Get ég fengið viðtal Frú Frambjóðandi! Anna Lóa Ólafsdóttir skrifar 26. maí 2014 15:12 Þegar ég ákvað að fara í framboð þá sá ég fyrir mér að það yrði slegist um að taka viðtöl við mig. Ég yrði nýjasta andlitið í pólitík og allir væru vitlausir í að heyra hvað ég hefði fram að færa. En vitið þið, það er bara alls ekki þannig svo ég ákvað bara að taka viðtal við mig sjálf og út frá þeim vangaveltum og spurningum sem sveima í kringum mig þessa dagana. Bjarni blaðamaður er tilbúningur minn - köllum hann bara BB. BB: Mig langar að byrja á því að spyrja þig, nú er fólk órólegt vegna þess að þið eruð ekki flokkur. Fólk er vant að kjósa flokka en ekki fólk - hvernig getur þú fullvissað kjósendur um að það borgi sig að kjósa ykkur í stað einhvers af flokkunum sem sumir hafa margra áratuga reynslu af samstarfi? Ég : Jú sjáðu til, við erum að svara vilja fólksins um breytingar - fólk talar um að vilja kjósa fólk en ekki flokka og við erum svar við því. Við erum óháð framboð og innan þess er þverskurður einstaklinga úr samfélaginu sem hefur velferð íbúa að leiðarljósi. Þetta er öflugur hópur með mikla reynslu og menntun að baki sem á það sameiginlegt að vilja breytingar í bæjarfélaginu. BB: Já en þið VERÐIÐ að segja kjósendum hvað þið ætlið að gera. Stefnan ykkar er ekki nógu skýr - hver eru ykkar loforð? Ég spyr nú bara eins og sumir, viljið þið skerta þjónustu, draga úr framkvæmdum, banna alla uppbyggingu eða hvað? Ma..ma..ma..maður bara áttar sig ekki alveg á þessu. Ég: Við viljum ekki gefa ykkur innantóm loforð - þið hafið kvartað yfir þeim ekki satt? Auðvitað viljum við ekki skerta þjónustu - HVER vill það? Þetta snýst um vinnubrögð - að valinn sé hópur sem er treyst til að taka ákvarðanir eins og þegar ráðið er í önnur störf. Við höfum sett fram stefnuskrá sem við viljum hafa að leiðarljósi en gerum okkur grein fyrir því að hér þarf að forgangsraða næstu árin, því bærinn er skuldsettur upp fyrir haus. Við viljum setja fólkið í forgang og þá þarf óhjákvæmilega að endurskoða og endurskipuleggja. BB: Það er bara alls ekki nóg - á hverju ætlið þið að byrja og hvað með alla þessa samvinnu? Heldurðu virkilega að það sé möguleiki - samvinna, samstarf, spyrja íbúa og hvað þetta nú allt heitir?. Heldurðu í ALVÖRU að þetta sé hægt? Ég: Já ég held að þetta sé vel hægt, alveg eins og í öllum öðrum vel reknum fyrirtækjum. Þar ræður þú til þín fólk með mismunandi getu, reynslu og hæfileika en þannig hópar vinna oft best saman. Einsleitur hópur kallar oft á fyrirsjáanlegar úrlausnir sem henta ekki heildinni heldur þeim sem hafa eigin hagsmuna að gæta. Fólk talar svo mikið um að það vilji breytingar, margir komnir með upp í kok af átakapólitík, niðurrifi og skemmdarstarfsemi. Hefur þú hlustað á umræður frá alþingi nýlega? Og ef við viljum breytingar, þá langar mig að spyrja HVAÐA breytingar erum við að tala um og hverjir eiga að framkvæma þær? BB: Má ég minna þig á að það er ég sem spyr spurninganna hérna. Gott og vel - en segjum svo að það séu fjórir flokkar (eða ekki flokkar eins og þið) sem geta náð meirihluta. Hvernig sérðu það fyrir þér? Ég: Eins og annars staðar þar sem fólk þarf að sammælast um ákvarðanir. Þú veist að þetta er gert út um allt á hverjum einasta degi og gengur bara ágætlega ef fólk hefur hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. Af