Davíð Þór: Óli fær að lyfta bikarnum í friði Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. október 2014 16:45 Davíð stýrir umferðinni á miðju FH-inga. Vísir/Vilhelm Davíð Þór Viðarsson þekkir þá tilfinningu vel að lyfta bikarnum eftir að hafa orðið Íslandsmeistari með FH. En eftir að hann sneri aftur heim eftir árin í atvinnumennsku er hann nú varafyrirliði fyrir Ólaf Pál Snorrason. „Ef við vinnum leikinn, sem ég vona sannarlega að gerist, þá mun ég láta Óla alfarið um að sinna skylduverkunum í bikarafhendingunni,“ sagði Davíð Þór við Vísi fyrir æfingu FH-inga í Kaplakrika í gær. „Það er auðvitað mikil tilhlökkun í hópnum. Ég er í hópi reynslumeiri leikmanna liðsins og maður finnur því fyrir ábyrgðinni, auk þess sem ég spila þannig stöðu á vellinum að það mæðir mikið á manni.“ „En þetta finnst mér skemmtilegt og ég get ekki beðið eftir að laugardagurinn renni upp,“ sagði hann.Davíð með Bjarna bróður sínum eftir leik með U-21 landsliðinu gegn Svíþjóð árið 2005.Davíð Þór varð þrítugur fyrr á þessu ári en hann er kominn af mikilli FH-fjölskyldu. Faðir hans er formaður félagsins og föðurbróðir formaður knattspyrnudeildarinnar. Bræður hans, Arnar Þór og Bjarni Þór, eru atvinnumenn og fyrrum leikmenn FH. Jón Ragnar Jónsson, liðsfélagi Davíðs, er svo frændi hans. „Ég veit að pabbi minn er stressaðri en ég þessa dagana. Bræður mínir komast reyndar ekki á leikinn en ég veit að þeir muna fylgjast mjög vel með,“ sagði hann.Frændurnir Jón Ragnar og Davíð Þór ræða við þjálfara FH.Vísir/Andri MarinóDavíð Þór, sem lék með Öster í Svíþjóð og Vejle í Danmörku frá 2010 til 2013, sér ekki eftir því að hafa snúið aftur heim til Íslands þó svo að honum hafi staðið til boða að halda áfram í atvinnumennskunni. „Ég sé ekki eftir því að hafa komið heim, sérstaklega þegar maður fær tækifæri til að spila í leik eins og þessum. Ég er uppalinn hér á Kaplakrika og að fá að spila úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn á pakkfullum velli er gjörsamlega magnað fyrir uppalinn FH-ing eins og mig.“ Hann veit vel hvað FH-ingar þurfa að gera á morgun. „Við þurfum að vera þéttir fyrir eins og við höfum verið í allt sumar. Við höfum fengið fá mörk á okkur og til að ná góðum úrslitum verðum við að spila góðan varnarleik.“ „Svo þurfum við að láta boltann ganga á milli manna, fá góða hreyfingu á liðið og nýta færin okkar.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Davíð Þór bestur í lokaumferðunum Davíð Þór Viðarsson hjá FH var í dag kjörinn besti leikmaður lokaumferðanna í Landsbankadeild karla í knattspyrnu. 30. september 2008 13:32 Heimir og Davíð Þór bestir Landsbankadeildin í ár var gerð upp í þættinum Landsbankamörkin á Stöð 2 Sport í kvöld. Tómas Ingi Tómasson og Magnús Gylfason, sérfræðingar stöðvarinnar, tóku þá saman það sem stóð upp úr að sínu mati. 29. september 2008 21:05 Davíð Þór semur við FH til 2015 Miðjumaðurinn Davíð Þór Viðarsson er genginn í raðir FH frá Vejle í Danmörku. Þetta kemur fram á félagaskiptavef KSÍ. 31. júlí 2013 13:26 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Fleiri fréttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Sjá meira
Davíð Þór Viðarsson þekkir þá tilfinningu vel að lyfta bikarnum eftir að hafa orðið Íslandsmeistari með FH. En eftir að hann sneri aftur heim eftir árin í atvinnumennsku er hann nú varafyrirliði fyrir Ólaf Pál Snorrason. „Ef við vinnum leikinn, sem ég vona sannarlega að gerist, þá mun ég láta Óla alfarið um að sinna skylduverkunum í bikarafhendingunni,“ sagði Davíð Þór við Vísi fyrir æfingu FH-inga í Kaplakrika í gær. „Það er auðvitað mikil tilhlökkun í hópnum. Ég er í hópi reynslumeiri leikmanna liðsins og maður finnur því fyrir ábyrgðinni, auk þess sem ég spila þannig stöðu á vellinum að það mæðir mikið á manni.“ „En þetta finnst mér skemmtilegt og ég get ekki beðið eftir að laugardagurinn renni upp,“ sagði hann.Davíð með Bjarna bróður sínum eftir leik með U-21 landsliðinu gegn Svíþjóð árið 2005.Davíð Þór varð þrítugur fyrr á þessu ári en hann er kominn af mikilli FH-fjölskyldu. Faðir hans er formaður félagsins og föðurbróðir formaður knattspyrnudeildarinnar. Bræður hans, Arnar Þór og Bjarni Þór, eru atvinnumenn og fyrrum leikmenn FH. Jón Ragnar Jónsson, liðsfélagi Davíðs, er svo frændi hans. „Ég veit að pabbi minn er stressaðri en ég þessa dagana. Bræður mínir komast reyndar ekki á leikinn en ég veit að þeir muna fylgjast mjög vel með,“ sagði hann.Frændurnir Jón Ragnar og Davíð Þór ræða við þjálfara FH.Vísir/Andri MarinóDavíð Þór, sem lék með Öster í Svíþjóð og Vejle í Danmörku frá 2010 til 2013, sér ekki eftir því að hafa snúið aftur heim til Íslands þó svo að honum hafi staðið til boða að halda áfram í atvinnumennskunni. „Ég sé ekki eftir því að hafa komið heim, sérstaklega þegar maður fær tækifæri til að spila í leik eins og þessum. Ég er uppalinn hér á Kaplakrika og að fá að spila úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn á pakkfullum velli er gjörsamlega magnað fyrir uppalinn FH-ing eins og mig.“ Hann veit vel hvað FH-ingar þurfa að gera á morgun. „Við þurfum að vera þéttir fyrir eins og við höfum verið í allt sumar. Við höfum fengið fá mörk á okkur og til að ná góðum úrslitum verðum við að spila góðan varnarleik.“ „Svo þurfum við að láta boltann ganga á milli manna, fá góða hreyfingu á liðið og nýta færin okkar.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Davíð Þór bestur í lokaumferðunum Davíð Þór Viðarsson hjá FH var í dag kjörinn besti leikmaður lokaumferðanna í Landsbankadeild karla í knattspyrnu. 30. september 2008 13:32 Heimir og Davíð Þór bestir Landsbankadeildin í ár var gerð upp í þættinum Landsbankamörkin á Stöð 2 Sport í kvöld. Tómas Ingi Tómasson og Magnús Gylfason, sérfræðingar stöðvarinnar, tóku þá saman það sem stóð upp úr að sínu mati. 29. september 2008 21:05 Davíð Þór semur við FH til 2015 Miðjumaðurinn Davíð Þór Viðarsson er genginn í raðir FH frá Vejle í Danmörku. Þetta kemur fram á félagaskiptavef KSÍ. 31. júlí 2013 13:26 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Fleiri fréttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Sjá meira
Davíð Þór bestur í lokaumferðunum Davíð Þór Viðarsson hjá FH var í dag kjörinn besti leikmaður lokaumferðanna í Landsbankadeild karla í knattspyrnu. 30. september 2008 13:32
Heimir og Davíð Þór bestir Landsbankadeildin í ár var gerð upp í þættinum Landsbankamörkin á Stöð 2 Sport í kvöld. Tómas Ingi Tómasson og Magnús Gylfason, sérfræðingar stöðvarinnar, tóku þá saman það sem stóð upp úr að sínu mati. 29. september 2008 21:05
Davíð Þór semur við FH til 2015 Miðjumaðurinn Davíð Þór Viðarsson er genginn í raðir FH frá Vejle í Danmörku. Þetta kemur fram á félagaskiptavef KSÍ. 31. júlí 2013 13:26