"Það þarf heilt þorp til að ala upp eitt barn“ Ásthildur Ósk og Bjargey Halla og Elísabet Rut skrifa 26. maí 2014 17:45 Velferð barna og ungmenna er mikilvægt málefni og okkur mjög hugleikið á Akranesi. Þetta málefni varðar alla því börnin eru jú framtíð bæjarins. Að skapa samfélag þar sem börnum og ungmennum líður vel, þau geti sótt skóla og haft greiðan aðgang að tómstundastarfi skiptir miklu máli. Börnin þurfa að hafa stað til að leita til og eyra sem hlustar og fá notið allrar þeirrar þjónustu og handleiðslu sem þau þurfa til að vaxa og dafna. “Það þarf heilt þorp til að ala upp eitt barn,“ er ekki orðum ofaukið, því ábyrgðin er svo sannarlega okkar allra. Sú þjónusta sem bærinn og félagasamtök innan hans bjóða upp á þarf að vera skipulögð þannig að öll börn geti notið hennar óháð fjárhag foreldra eða getu þeirra sjálfra, hvort svo sem um er að ræða talþjálfun, greiningarvinnu, viðtalsmeðferðir, iðjuþjálfun, íþróttir, tónlistarnám eða aðrar tómstundir. Sú þjónusta sem bærinn býður upp á í dag er unnin af fyrsta flokks starfsfólki en betur má ef duga skal. Ef við eigum að gera bæinn okkar aðlaðandi fyrir fjölskyldufólk sem er að leita sér að framtíðarheimili, þá þurfum við að geta boðið upp á alla þá þjónustu sem barnafólk þarf mögulega á að halda. Á Akranesi er í dag er erfitt að eiga barn sem er með einhverskonar röskun. Löng bið er eftir að komast að hjá talmeinafræðingi enda er aðeins um einn að ræða sem tekur börn til sín í þjálfun og er hann sjálfstætt starfandi. Barnalæknar koma einungis tvisvar í mánuði á heilsugæsluna, hér starfa fáir sjúkraþjálfarar og erfitt er að nálgast iðjuþjálfa til að taka barn í þjálfun til sín enda starfar enginn við beina þjálfun á Akranesi. Því fylgir mikill aukakostnaður fyrir fjölskyldur að sækja þessa þjónustu til Reykjavíkur s.s. vinnutap og ferðakostnaður. Að barn öðlist þá grunngetu að geta tjáð sig eru sjálfsögð mannréttindi þeirra og á Akraneskaupsstaður að geta státað sig af því að bjóða fjölskyldum upp á þessa þjónustu með því að hafa talmeinafræðing á sínum snærum, það vinnur einn talmeinafræðingur hjá Akraneskaupstað í dag sem fer í skóla og leikskóla í greiningarvinnu og sinnir takmarkaðri þjálfun. Í dag er gott starf unnið í leikskólum Akraness þar sem starfsmenn gera allt sem í þeirra valdi stendur til að aðstoða foreldra með að nálgast þessa þjónustu. Ég, Bjargey, er móðir drengs með málþroskaröskun, ADHD o.fl. Ég veit ekki hvernig staðan hjá honum væri í dag ef hann hefði ekki notið þeirra frábæru starfskrafta sem leikskólinn hans býður upp á. Starfsmenn leikskólans hafa ávallt verið boðnir og búnir til að aðstoða okkur foreldrana í baráttunni fyrir því að sonur okkar fái þá þjónustu sem hann þarfnast og á rétt á. Þetta er barátta sem margir foreldrar þurfa að heyja og ómetanlegt er að hafa þennan stuðning. Þegar kemur að íþróttum, tónlistarnámi eða öðrum tómstundum þurfum við að standa vörð um að öllum börnum sé gert kleift að iðka það sem þeir kjósa óháð fjárhag. Ef horft er til annarra bæjarfélaga hér á landi þá er Grindavíkurbær að vinna gott starf í þessum málum. Þar stendur öllum börnum og unglingum til boða að æfa eins margar íþróttagreinar og þau vilja innan vébanda UMFG fyrir um 22.000 kr. á ári. Við í Bjartri Framtíð viljum skoða hvort þetta sé möguleiki hér á Akranesi. Hvaða foreldri kannast ekki við að barnið geti verið óákveðið um hvað það vill æfa og langar að prófa margt s.s. tónlistarnám, íþróttir eða skátastarf? En á mörgum heimilum er ekki til fjármagn til að leyfa barni að stunda fleiri en eina tegund tómstundastarfs, hvað þá þegar horft er til barnmargra fjölskyldna. Oft þarf barnið að hætta í einu tómstundastarfi til að leggja stund á annað sem hugur þess stendur líka til því það er of kostnaðarsamt vera í hvoru tveggja. En með þessari stefnu sem að Grindavíkurbær hefur sett sér, þá er börnum gert kleift að prófa eins margar tegundir tómstundastarfs og það kýs. Setjum okkur það markmið að öll börn og ungmenni á Akranesi fái að njóta sín til fulls í leik og starfi óháð efnahag eða öðrum ytri aðstæðum. Bjartar kveðjur með von um bjarta framtíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Vesturland Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Sjá meira
Velferð barna og ungmenna er mikilvægt málefni og okkur mjög hugleikið á Akranesi. Þetta málefni varðar alla því börnin eru jú framtíð bæjarins. Að skapa samfélag þar sem börnum og ungmennum líður vel, þau geti sótt skóla og haft greiðan aðgang að tómstundastarfi skiptir miklu máli. Börnin þurfa að hafa stað til að leita til og eyra sem hlustar og fá notið allrar þeirrar þjónustu og handleiðslu sem þau þurfa til að vaxa og dafna. “Það þarf heilt þorp til að ala upp eitt barn,“ er ekki orðum ofaukið, því ábyrgðin er svo sannarlega okkar allra. Sú þjónusta sem bærinn og félagasamtök innan hans bjóða upp á þarf að vera skipulögð þannig að öll börn geti notið hennar óháð fjárhag foreldra eða getu þeirra sjálfra, hvort svo sem um er að ræða talþjálfun, greiningarvinnu, viðtalsmeðferðir, iðjuþjálfun, íþróttir, tónlistarnám eða aðrar tómstundir. Sú þjónusta sem bærinn býður upp á í dag er unnin af fyrsta flokks starfsfólki en betur má ef duga skal. Ef við eigum að gera bæinn okkar aðlaðandi fyrir fjölskyldufólk sem er að leita sér að framtíðarheimili, þá þurfum við að geta boðið upp á alla þá þjónustu sem barnafólk þarf mögulega á að halda. Á Akranesi er í dag er erfitt að eiga barn sem er með einhverskonar röskun. Löng bið er eftir að komast að hjá talmeinafræðingi enda er aðeins um einn að ræða sem tekur börn til sín í þjálfun og er hann sjálfstætt starfandi. Barnalæknar koma einungis tvisvar í mánuði á heilsugæsluna, hér starfa fáir sjúkraþjálfarar og erfitt er að nálgast iðjuþjálfa til að taka barn í þjálfun til sín enda starfar enginn við beina þjálfun á Akranesi. Því fylgir mikill aukakostnaður fyrir fjölskyldur að sækja þessa þjónustu til Reykjavíkur s.s. vinnutap og ferðakostnaður. Að barn öðlist þá grunngetu að geta tjáð sig eru sjálfsögð mannréttindi þeirra og á Akraneskaupsstaður að geta státað sig af því að bjóða fjölskyldum upp á þessa þjónustu með því að hafa talmeinafræðing á sínum snærum, það vinnur einn talmeinafræðingur hjá Akraneskaupstað í dag sem fer í skóla og leikskóla í greiningarvinnu og sinnir takmarkaðri þjálfun. Í dag er gott starf unnið í leikskólum Akraness þar sem starfsmenn gera allt sem í þeirra valdi stendur til að aðstoða foreldra með að nálgast þessa þjónustu. Ég, Bjargey, er móðir drengs með málþroskaröskun, ADHD o.fl. Ég veit ekki hvernig staðan hjá honum væri í dag ef hann hefði ekki notið þeirra frábæru starfskrafta sem leikskólinn hans býður upp á. Starfsmenn leikskólans hafa ávallt verið boðnir og búnir til að aðstoða okkur foreldrana í baráttunni fyrir því að sonur okkar fái þá þjónustu sem hann þarfnast og á rétt á. Þetta er barátta sem margir foreldrar þurfa að heyja og ómetanlegt er að hafa þennan stuðning. Þegar kemur að íþróttum, tónlistarnámi eða öðrum tómstundum þurfum við að standa vörð um að öllum börnum sé gert kleift að iðka það sem þeir kjósa óháð fjárhag. Ef horft er til annarra bæjarfélaga hér á landi þá er Grindavíkurbær að vinna gott starf í þessum málum. Þar stendur öllum börnum og unglingum til boða að æfa eins margar íþróttagreinar og þau vilja innan vébanda UMFG fyrir um 22.000 kr. á ári. Við í Bjartri Framtíð viljum skoða hvort þetta sé möguleiki hér á Akranesi. Hvaða foreldri kannast ekki við að barnið geti verið óákveðið um hvað það vill æfa og langar að prófa margt s.s. tónlistarnám, íþróttir eða skátastarf? En á mörgum heimilum er ekki til fjármagn til að leyfa barni að stunda fleiri en eina tegund tómstundastarfs, hvað þá þegar horft er til barnmargra fjölskyldna. Oft þarf barnið að hætta í einu tómstundastarfi til að leggja stund á annað sem hugur þess stendur líka til því það er of kostnaðarsamt vera í hvoru tveggja. En með þessari stefnu sem að Grindavíkurbær hefur sett sér, þá er börnum gert kleift að prófa eins margar tegundir tómstundastarfs og það kýs. Setjum okkur það markmið að öll börn og ungmenni á Akranesi fái að njóta sín til fulls í leik og starfi óháð efnahag eða öðrum ytri aðstæðum. Bjartar kveðjur með von um bjarta framtíð.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun