Oddvitaáskorunin - Kominn tími á breytingar í Hafnarfirði 26. maí 2014 09:55 Klónuð kona í kosningabaráttu. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Rósa Guðbjartsdóttir leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Rósa er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Hún hefur setið í bæjarstjórn Hafnarfjarðar síðastliðin átta ár, setið í bæjarráði, fræðsluráði og skipulags- og byggingarráði og var auk þess varaþingmaður í Suðvestur-kjördæmi um nokkurra ára skeið. Rósa er stjórnmálafræðingur að mennt, starfaði um langt árabil við fréttamennsku og fjölmiðla, var framkvæmdastjóri Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna um fimm ára skeið en hefur síðastliðin fimm ár verið formaður stjórnar félagsins. Undanfarin ár hefur Rósa starfað við ritstjórn og markaðsmál hjá Bókafélaginu. Rósa er gift Jónasi Sigurgeirssyni og saman eiga þau fjögur börn á aldrinum 9-19 ára. Helstu áhugamál eru íþróttir, bækur, matreiðsla, útivera og hreyfing af ýmsu tagi. Áherslumál eru ábyrg fjármálastjórn, átak í atvinnusköpun og markaðssetningu á bæjarfélaginu, fjölgun sælureita til útivistar og afþreyingar, hreinna og fegurra umhverfi, net- og tæknivæðing í skólunum og að Hafnarfjörður verði heilsubær þar sem heilsuvitund verði sett í forgrunn. YFIRHEYRSLAN Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Hellisgerði í Hafnarfirði. Hundar eða kettir? Er hrifin af bæði hundum og köttum, en þar sem börnin eru með ofnæmi fyrir þeim síðarnefndum eigum við bara hund, væri alveg til í að eiga tvo ketti líka. En ég er skrýtna konan sem klappa kisunum í hverfinu óspart og tek þær minnstu og sætustu jafnvel í fangið. Hver er stærsta stundin í lífinu? Þegar ég fann í fyrsta skipti fyrir nýju lífi innan í mér. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Grillaður lax og silungur með ferskum kryddjurtum er það besta í heimi. Hvernig bíl ekur þú? Átta ára Mitsubishi-jeppling en nota hjólið sem mest innanbæjar. Besta minningin? Þegar ég fékk nýfædd börnin mín í fangið. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni? Kannski einhvern tíma fyrir of hraðan akstur. Hverju sérðu mest eftir? Er lítið í basksýnisspeglinum, horfi frekar fram á veginn. Ekkert eitt er ofarlega í huga mínum yfir hluti sem ég sé eftir. Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert? Þegar ég lét hafa mig í svifdrekaflug. Það var mjög gaman og spennandi en það myndi ekki hvarfla að mér í dag að endurtaka það. Draumaferðalagið? Mig langar mest að fara með fjölskylduna til Tampa í Flórída, en þar bjuggum við um skeið um síðustu aldamót! Hefur þú migið í saltan sjó? Nei. Hefur þú viðurkennt mistök? Já, það er hluti af því að þroskast og vaxa og dafna í starfi og leik. Hverju ertu stoltastur af? Börnunum mínum. Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu samuel@365.is. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Oddvitaáskorunin Hafnarfjörður Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin - Stoltastur af því að búa í lýðræðisbænum Hafnarfirði Gunnar Axel Axelsson leiðir lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. 21. maí 2014 15:28 Oddvitaáskorunin - Getum haldið áfram að byggja upp betra samfélag Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir leiðir lista Vinstri grænna í Hafnarfirði. 14. maí 2014 16:02 Oddvitaáskorunin - Minna vesen og meiri gleði Guðlaug Kristjánsdóttir leiðir lista Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði. 14. maí 2014 10:55 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Fleiri fréttir Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Rósa Guðbjartsdóttir leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Rósa er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Hún hefur setið í bæjarstjórn Hafnarfjarðar síðastliðin átta ár, setið í bæjarráði, fræðsluráði og skipulags- og byggingarráði og var auk þess varaþingmaður í Suðvestur-kjördæmi um nokkurra ára skeið. Rósa er stjórnmálafræðingur að mennt, starfaði um langt árabil við fréttamennsku og fjölmiðla, var framkvæmdastjóri Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna um fimm ára skeið en hefur síðastliðin fimm ár verið formaður stjórnar félagsins. Undanfarin ár hefur Rósa starfað við ritstjórn og markaðsmál hjá Bókafélaginu. Rósa er gift Jónasi Sigurgeirssyni og saman eiga þau fjögur börn á aldrinum 9-19 ára. Helstu áhugamál eru íþróttir, bækur, matreiðsla, útivera og hreyfing af ýmsu tagi. Áherslumál eru ábyrg fjármálastjórn, átak í atvinnusköpun og markaðssetningu á bæjarfélaginu, fjölgun sælureita til útivistar og afþreyingar, hreinna og fegurra umhverfi, net- og tæknivæðing í skólunum og að Hafnarfjörður verði heilsubær þar sem heilsuvitund verði sett í forgrunn. YFIRHEYRSLAN Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Hellisgerði í Hafnarfirði. Hundar eða kettir? Er hrifin af bæði hundum og köttum, en þar sem börnin eru með ofnæmi fyrir þeim síðarnefndum eigum við bara hund, væri alveg til í að eiga tvo ketti líka. En ég er skrýtna konan sem klappa kisunum í hverfinu óspart og tek þær minnstu og sætustu jafnvel í fangið. Hver er stærsta stundin í lífinu? Þegar ég fann í fyrsta skipti fyrir nýju lífi innan í mér. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Grillaður lax og silungur með ferskum kryddjurtum er það besta í heimi. Hvernig bíl ekur þú? Átta ára Mitsubishi-jeppling en nota hjólið sem mest innanbæjar. Besta minningin? Þegar ég fékk nýfædd börnin mín í fangið. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni? Kannski einhvern tíma fyrir of hraðan akstur. Hverju sérðu mest eftir? Er lítið í basksýnisspeglinum, horfi frekar fram á veginn. Ekkert eitt er ofarlega í huga mínum yfir hluti sem ég sé eftir. Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert? Þegar ég lét hafa mig í svifdrekaflug. Það var mjög gaman og spennandi en það myndi ekki hvarfla að mér í dag að endurtaka það. Draumaferðalagið? Mig langar mest að fara með fjölskylduna til Tampa í Flórída, en þar bjuggum við um skeið um síðustu aldamót! Hefur þú migið í saltan sjó? Nei. Hefur þú viðurkennt mistök? Já, það er hluti af því að þroskast og vaxa og dafna í starfi og leik. Hverju ertu stoltastur af? Börnunum mínum. Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu samuel@365.is.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Oddvitaáskorunin Hafnarfjörður Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin - Stoltastur af því að búa í lýðræðisbænum Hafnarfirði Gunnar Axel Axelsson leiðir lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. 21. maí 2014 15:28 Oddvitaáskorunin - Getum haldið áfram að byggja upp betra samfélag Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir leiðir lista Vinstri grænna í Hafnarfirði. 14. maí 2014 16:02 Oddvitaáskorunin - Minna vesen og meiri gleði Guðlaug Kristjánsdóttir leiðir lista Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði. 14. maí 2014 10:55 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Fleiri fréttir Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Sjá meira
Oddvitaáskorunin - Stoltastur af því að búa í lýðræðisbænum Hafnarfirði Gunnar Axel Axelsson leiðir lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. 21. maí 2014 15:28
Oddvitaáskorunin - Getum haldið áfram að byggja upp betra samfélag Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir leiðir lista Vinstri grænna í Hafnarfirði. 14. maí 2014 16:02
Oddvitaáskorunin - Minna vesen og meiri gleði Guðlaug Kristjánsdóttir leiðir lista Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði. 14. maí 2014 10:55