hverju ætti ekki hópur af vel gerðu fólki að geta unnið saman - snýst þetta ekki um traust? Snýst þetta virkilega um flokka og áherslur þeirra? Þetta er ástæðan fyrir því að ég er ekki í ákveðnum flokki - ég vil geta tekið upplýsta ákvörðun án þess að upplifa hindrun út frá stefnu flokksins. Í mínum huga er það úrelt sýn. BB: Já gott og blessað, sjáum hvað setur. En að öðru, nú eruð þið greinilega svona frjálsari í kosningabaráttunni en maður á að venjast. Heldurðu að það veki traust hjá almenningi? Ég: Hum skil ekki alveg spurninguna. BB: Jú sjáðu til, þú mætir til að mynda í gallabuxum og strigaskóm í þetta viðtal og svo sá ég mynd af þér á kosningaskrifstofunni um daginn í venjulegum, hvítum bómullarbol. Hvað heldurðu að kjósendum finnist um þetta? Ég: Þú ert vonandi að grínast í mér núna! BB: Nei nei alls ekki. Snýst þetta ekki um traust og virðingu? Ég: Jú einmitt og mælir þú hana í bómull? BB: Ég vil minna þig aftur á að ég spyr spurninganna hér. Ég læt kjósendur um að ákveða um fatnaðinn. En svona eitt að lokum, þið talið um faglega ráðningu á bæjarstjóra. Hef heyrt á fólki að það er ekki alveg sátt við þetta. Einhver utanaðkomandi stimpilklukkustarfsmaður sem hefur ekki sömu tilfinningar gagnvart bænum og einhver héðan. Viljum við ekki einhvern sem er vakandi og sofandi yfir velferð bæjarbúa. Hvað viltu segja við fólk varðandi þetta? Ég: Uh þú veist að núverandi bæjarstjóri er aðfluttur er það ekki? Hann flutti hingað þegar hann tók við starfi bæjarstjóra árið 2002. BB: Æ veistu, ég nenni ekki að tala við þig lengur. Gangi þér vel eða eitthvað! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Reykjanes Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þegar ég ákvað að fara í framboð þá sá ég fyrir mér að það yrði slegist um að taka viðtöl við mig. Ég yrði nýjasta andlitið í pólitík og allir væru vitlausir í að heyra hvað ég hefði fram að færa. En vitið þið, það er bara alls ekki þannig svo ég ákvað bara að taka viðtal við mig sjálf og út frá þeim vangaveltum og spurningum sem sveima í kringum mig þessa dagana. Bjarni blaðamaður er tilbúningur minn - köllum hann bara BB. BB: Mig langar að byrja á því að spyrja þig, nú er fólk órólegt vegna þess að þið eruð ekki flokkur. Fólk er vant að kjósa flokka en ekki fólk - hvernig getur þú fullvissað kjósendur um að það borgi sig að kjósa ykkur í stað einhvers af flokkunum sem sumir hafa margra áratuga reynslu af samstarfi? Ég : Jú sjáðu til, við erum að svara vilja fólksins um breytingar - fólk talar um að vilja kjósa fólk en ekki flokka og við erum svar við því. Við erum óháð framboð og innan þess er þverskurður einstaklinga úr samfélaginu sem hefur velferð íbúa að leiðarljósi. Þetta er öflugur hópur með mikla reynslu og menntun að baki sem á það sameiginlegt að vilja breytingar í bæjarfélaginu. BB: Já en þið VERÐIÐ að segja kjósendum hvað þið ætlið að gera. Stefnan ykkar er ekki nógu skýr - hver eru ykkar loforð? Ég spyr nú bara eins og sumir, viljið þið skerta þjónustu, draga úr framkvæmdum, banna alla uppbyggingu eða hvað? Ma..ma..ma..maður bara áttar sig ekki alveg á þessu. Ég: Við viljum ekki gefa ykkur innantóm loforð - þið hafið kvartað yfir þeim ekki satt? Auðvitað viljum við ekki skerta þjónustu - HVER vill það? Þetta snýst um vinnubrögð - að valinn sé hópur sem er treyst til að taka ákvarðanir eins og þegar ráðið er í önnur störf. Við höfum sett fram stefnuskrá sem við viljum hafa að leiðarljósi en gerum okkur grein fyrir því að hér þarf að forgangsraða næstu árin, því bærinn er skuldsettur upp fyrir haus. Við viljum setja fólkið í forgang og þá þarf óhjákvæmilega að endurskoða og endurskipuleggja. BB: Það er bara alls ekki nóg - á hverju ætlið þið að byrja og hvað með alla þessa samvinnu? Heldurðu virkilega að það sé möguleiki - samvinna, samstarf, spyrja íbúa og hvað þetta nú allt heitir?. Heldurðu í ALVÖRU að þetta sé hægt? Ég: Já ég held að þetta sé vel hægt, alveg eins og í öllum öðrum vel reknum fyrirtækjum. Þar ræður þú til þín fólk með mismunandi getu, reynslu og hæfileika en þannig hópar vinna oft best saman. Einsleitur hópur kallar oft á fyrirsjáanlegar úrlausnir sem henta ekki heildinni heldur þeim sem hafa eigin hagsmuna að gæta. Fólk talar svo mikið um að það vilji breytingar, margir komnir með upp í kok af átakapólitík, niðurrifi og skemmdarstarfsemi. Hefur þú hlustað á umræður frá alþingi nýlega? Og ef við viljum breytingar, þá langar mig að spyrja HVAÐA breytingar erum við að tala um og hverjir eiga að framkvæma þær? BB: Má ég minna þig á að það er ég sem spyr spurninganna hérna. Gott og vel - en segjum svo að það séu fjórir flokkar (eða ekki flokkar eins og þið) sem geta náð meirihluta. Hvernig sérðu það fyrir þér? Ég: Eins og annars staðar þar sem fólk þarf að sammælast um ákvarðanir. Þú veist að þetta er gert út um allt á hverjum einasta degi og gengur bara ágætlega ef fólk hefur hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. Af hverju ætti ekki hópur af vel gerðu fólki að geta unnið saman - snýst þetta ekki um traust? Snýst þetta virkilega um flokka og áherslur þeirra? Þetta er ástæðan fyrir því að ég er ekki í ákveðnum flokki - ég vil geta tekið upplýsta ákvörðun án þess að upplifa hindrun út frá stefnu flokksins. Í mínum huga er það úrelt sýn. BB: Já gott og blessað, sjáum hvað setur. En að öðru, nú eruð þið greinilega svona frjálsari í kosningabaráttunni en maður á að venjast. Heldurðu að það veki traust hjá almenningi? Ég: Hum skil ekki alveg spurninguna. BB: Jú sjáðu til, þú mætir til að mynda í gallabuxum og strigaskóm í þetta viðtal og svo sá ég mynd af þér á kosningaskrifstofunni um daginn í venjulegum, hvítum bómullarbol. Hvað heldurðu að kjósendum finnist um þetta? Ég: Þú ert vonandi að grínast í mér núna! BB: Nei nei alls ekki. Snýst þetta ekki um traust og virðingu? Ég: Jú einmitt og mælir þú hana í bómull? BB: Ég vil minna þig aftur á að ég spyr spurninganna hér. Ég læt kjósendur um að ákveða um fatnaðinn. En svona eitt að lokum, þið talið um faglega ráðningu á bæjarstjóra. Hef heyrt á fólki að það er ekki alveg sátt við þetta. Einhver utanaðkomandi stimpilklukkustarfsmaður sem hefur ekki sömu tilfinningar gagnvart bænum og einhver héðan. Viljum við ekki einhvern sem er vakandi og sofandi yfir velferð bæjarbúa. Hvað viltu segja við fólk varðandi þetta? Ég: Uh þú veist að núverandi bæjarstjóri er aðfluttur er það ekki? Hann flutti hingað þegar hann tók við starfi bæjarstjóra árið 2002. BB: Æ veistu, ég nenni ekki að tala við þig lengur. Gangi þér vel eða eitthvað!
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun