Íslenski boltinn

Ungur Valsmaður spilaði með FCK

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Darri Sigþórsson, nr 5, í landsleik með U17.
Darri Sigþórsson, nr 5, í landsleik með U17. Mynd/uefa
Darri Sigþórsson, 17 ára gamall leikmaður Vals, spilaði seinni hálfleikinn með danska stórliðinu FCK á móti Horsens í Kaupmannahöfn í dag.

Þetta er í þriðja skiptið sem Darri fer til reynslu hjá FCK, en á morgun fer hann svo í æfingaferð með liðinu til Austuríkis.

Darri er fæddur 1995 og er fyrirliði U17 ára landsliðs Íslands. Hann á að baki níu leiki með U17 ára liðinu og eitt mark og þrjá leiki með U16 ára landsliðinu.

Hann kom við sögu hjá Val í Reykjavíkurmótinu í byrjun árs en hefur ekki fengið tækifæri í leikmannahóp liðsins í Pepsi-deildinni í sumar.

Franco Mussis skoraði eina markið í 1-0 sigri FCK í dag. Landsliðsmaðurinn RúrikGíslason byrjaði seinni hálfleikinn en þurfti frá að hverfa í honum vegna meiðsla. Hann varð fyrir tæklingu og haltraði eftir hana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×