Lánið hækkað um 11 milljónir: „Ég vildi fara öruggu leiðina“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 1. september 2014 12:48 Hér má sjá greiðsluseðilinn sem fer um Facebook. „Í dag ríkir mikill gleðidagur á heimilinu. Lánið okkar sem við tókum hjá íbúðalánasjóði sumarið 2006 upp á 18.000.000 skreið yfir 29.000.000 um þessi mánaðamót. Ég hef samviskusamlega greitt af því 83.437 - 132.365 krónur á mánuði, 96 gjalddaga sem leggst út á um rúmar 11.000.000 sem skemmtilegt nokk er sú upphæð sem lánið mitt hefur hækkað um á þeim 8 árum síðan ég tók það," skrifar Agla Þyrí Kristjánsdóttir á Facebook-síðu. Með færslunni birti hún mynd geriðsluseðli af húsnæðisláninu sínu. Myndin hefur vakið mikla athygli á Facebook; hefur verið deilt rúmlega sjö hundruð sinnum, um 630 manns hafa líkað við myndina og 93 athugasemdir hafa verið ritaðar við hana.Vildi fara öruggu leiðina „Við tókum 18 milljón króna húsnæðislán til 40 ára frá Íbúðarlánasjóði, maður sá að þessi gjaldeyrislán voru eitthvað svo mikil áhætta," segir Agla Þyrí í samtali við Vísi og bætir við: „Ég vildi fara öruggu leiðina," segir hún. Síðast greiðsluseðillinn sem Agla Þýrí borgaði af var sá 97. í röðinni, af 480 slíkum. Hið vísitölutengda lán hefur hækkað talsvert síðan Agla tók það ásamt eiginmanni sínum. Grunnvísitalan þegar lánið var tekið var 261,9 stig, en rúmum átta árum síðar er hún í 422,1 stigi. Greiðslubyrðin hefur farið úr um 83 þúsund krónum í um 132 þúsund krónur á mánuði.Viðbrögðin komu á óvart „Mér datt ekki í hug að þessi færsla myndi vekja svona sterk viðbrögð. Ég hef fengið margar athugasemdir. Einhverjir hafa bent á að virði hússins hafi líka hækkað. En við byggðum á sínum tíma í Bláskógabyggð. Ég bý ekki svo vel að búa í 101, virði hússins hefur haldist nokkuð stöðugt hérna hjá okkur. Allavega er þetta ekkert sem hefur einhver svakaleg áhrif," segir hún og heldur áfram: „Þessi mynd ætti bara að vera ágætis áminning fyrir alla. Þetta húsnæðiskerfi er ekki í lagi. Hvað ætli ég endi með að þurfa að borga fyrir húsið mitt? 120 milljónir?" Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
„Í dag ríkir mikill gleðidagur á heimilinu. Lánið okkar sem við tókum hjá íbúðalánasjóði sumarið 2006 upp á 18.000.000 skreið yfir 29.000.000 um þessi mánaðamót. Ég hef samviskusamlega greitt af því 83.437 - 132.365 krónur á mánuði, 96 gjalddaga sem leggst út á um rúmar 11.000.000 sem skemmtilegt nokk er sú upphæð sem lánið mitt hefur hækkað um á þeim 8 árum síðan ég tók það," skrifar Agla Þyrí Kristjánsdóttir á Facebook-síðu. Með færslunni birti hún mynd geriðsluseðli af húsnæðisláninu sínu. Myndin hefur vakið mikla athygli á Facebook; hefur verið deilt rúmlega sjö hundruð sinnum, um 630 manns hafa líkað við myndina og 93 athugasemdir hafa verið ritaðar við hana.Vildi fara öruggu leiðina „Við tókum 18 milljón króna húsnæðislán til 40 ára frá Íbúðarlánasjóði, maður sá að þessi gjaldeyrislán voru eitthvað svo mikil áhætta," segir Agla Þyrí í samtali við Vísi og bætir við: „Ég vildi fara öruggu leiðina," segir hún. Síðast greiðsluseðillinn sem Agla Þýrí borgaði af var sá 97. í röðinni, af 480 slíkum. Hið vísitölutengda lán hefur hækkað talsvert síðan Agla tók það ásamt eiginmanni sínum. Grunnvísitalan þegar lánið var tekið var 261,9 stig, en rúmum átta árum síðar er hún í 422,1 stigi. Greiðslubyrðin hefur farið úr um 83 þúsund krónum í um 132 þúsund krónur á mánuði.Viðbrögðin komu á óvart „Mér datt ekki í hug að þessi færsla myndi vekja svona sterk viðbrögð. Ég hef fengið margar athugasemdir. Einhverjir hafa bent á að virði hússins hafi líka hækkað. En við byggðum á sínum tíma í Bláskógabyggð. Ég bý ekki svo vel að búa í 101, virði hússins hefur haldist nokkuð stöðugt hérna hjá okkur. Allavega er þetta ekkert sem hefur einhver svakaleg áhrif," segir hún og heldur áfram: „Þessi mynd ætti bara að vera ágætis áminning fyrir alla. Þetta húsnæðiskerfi er ekki í lagi. Hvað ætli ég endi með að þurfa að borga fyrir húsið mitt? 120 milljónir?"
Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira