Sjö milljarða vextir sparast við að hraða fjármögnun skuldaniðurfærslunnar Aðalsteinn Kjartansson skrifar 11. nóvember 2014 15:06 Bjarni sagði að batnandi staða ríkissjóðs sem birtist í ár muni að einhverju leiti fylgja okkur inn í næsta ár. Vísir Sjö milljarða vaxtakostnaður sparast við að flýta aðgerðum ríkisstjórnarinnar er varða skuldaniðurfærslu verðtryggðra fasteignaveðlána. Ákvörðun um að hraða fjármögnun aðgerðanna um rúmt ár var kynnt í gær. Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Stjórnvöld ætla að tvöfalda fjárframlag sitt til aðgerðanna í ár frá því sem áður hafði verið samþykkt og greiða 40 milljarða króna til skuldaniðurfærslunnar. Það er hægt vegna arðgreiðslu Landsbanka Íslands upp á tæpa 20 milljarða króna og hærri arðgreiðslu frá seðlabankanum en gert var ráð fyrir. Milljarðarnir sjö nýtast þess í stað í skuldaniðurfærsluna sjálfa og skila því fleiri krónur sér í höfuðstólslækkkun en annars hefði gert. Milljarðarnir sem sparast í vaxtagreiðslur hefðu annars farið til kröfuhafa.Guðmundur hefur velt því upp af hverju óvænt svigrúm sem myndaðist hjá ríkissjóði á árinu sé ekki nýtt í innviðauppbyggingu.VísirStjórnarandstaðan hefur gagnrýnt þetta og hefur Guðmundur Steingrímsson, sem var málshefjandi umræðunnar, velt því upp hvort nýta hefði ekki átt þetta svigrúm til verkefna á borð við að bæta heilbrigðis- eða samgöngukerfið. Bjarni sagði að það svigrúm kæmi væntanlega seinna. „Kom til greina að nota fjármunina í annað? Auðvitað erum við að skoða öll þessi verkefni sem eru nefnd hér,“ sagði Bjarni í þinginu. „Batnandi hagur ríkissjóðs sem birtist okkur á þessu ári mun að einhverju leiti fylgja okkur inn í næsta ár. Það svigrúm verður notað í þá innviðauppbyggingu sem háttvirtur þingmaður er hér að spyrja um.“ Alþingi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
Sjö milljarða vaxtakostnaður sparast við að flýta aðgerðum ríkisstjórnarinnar er varða skuldaniðurfærslu verðtryggðra fasteignaveðlána. Ákvörðun um að hraða fjármögnun aðgerðanna um rúmt ár var kynnt í gær. Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Stjórnvöld ætla að tvöfalda fjárframlag sitt til aðgerðanna í ár frá því sem áður hafði verið samþykkt og greiða 40 milljarða króna til skuldaniðurfærslunnar. Það er hægt vegna arðgreiðslu Landsbanka Íslands upp á tæpa 20 milljarða króna og hærri arðgreiðslu frá seðlabankanum en gert var ráð fyrir. Milljarðarnir sjö nýtast þess í stað í skuldaniðurfærsluna sjálfa og skila því fleiri krónur sér í höfuðstólslækkkun en annars hefði gert. Milljarðarnir sem sparast í vaxtagreiðslur hefðu annars farið til kröfuhafa.Guðmundur hefur velt því upp af hverju óvænt svigrúm sem myndaðist hjá ríkissjóði á árinu sé ekki nýtt í innviðauppbyggingu.VísirStjórnarandstaðan hefur gagnrýnt þetta og hefur Guðmundur Steingrímsson, sem var málshefjandi umræðunnar, velt því upp hvort nýta hefði ekki átt þetta svigrúm til verkefna á borð við að bæta heilbrigðis- eða samgöngukerfið. Bjarni sagði að það svigrúm kæmi væntanlega seinna. „Kom til greina að nota fjármunina í annað? Auðvitað erum við að skoða öll þessi verkefni sem eru nefnd hér,“ sagði Bjarni í þinginu. „Batnandi hagur ríkissjóðs sem birtist okkur á þessu ári mun að einhverju leiti fylgja okkur inn í næsta ár. Það svigrúm verður notað í þá innviðauppbyggingu sem háttvirtur þingmaður er hér að spyrja um.“
Alþingi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira