Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - ÍBV 25-23 | Stjarnan jafnaði ÍBV að stigum Ingvi Þór Sæmundsson í TM-höllinni skrifar 22. nóvember 2014 00:01 vísir/valli Stjarnan vann tveggja marka sigur, 25-23, á ÍBV í 10. umferð Olís-deildar kvenna í handbolta í TM-höllinni í dag. Með sigrinum jafnaði Stjarnan ÍBV að stigum, en bæði lið eru nú með 18 stig í deildinni. Bæði lið spiluðu mjög hraðan bolta í dag og keyrðu fram í hraðaupphlaup við hvert tækifæri. Framan af réðu Eyjakonur betur við hraðann í leiknum og eftir níu mínútur var staðan 2-6, gestunum í vil. Dröfn Haraldsdóttir, markvörður ÍBV, fór á kostum á upphafsmínútum leiksins og varði allt hvað af tók. Hún varði alls 13 skot í fyrri hálfleik, eða tæpan helming af þeim skotum sem hún fékk á sig. Stjörnukonur voru reyndar sjálfum sér verstar í byrjun leiks, tóku mörg illa ígrunduð skot og vörnin opnaðist trekk í trekk. En þær náðu fljótlega áttum og jöfnuðu í 7-7. Þá komu þrjú Eyjamörk í röð, tvö þeirra frá línumanninum Telmu Silva Amado sem spilaði mjög vel í dag og skoraði sjö mörk. Í stöðunni 7-10 setti svo Florentina Stanciu í lás. Landsliðsmarkvörðurinn sýndi frábæra takta og varði frá leikmönnum ÍBV úr öllum mögulegum færum, þar af 4-5 sinnum úr galopnum færum í hraðaupphlaupum. Florentina endaði fyrri hálfleikinn með 17 varin skot og varði alls 59% af þeim skotum sem hún fékk á sig! Stórleikur Florentinu smitaði út frá sér, sóknarleikur Stjörnunnar batnaði sem og varnarleikurinn og heimakonur breyttu stöðunni úr 7-10 í 14-12 á síðustu 13 mínútum fyrri hálfleiks. Það hægðist aðeins á leiknum í seinni hálfleik, en spennan var í algleymingi. Sóknarleikur ÍBV var helst til of einhæfur í seinni hálfleik, en mikið mæddi á Esther Óskarsdóttur og Telmu Amado, sérstaklega í ljósi þess að Vera Lopes náði sér ekki á strik. Ester var markahæst í liði ÍBV með átta mörk, en Telma kom næst með sjö, eins og áður sagði. Florentina hélt áfram að reynast Eyjakonum erfið í seinni hálfleik og hennar framlag vóg þungt á metunum þegar uppi var staðið. Esther Viktoría Ragnarsdóttir átti sömuleiðis afbragðs leik og var gríðarlega mikilvæg undir lokin. Esther skoraði þrjú af síðustu fimm mörkum Stjörnunnar sem vann að lokum tveggja marka sigur, 25-23. Esther var markahæst í liði Garðbæinga með sex mörk, en Helena Rut Örvarsdóttir kom næst með fjögur mörk. Florentina átti, eins og margoft hefur komið fram, magnaðan leik í markinu og varði alls 26 skot.Esther: Florentina gerði gæfumuninn Esther Viktoría Ragnarsdóttir átti flottan leik fyrir Stjörnuna í 25-23 sigri á ÍBV í Olís-deild kvenna í dag. Esther skoraði alls sex mörk í leiknum, þar af þrjú af síðustu fimm mörkum Garðbæinga. Hún var að vonum sátt í leikslok. „Ég er ótrúlega ánægð með hvað liðið kom sterkt til baka eftir marga slæma kafla í leiknum. „Við þurftum auðvitað að hefna fyrir tapið í bikarnum sem var mjög sárt og við komum mjög ákveðnar til leiks í dag,“ sagði Esther en ÍBV vann ótrúlegan sigur á Stjörnunni í Coca-Cola bikarnum fyrir rúmri viku. Esther sagði tapið í þeim leik hafa elft liðið í dag frekar en hitt. „Ég held að það hafi frekar gefið okkur aukakraft. Við vildum alls ekki láta þetta koma fyrir aftur.“ Florentina Stanciu átti frábæran leik í marki Stjörnunnar og Esther var að vonum sátt með frammistöðu liðsfélaga síns. „Hún gerði gæfumuninn og það er ekki leiðinlegt að spila með svona frábæran karakter fyrir aftan sig. Hún er frábær innan vallar sem utan,“ sagði Esther að lokum.Jón Gunnlaugur: Heilt yfir ánægður Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari ÍBV, var ánægður með sitt lið þrátt fyrir tveggja marka tap gegn Stjörnunni í TM-höllinni í dag. ÍBV byrjaði leikinn mjög vel, en um miðjan fyrri hálfleik kom góður kafli hjá Stjörnunni. En hvað fannst Jóni fara úrskeiðis á þeim kafla? „Við leystum annað tempóið hjá þeim illa. Þær keyrðu í bakið á okkur og við vorum hægar til baka. „Við byrjuðum leikinn frábærlega og stelpurnar spiluðu yfirhöfuð vel. Þetta var flottur handboltaleikur sem var gaman að horfa á,“ sagði Jón. Markverðir liðanna, Florentina Stanciu hjá Stjörnunni og Dröfn Haraldsdóttir, spiluðu gríðarlega vel í dag og voru í raun í aðalhlutverki. Jón tók undir það. „Markverðirnir voru báðir með í kringum 20 skot varin. Dröfn var alveg frábær í fyrri hálfleik, en þrátt fyrir það vorum við tveimur mörkum undir sem var ekki nógu gott.“ Jón tók einnig undir það að of fáir leikmenn ÍBV hafi tekið ábyrgð í sókninni í seinni hálfleik. „Telma (Amado) var mjög góð líkt og Esther, en Vera (Lopes) átti slæman dag eins og í bikarleiknum. En hún kemur til baka. „Það vantaði kannski að 1-2 leikmenn hefðu stigið upp til viðbótar, en heilt yfir er ég mjög ánægður með leikinn,“ sagði Jón að lokum. Olís-deild kvenna Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Fleiri fréttir Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Sjá meira
Stjarnan vann tveggja marka sigur, 25-23, á ÍBV í 10. umferð Olís-deildar kvenna í handbolta í TM-höllinni í dag. Með sigrinum jafnaði Stjarnan ÍBV að stigum, en bæði lið eru nú með 18 stig í deildinni. Bæði lið spiluðu mjög hraðan bolta í dag og keyrðu fram í hraðaupphlaup við hvert tækifæri. Framan af réðu Eyjakonur betur við hraðann í leiknum og eftir níu mínútur var staðan 2-6, gestunum í vil. Dröfn Haraldsdóttir, markvörður ÍBV, fór á kostum á upphafsmínútum leiksins og varði allt hvað af tók. Hún varði alls 13 skot í fyrri hálfleik, eða tæpan helming af þeim skotum sem hún fékk á sig. Stjörnukonur voru reyndar sjálfum sér verstar í byrjun leiks, tóku mörg illa ígrunduð skot og vörnin opnaðist trekk í trekk. En þær náðu fljótlega áttum og jöfnuðu í 7-7. Þá komu þrjú Eyjamörk í röð, tvö þeirra frá línumanninum Telmu Silva Amado sem spilaði mjög vel í dag og skoraði sjö mörk. Í stöðunni 7-10 setti svo Florentina Stanciu í lás. Landsliðsmarkvörðurinn sýndi frábæra takta og varði frá leikmönnum ÍBV úr öllum mögulegum færum, þar af 4-5 sinnum úr galopnum færum í hraðaupphlaupum. Florentina endaði fyrri hálfleikinn með 17 varin skot og varði alls 59% af þeim skotum sem hún fékk á sig! Stórleikur Florentinu smitaði út frá sér, sóknarleikur Stjörnunnar batnaði sem og varnarleikurinn og heimakonur breyttu stöðunni úr 7-10 í 14-12 á síðustu 13 mínútum fyrri hálfleiks. Það hægðist aðeins á leiknum í seinni hálfleik, en spennan var í algleymingi. Sóknarleikur ÍBV var helst til of einhæfur í seinni hálfleik, en mikið mæddi á Esther Óskarsdóttur og Telmu Amado, sérstaklega í ljósi þess að Vera Lopes náði sér ekki á strik. Ester var markahæst í liði ÍBV með átta mörk, en Telma kom næst með sjö, eins og áður sagði. Florentina hélt áfram að reynast Eyjakonum erfið í seinni hálfleik og hennar framlag vóg þungt á metunum þegar uppi var staðið. Esther Viktoría Ragnarsdóttir átti sömuleiðis afbragðs leik og var gríðarlega mikilvæg undir lokin. Esther skoraði þrjú af síðustu fimm mörkum Stjörnunnar sem vann að lokum tveggja marka sigur, 25-23. Esther var markahæst í liði Garðbæinga með sex mörk, en Helena Rut Örvarsdóttir kom næst með fjögur mörk. Florentina átti, eins og margoft hefur komið fram, magnaðan leik í markinu og varði alls 26 skot.Esther: Florentina gerði gæfumuninn Esther Viktoría Ragnarsdóttir átti flottan leik fyrir Stjörnuna í 25-23 sigri á ÍBV í Olís-deild kvenna í dag. Esther skoraði alls sex mörk í leiknum, þar af þrjú af síðustu fimm mörkum Garðbæinga. Hún var að vonum sátt í leikslok. „Ég er ótrúlega ánægð með hvað liðið kom sterkt til baka eftir marga slæma kafla í leiknum. „Við þurftum auðvitað að hefna fyrir tapið í bikarnum sem var mjög sárt og við komum mjög ákveðnar til leiks í dag,“ sagði Esther en ÍBV vann ótrúlegan sigur á Stjörnunni í Coca-Cola bikarnum fyrir rúmri viku. Esther sagði tapið í þeim leik hafa elft liðið í dag frekar en hitt. „Ég held að það hafi frekar gefið okkur aukakraft. Við vildum alls ekki láta þetta koma fyrir aftur.“ Florentina Stanciu átti frábæran leik í marki Stjörnunnar og Esther var að vonum sátt með frammistöðu liðsfélaga síns. „Hún gerði gæfumuninn og það er ekki leiðinlegt að spila með svona frábæran karakter fyrir aftan sig. Hún er frábær innan vallar sem utan,“ sagði Esther að lokum.Jón Gunnlaugur: Heilt yfir ánægður Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari ÍBV, var ánægður með sitt lið þrátt fyrir tveggja marka tap gegn Stjörnunni í TM-höllinni í dag. ÍBV byrjaði leikinn mjög vel, en um miðjan fyrri hálfleik kom góður kafli hjá Stjörnunni. En hvað fannst Jóni fara úrskeiðis á þeim kafla? „Við leystum annað tempóið hjá þeim illa. Þær keyrðu í bakið á okkur og við vorum hægar til baka. „Við byrjuðum leikinn frábærlega og stelpurnar spiluðu yfirhöfuð vel. Þetta var flottur handboltaleikur sem var gaman að horfa á,“ sagði Jón. Markverðir liðanna, Florentina Stanciu hjá Stjörnunni og Dröfn Haraldsdóttir, spiluðu gríðarlega vel í dag og voru í raun í aðalhlutverki. Jón tók undir það. „Markverðirnir voru báðir með í kringum 20 skot varin. Dröfn var alveg frábær í fyrri hálfleik, en þrátt fyrir það vorum við tveimur mörkum undir sem var ekki nógu gott.“ Jón tók einnig undir það að of fáir leikmenn ÍBV hafi tekið ábyrgð í sókninni í seinni hálfleik. „Telma (Amado) var mjög góð líkt og Esther, en Vera (Lopes) átti slæman dag eins og í bikarleiknum. En hún kemur til baka. „Það vantaði kannski að 1-2 leikmenn hefðu stigið upp til viðbótar, en heilt yfir er ég mjög ánægður með leikinn,“ sagði Jón að lokum.
Olís-deild kvenna Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Fleiri fréttir Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Sjá meira