Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 20-23 | Valskonur í úrslit Guðmundur Tómas Sigfússon í Vestmannaeyjum skrifar 1. maí 2014 00:01 Vísir/Valli Valskonur eru komnar í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn á móti Stjörnunni eftir þriggja marka sigur á ÍBV, 23-20, í Vestmannaeyjum í kvöld. Valur vann einvígið 3-1. Eins og oft áður hófst leikurinn af miklum krafti og var jafnt á flestum tölum í fyrri hálfleik. Eyjakonur virtust alltaf vera skrefinu framar en Valskonur og leiddu leikinn. Telma Amado og Vera Lopes náðu einstaklega vel saman og áttu stóran þátt í flestum mörkum Eyjastúlkna í upphafi leiks. Valsstúlkur skoruðu þrjú mörk í röð en þá tóku heimakonur við sér og svöruðu einnig með þriggja marka kafla þar sem Vera Lopes var fremst í flokki. Seinustu sjö mínútur fyrri hálfleiks voru algjörlega eign gestanna sem settu hvert markið á fætur öðru og fengu ekki á sig mark. Þá varði Berglind Íris þrjú skot á þeim kafla sem að komu henni í gang. Í hálfleik var staðan 11-13 en fátt virtist benda til þess að gestirnir myndu valta yfir heimastúlkur. Sú varð samt sem áður raunin en þær tóku leikinn yfir, í seinni hálfleik. Eftir tæpan fimmtán mínútna leik í síðari hálfleik höfðu Valskonur skorað fjögur mörk gegn einu frá heimakonum. Hrafnhildur Ósk Skúladóttir var drjúg á þeim kafla en ef hún skoraði ekki þá var hún að spila boltann á liðsfélaga sína. Mikil stemning var á leiknum en stuðningsmannasveit heimamanna, Hvítu Riddararnir létu einstaklega vel í sér heyra. Valsmenn fylltu rútu af stuðningsmönnum á leið til Eyja og skilaði það sér í góðum stuðningi áhorfenda. Eyjakonur náðu að saxa á forskot gestanna en Valskonur vitust hafa reynsluna og úthaldið til þess að klára leikinn og tryggja sér eins og áður segir, þriggja marka sigur og koma sér um leið í úrslitaeinvígið þar sem þær mæta Stjörnustúlkum.Stefán: Heilt yfir mjög gott „Við vorum með frábæra markvörslu og varnarleik. Sóknarleikurinn var nokkuð vel smurður í dag, heilt yfir var þetta mjög gott,“ sagði Stefán Arnarson, þjálfari Valskvenna, eftir þægilegan sigur sinna stúlkna í dag. „Fólk verður að átta sig á því að það munaði einungis tveimur stigum á liðunum í deildinni, þeir sem sögðu að Valur ætti að rúlla þessu upp eru bara menn sem æfa kúluvarp en kasta í spjótkasti.“ „Ég er mjög ánægður, við erum að fara í úrslit í fjórða skiptið á fimm síðustu árum. Það er frábær árangur,“ sagði Stefán Arnarson að lokum en hann hlakkar til leikjanna gegn Stjörnustúlkum í úrslitum.Jón: Valur og Stjarnan tvö bestu liðin „Við klikkuðum á dauðafærum trekk í trekk, við erum að koma okkur í færi, spila frábæra vörn og fá góða markvörslu en það sem skilur að er að við erum að klára færin illa,“ sagði Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari Eyjakvenna, eftir að Valsstúlkur tryggði sér sigur í einvíginu gegn ÍBV. „Í dag eru Valur og Stjarnan tvö bestu liðin og komast verðskuldað í úrslit. