Hafði ekki hugmynd um að hann ætti fullt af milljónum Kjartan Atli Kjartansson skrifar 13. ágúst 2014 13:00 Eiríkur Jónsson hefur haldið úti vefsíðunni eirikurjonsson.is í á þriðja ár. „Ég hafði ekki hugmynd um að ég ætti allt í einu sautján milljónir,“ segir Eiríkur Jónsson um hlut sinn í vefsíðunni eirikurjonsson.is. Í kvöldfréttum RÚV í gærkvöldi kom fram að sextíu prósenta hlutur í vefsíðunni, sem er í eigu Þorsteins Guðnasonar eins eiganda DV ehf, væri metinn tæpar 26 milljónir króna. Eiríkur á sjálfur fjörutíu prósenta hlut í vefsíðunni og því ætti hans hlutur að vera um 17 milljóna virði og síðan í heild sinni því metin á 43 milljónir króna. Í frétt RÚV kom enn fremur fram að Þorsteinn hafi notað sinn hlut sinn í eirikurjonsson.is til þess að greiða fyrir kaup á hlut í DV ehf. Hlutur Þorsteins í DV kostaði fjórtán milljónir króna og greiddi hann tíu milljónir í reiðufé og hafi hlutur hans í eirikurjonsson.is þá verið metinn á fjórar milljónir króna. Þorsteinn segist svo hafa notað sömu aðferðafræði til þess að reikna út verðmæti eirikurjonsson.is og notuð er til þess að reikna út virði DV.is. Þannig hafi hann fengið út að 60% hlutur sinn væri 26 milljóna króna virði. Það þyrfti þó ekki að endurspegla raunverulegt virði síðunnar.Hægt að reikna allt Í samtali við Vísi segir Eiríkur Jónsson að hægt sé að fá út allar niðurstöður sem menn vilja, þetta fari allt eftir reikniformúlunum. „Þarna eru notaðar sömu reiknikúnstir og notaðar eru til að reikna út virði annarra fjölmiðla. Þetta er sett inn í einhverja formúlu, sem allir nota virðist vera, og þá er þetta niðurstaðan. Ég hef aldrei komið nálægt þessu. Ég veit í raun ekkert meira um þetta.“ Hann bætir við: „Það er hægt að reikna allan andskotann. Það er hægt að reikna ríkisbúskapinn alveg upp úr öllu valdi. Það fer bara eftir því hvernig menn reikna. Ég veit ekkert um hvernig menn gerðu það. Ég hef aldrei reiknað þetta út.“ Eiríkur hafði ekki áður heyrt að sextíu prósenta hlutur í síðunni væri 26 milljóna króna virði. „Nei,nei ég hef aldrei heyrt þetta. Enda eru það einhverjir aðilar úti í bæ sem eiga þetta og þetta er matið á því. Þannig að þau fjörutíu prósent sem ég á eftir eru þá sautján milljóna króna virði,“ segir hann. Vísir sagði frá því í mars fyrir tveimur árum að vefur Eiríks væri kominn í loftið. Þá sagði fjölmiðlamaðurinn reyndi: „Þetta er nýr vefur sem byggir á löngum ferli mínum. Ég hef verið að blogga á Eyjunni með 35 til 40 þúsund lesendur á viku og þetta byggir á því. En það verður meira á síðunni og þetta verður nýstárlega sett upp." Þá kom fram að fjársterkir aðilar hefðu komið að stofnun hlutafélagsins Eiríkur Jónsson ehf. Þessir aðilar fengu sextíu prósenta hlut í hlutafélaginu og hélt Eiríkur eftir fjörutíu prósentum. Eiríkur bætir því nú við að hlutur hans í vefnum sé til sölu á sautján. „Hann er til sölu. Verður seldur alveg á staðnum fyrir þessa upphæð.“ Uppfært klukkan 14:01:Upphaflega stóð að 60% hlutur Þorsteins Guðnasonar hafi verið metinn á 43 milljónir, en það rétta er að vefsíðan í heild sinni var metin á þá upphæð. Þannig skiptast 43 milljónirnar sem vefsíðan er metin á (út frá ákveðnum forsendum) á milli félags í eigu Þorsteins annars vegar (26 milljónir) og Eiríks Jónssonar hins vegar (17 milljónir). Haft var samband við Eirík Jónsson og fréttinni breytt til að leiðrétta þennan misskilning. Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira
„Ég hafði ekki hugmynd um að ég ætti allt í einu sautján milljónir,“ segir Eiríkur Jónsson um hlut sinn í vefsíðunni eirikurjonsson.is. Í kvöldfréttum RÚV í gærkvöldi kom fram að sextíu prósenta hlutur í vefsíðunni, sem er í eigu Þorsteins Guðnasonar eins eiganda DV ehf, væri metinn tæpar 26 milljónir króna. Eiríkur á sjálfur fjörutíu prósenta hlut í vefsíðunni og því ætti hans hlutur að vera um 17 milljóna virði og síðan í heild sinni því metin á 43 milljónir króna. Í frétt RÚV kom enn fremur fram að Þorsteinn hafi notað sinn hlut sinn í eirikurjonsson.is til þess að greiða fyrir kaup á hlut í DV ehf. Hlutur Þorsteins í DV kostaði fjórtán milljónir króna og greiddi hann tíu milljónir í reiðufé og hafi hlutur hans í eirikurjonsson.is þá verið metinn á fjórar milljónir króna. Þorsteinn segist svo hafa notað sömu aðferðafræði til þess að reikna út verðmæti eirikurjonsson.is og notuð er til þess að reikna út virði DV.is. Þannig hafi hann fengið út að 60% hlutur sinn væri 26 milljóna króna virði. Það þyrfti þó ekki að endurspegla raunverulegt virði síðunnar.Hægt að reikna allt Í samtali við Vísi segir Eiríkur Jónsson að hægt sé að fá út allar niðurstöður sem menn vilja, þetta fari allt eftir reikniformúlunum. „Þarna eru notaðar sömu reiknikúnstir og notaðar eru til að reikna út virði annarra fjölmiðla. Þetta er sett inn í einhverja formúlu, sem allir nota virðist vera, og þá er þetta niðurstaðan. Ég hef aldrei komið nálægt þessu. Ég veit í raun ekkert meira um þetta.“ Hann bætir við: „Það er hægt að reikna allan andskotann. Það er hægt að reikna ríkisbúskapinn alveg upp úr öllu valdi. Það fer bara eftir því hvernig menn reikna. Ég veit ekkert um hvernig menn gerðu það. Ég hef aldrei reiknað þetta út.“ Eiríkur hafði ekki áður heyrt að sextíu prósenta hlutur í síðunni væri 26 milljóna króna virði. „Nei,nei ég hef aldrei heyrt þetta. Enda eru það einhverjir aðilar úti í bæ sem eiga þetta og þetta er matið á því. Þannig að þau fjörutíu prósent sem ég á eftir eru þá sautján milljóna króna virði,“ segir hann. Vísir sagði frá því í mars fyrir tveimur árum að vefur Eiríks væri kominn í loftið. Þá sagði fjölmiðlamaðurinn reyndi: „Þetta er nýr vefur sem byggir á löngum ferli mínum. Ég hef verið að blogga á Eyjunni með 35 til 40 þúsund lesendur á viku og þetta byggir á því. En það verður meira á síðunni og þetta verður nýstárlega sett upp." Þá kom fram að fjársterkir aðilar hefðu komið að stofnun hlutafélagsins Eiríkur Jónsson ehf. Þessir aðilar fengu sextíu prósenta hlut í hlutafélaginu og hélt Eiríkur eftir fjörutíu prósentum. Eiríkur bætir því nú við að hlutur hans í vefnum sé til sölu á sautján. „Hann er til sölu. Verður seldur alveg á staðnum fyrir þessa upphæð.“ Uppfært klukkan 14:01:Upphaflega stóð að 60% hlutur Þorsteins Guðnasonar hafi verið metinn á 43 milljónir, en það rétta er að vefsíðan í heild sinni var metin á þá upphæð. Þannig skiptast 43 milljónirnar sem vefsíðan er metin á (út frá ákveðnum forsendum) á milli félags í eigu Þorsteins annars vegar (26 milljónir) og Eiríks Jónssonar hins vegar (17 milljónir). Haft var samband við Eirík Jónsson og fréttinni breytt til að leiðrétta þennan misskilning.
Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira