalegum aðgerðum sérstaks saksóknara vegna rannsóknar á Imon-málinu. Hann taldi hörku í húsleit og handtöku algjörlega þarflausa enda hafi þetta verið tveimur og hálfu ári eftir að viðskiptin sem ákært var fyrir áttu sér stað.Eiginmaður Eyglóar fór ekki fögrum orðum um Landsbankann.VÍSIR/GVA/ANTONEiginmaður ráðherra kallar Landsbankann skítabúllu Sigurður E. Vilhelmsson, eiginmaður Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, lýsti óánægju sinni yfir 28,8 milljarða króna hagnaði sem Landsbankinn skilaði á liðnu ári. Hann sagði á Facebook að hálft annað ár vera liðið síðan fyrrum félags- og tryggingamálaráðherra, Árni Páll Árnason, neyddi sig til að borga þeim hærri fjárhæð en hann vissulega skuldaði. „Nú eru 18 mánuðir síðan ég fór fram á að þessi skítabúlla endurreiknaði ólöglega lánið mitt og endurgreiddi mér þá peninga sem Árni Páll neyddi mig til að borga þeim til viðbótar því sem ég sannanlega skuldaði þeim. Enn bólar ekkert á niðurstöðum og ég fæ ekkert annað en eilífar afsakanir. Slíkt hefur að vísu aldrei dugað mér þegar ég hef skuldað þeim pening.“Fyrstu Airbnb-íbúðunum lokað Fjórum gistheimilum á höfuðborgarsvæðinu var lokað í september í tengslum við rannsókn lögreglunnar og Ríkisskattstjóra á rekstri gistiheimila án tilskilinna réttinda. Um var að ræða íbúðir sem leigðar voru út í gegnum samfélagsmiðla á borð við Airbnb eða Facebook. Fjölmargir Íslendingar hafa íbúðir sínar til leigu á AirBnb og könnuðu lögreglan og Ríkisskattstjóri heimili og íbúðir á höfuðborgarsvæðinu í ágúst og september. Um var að ræða eftirlit með gistileyfum og skattskyldu tekna vegna sölu á gistingu.Strákarnir á Hamborgarafabrikkunni sitja ekki einir að orðinu „fabrikkan“.Vísir/StefánFabrikkan ekki eign Simma og Jóa Áfrýjunarnefnd neytendamála felldi úr gildi ákvörðun Neytendastofu um að banna eiganda veitingarstaðar á Laugarvatni að nefna staðinn sinn Pizzafabrikkuna. Í sumar fékk Neytendastofa bréf frá Nautafélaginu ehf., sem er fyrirtækið sem rekur Hamborgarafabrikkuna, sem innihélt kæru á hendur pítsastaðnum vegna notkunar á auðkenninu Pizzafabrikkan. Nautafélagið er meðal annars í eigu Sigmars Vilhjálmssonar og Jóhannesar Ásbjörnssonar, betur þekktir sem Simmi og Jói. „Þrátt fyrir að orðið fabrikkan komi einnig fyrir í heiti kæranda er auðkennið Pizzafabrikkan í heild sinni nokkuð ólíkt auðkennunum Hamborgarafabrikkan og Fabrikkan. Þá verður ekki framhjá því litið að þrátt fyrir að fyrirtækin starfi bæði í veitingageiranum geta þau vart talist bjóða vöru sína og þjónustu á sama markaði.“ Fréttir ársins 2014 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Myndin af greiðsluseðlinum vakti mikla athygli á Facebook. Tekjur Íslendinga, deilur um notkun á orðin „fabrikka“, hugljúf auglýsing flugfélags og nýr Íslandsvinur voru það sem vakti mesta athygli í innlendum viðskiptafréttum á árinu sem er að líða. Við tókum saman tíu fréttir sem stóðu upp úr á árinu miðað við athyglina sem þær fengu.Lánið hækkað um 11 milljónir: „Ég vildi fara öruggu leiðina“ Agla Þyrí Kristjánsdóttir birti mynd af greiðsluseðli af húsnæðisláninu sínu á Facebook. Myndin vakti mikla athygli á Facebook en við hana skrifaði hún: „Lánið okkar sem við tókum hjá íbúðalánasjóði sumarið 2006 upp á 18.000.000 skreið yfir 29.000.000 um þessi mánaðamót. Ég hef samviskusamlega greitt af því 83.437 - 132.365 krónur á mánuði, 96 gjalddaga sem leggst út á um rúmar 11.000.000 sem skemmtilegt nokk er sú upphæð sem lánið mitt hefur hækkað um á þeim 8 árum síðan ég tók það.“ Í samtali við Vísi sagði hún: „Ég vildi fara öruggu leiðina.“Eiríkur Jónsson vissi ekki af milljónunum sem hann ætti, miðað við verðmat meðeiganda hans á vefsíðunni eirikurjonsson.is.Hafði ekki hugmynd um að hann ætti fullt af milljónum „Ég hafði ekki hugmynd um að ég ætti allt í einu sautján milljónir,“ sag‘i Eiríkur Jónsson um hlut sinn í vefsíðunni eirikurjonsson.is en greint hafði verið frá því daginn áður að sextíu prósenta hlutur í vefsíðunni, sem er í eigu Þorsteins Guðnasonar eins eiganda DV ehf, væri metinn tæpar 26 milljónir króna. Eiríkur á sjálfur fjörutíu prósenta hlut í vefsíðunni og því ætti hans hlutur að vera um 17 milljóna virði og síðan í heild sinni því metin á 43 milljónir króna.Hugljúf auglýsing Icelandair vekur athygli Ný auglýsing Icelandair hefur vakið mikla athygli á internetinu og þykir hún mjög hugljúf. Hún fjallar um íslenska konu sem vinnur á sjúkrahúsi út í heimi og kemst ekki heim til Íslands um jólin. Seinna kom í ljós að auglýsingin var tekin upp í Berlín, borg sem Icelandair flýgur ekki til.Tekjur ÍslendingaFrjáls verslun gefur út sitt árlega tekjublað þar sem birtar tekjur um þrjú þúsund einstaklinga víðs vegar af landinu. Þekkts fólks í þjóðlífinu, menn í atvinnulífi, listum og stjórnmálum. Vísir fékk leyfi til að endurbirta nokkra af tekjuhæstu einstaklingunum í mismunandi starfsstéttum. Listi yfir tekjur listamanna vakti einna mestu athyglina en þar sat Kristinn Sigmundsson, óperusöngvari sem hafði 3.203 þúsund króna mánaðartekjur, í efsta sæti. Nýr Íslandsvinur bættist í hópinn þegar Úlfurinn á Wall Street kom og hélt fyrirlestur.VÍSIR/GETTYRíkisskattstjóri birti einnig sinn árlega lista yfir þá 30 einstaklinga sem greiða mestan skatt í júlí. Þar var Jón Á. Ágústsson efstur á listanum og en hann greiddi nærri því 412 milljónir króna í skatt. Af þeim fjórum sem greiða hæstan skatt eru þrjár konur sem sitja í öðru, þriðja og fjórða sæti, en í heild eru tíu konur á listanum.„Ég ætla að borga þetta allt til baka“ Jordan Belfort, hinn umdeildi „Úlfur á Wall Street“, reiknar með að geta greitt skuld sína að fullu innan árs. Hann var dæmdur árið 1998 fyrir fjársvik og peningaþvætti og fékk 22 mánaða fangelsisdóm. Þá var honum skipað að endurgreiða þeim sem hann hafði svikið rúmlega 110 milljónir Bandaríkjadala. „Ég ætla að borga þetta allt til baka,“ sagði Belfort í samtali við Vísi í tilefni af söluráðstefnu í Háskólabíói þar sem hann flutti erindi í maímánuði. „Og vonandi gerist það innan árs. Ég tel að það sé raunhæft.“Heimir hætti að vinna í álveri og fór á Facebook.Íslenskur strákur með forstjóralaun á Facebook Heimir Arnfinnsson, 28 ára Reyðfirðingur, fékk nóg að vinna í álverinu og aflar sér nú tekna á netinu. Heimir hefur það fínt og sagði í samtali við Vísi í maí að tekjurnar af netinu duga vel til þess að halda fjölskyldunni sinni uppi. „Ég vil kannski ekki nefna neina upphæð. En þetta er alveg farið að slaga upp í forstjóralaun,“ sagði hann og bætti við: „Konan mín er leikskólakennari og launin þar eru því miður ekkert sérstök. En við höfum það mjög fínt.“ Heimir þénar peninga með því að kaupa auglýsingar á Facebook og selur tilteknum markhópum vörur.Sonurinn enn að jafna sig á handtöku föður Fyrrverandi yfirmaður verðbréfamiðlunar Landsbankans sagði son sinn enn vera að jafna sig á því í apríl þegar hann horfði á föður sinn handtekinn í harkalegum aðgerðum sérstaks saksóknara vegna rannsóknar á Imon-málinu. Hann taldi hörku í húsleit og handtöku algjörlega þarflausa enda hafi þetta verið tveimur og hálfu ári eftir að viðskiptin sem ákært var fyrir áttu sér stað.Eiginmaður Eyglóar fór ekki fögrum orðum um Landsbankann.VÍSIR/GVA/ANTONEiginmaður ráðherra kallar Landsbankann skítabúllu Sigurður E. Vilhelmsson, eiginmaður Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, lýsti óánægju sinni yfir 28,8 milljarða króna hagnaði sem Landsbankinn skilaði á liðnu ári. Hann sagði á Facebook að hálft annað ár vera liðið síðan fyrrum félags- og tryggingamálaráðherra, Árni Páll Árnason, neyddi sig til að borga þeim hærri fjárhæð en hann vissulega skuldaði. „Nú eru 18 mánuðir síðan ég fór fram á að þessi skítabúlla endurreiknaði ólöglega lánið mitt og endurgreiddi mér þá peninga sem Árni Páll neyddi mig til að borga þeim til viðbótar því sem ég sannanlega skuldaði þeim. Enn bólar ekkert á niðurstöðum og ég fæ ekkert annað en eilífar afsakanir. Slíkt hefur að vísu aldrei dugað mér þegar ég hef skuldað þeim pening.“Fyrstu Airbnb-íbúðunum lokað Fjórum gistheimilum á höfuðborgarsvæðinu var lokað í september í tengslum við rannsókn lögreglunnar og Ríkisskattstjóra á rekstri gistiheimila án tilskilinna réttinda. Um var að ræða íbúðir sem leigðar voru út í gegnum samfélagsmiðla á borð við Airbnb eða Facebook. Fjölmargir Íslendingar hafa íbúðir sínar til leigu á AirBnb og könnuðu lögreglan og Ríkisskattstjóri heimili og íbúðir á höfuðborgarsvæðinu í ágúst og september. Um var að ræða eftirlit með gistileyfum og skattskyldu tekna vegna sölu á gistingu.Strákarnir á Hamborgarafabrikkunni sitja ekki einir að orðinu „fabrikkan“.Vísir/StefánFabrikkan ekki eign Simma og Jóa Áfrýjunarnefnd neytendamála felldi úr gildi ákvörðun Neytendastofu um að banna eiganda veitingarstaðar á Laugarvatni að nefna staðinn sinn Pizzafabrikkuna. Í sumar fékk Neytendastofa bréf frá Nautafélaginu ehf., sem er fyrirtækið sem rekur Hamborgarafabrikkuna, sem innihélt kæru á hendur pítsastaðnum vegna notkunar á auðkenninu Pizzafabrikkan. Nautafélagið er meðal annars í eigu Sigmars Vilhjálmssonar og Jóhannesar Ásbjörnssonar, betur þekktir sem Simmi og Jói. „Þrátt fyrir að orðið fabrikkan komi einnig fyrir í heiti kæranda er auðkennið Pizzafabrikkan í heild sinni nokkuð ólíkt auðkennunum Hamborgarafabrikkan og Fabrikkan. Þá verður ekki framhjá því litið að þrátt fyrir að fyrirtækin starfi bæði í veitingageiranum geta þau vart talist bjóða vöru sína og þjónustu á sama markaði.“
Fréttir ársins 2014 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira