Pétur Blöndal verulega ósáttur við Öryrkjabandalagið Aðalsteinn Kjartansson skrifar 19. nóvember 2014 15:45 Pétur sagði að sér væri misboðið. Vísir / GVA Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks, er allt annað en sáttur við auglýsingar Öryrkjabandalags Íslands þar sem myndskeið af fundi sem hann sat er notað og ýjað að því að hann hafi ekki satt sagt á fundinum. Pétur ræddi málið á þingi í morgun þar sem hann furðaði sig á því að samtökin notuðu milljónir til að sverta mannorð sitt.Ómálefnaleg gagnrýni „Á dögunum birtist einstæð auglýsing félagasamtaka, það er að segja Öryrkjabandalagsins, sem hafði það markmið að sverta ákveðna stjórnmálamenn, það er að segja mig og háttvirtan þingmann Vigdísi Hauksdóttur. Þau nota til þess milljónatugi,“ sagði Pétur í umræðum um störf þingsins. Hann sagði að auglýsingin um sig væri í engu málefnaleg. „Ég kvarta ekki undan málefnalegri gagnrýni en ekkert er málefnalegt við þessa auglýsingu og ég spyr háttvirta þingmenn: Eru þetta vinnubrögð sem við viljum sjá? Að félagasamtök noti milljónir til að sverta þingmenn,“ sagði hann. Honum sagðist vera misboðið. „Það sæmir ekki Öryrkjabandalaginu að nota sér erfiðleika fólks í veikindum, klippa í sundur setningar og nota myndskeið án leyfis til að klekkja af fólki, hafa af því æruna og vega að trúverðugleika þess,“ sagði hann.Hefur vonandi ekki áhrif Pétur sagðist hafa barist fyrir því í tvo áratugi að tekið yrði upp starfskyldumat í stað örorkumats og að hann hefði starfað í þremur nefndum sem barist höfðu fyrir þessu. Þar af einni sem væri enn starfandi og hann væri formaður í. „Ég mun reyna að láta þetta atvik ekki hafa áhrif á störf mín og leita áfram að lausnum sem gagnast munu öryrkjum og öldruðum en óneitanlega verður það eitthvað erfiðara,“ sagði hann í ræðunni.Vigdís Hauksdóttir þingkona.Vísir / DaníelFurðar sig á fundarboði Öryrkjabandalagið hefur í auglýsingum sínum einnig beint spjótunum að Vigdísi Hauksdóttur, þingkonu Framsóknar og formanns fjárlaganefndar. Hún furðaði sig á auglýsingunum á Facebook-síðu sinni í gær þar sem hún talaði um að Öryrkjabandalagið stæði í áhlaupi á hana og Pétur. „Mér finnst kaldhæðnislegt að vera boðið á ráðstefnu Öryrkjabandalagsins - þegar áhlaup stendur yfir í fjölmiðlum í auglýsingum frá þeim - á mig og Pétur Blöndal,“ skrifaði hún. „Bandalagið getur pönkast á mér ef það fær eitthvað út úr því - en að ráðast svona á vin minn og félaga heiðursmanninn Pétur Blöndal er langt - langt fyrir neðan beltisstað - er ALLT leyfilegt í dag?“ Alþingi Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks, er allt annað en sáttur við auglýsingar Öryrkjabandalags Íslands þar sem myndskeið af fundi sem hann sat er notað og ýjað að því að hann hafi ekki satt sagt á fundinum. Pétur ræddi málið á þingi í morgun þar sem hann furðaði sig á því að samtökin notuðu milljónir til að sverta mannorð sitt.Ómálefnaleg gagnrýni „Á dögunum birtist einstæð auglýsing félagasamtaka, það er að segja Öryrkjabandalagsins, sem hafði það markmið að sverta ákveðna stjórnmálamenn, það er að segja mig og háttvirtan þingmann Vigdísi Hauksdóttur. Þau nota til þess milljónatugi,“ sagði Pétur í umræðum um störf þingsins. Hann sagði að auglýsingin um sig væri í engu málefnaleg. „Ég kvarta ekki undan málefnalegri gagnrýni en ekkert er málefnalegt við þessa auglýsingu og ég spyr háttvirta þingmenn: Eru þetta vinnubrögð sem við viljum sjá? Að félagasamtök noti milljónir til að sverta þingmenn,“ sagði hann. Honum sagðist vera misboðið. „Það sæmir ekki Öryrkjabandalaginu að nota sér erfiðleika fólks í veikindum, klippa í sundur setningar og nota myndskeið án leyfis til að klekkja af fólki, hafa af því æruna og vega að trúverðugleika þess,“ sagði hann.Hefur vonandi ekki áhrif Pétur sagðist hafa barist fyrir því í tvo áratugi að tekið yrði upp starfskyldumat í stað örorkumats og að hann hefði starfað í þremur nefndum sem barist höfðu fyrir þessu. Þar af einni sem væri enn starfandi og hann væri formaður í. „Ég mun reyna að láta þetta atvik ekki hafa áhrif á störf mín og leita áfram að lausnum sem gagnast munu öryrkjum og öldruðum en óneitanlega verður það eitthvað erfiðara,“ sagði hann í ræðunni.Vigdís Hauksdóttir þingkona.Vísir / DaníelFurðar sig á fundarboði Öryrkjabandalagið hefur í auglýsingum sínum einnig beint spjótunum að Vigdísi Hauksdóttur, þingkonu Framsóknar og formanns fjárlaganefndar. Hún furðaði sig á auglýsingunum á Facebook-síðu sinni í gær þar sem hún talaði um að Öryrkjabandalagið stæði í áhlaupi á hana og Pétur. „Mér finnst kaldhæðnislegt að vera boðið á ráðstefnu Öryrkjabandalagsins - þegar áhlaup stendur yfir í fjölmiðlum í auglýsingum frá þeim - á mig og Pétur Blöndal,“ skrifaði hún. „Bandalagið getur pönkast á mér ef það fær eitthvað út úr því - en að ráðast svona á vin minn og félaga heiðursmanninn Pétur Blöndal er langt - langt fyrir neðan beltisstað - er ALLT leyfilegt í dag?“
Alþingi Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent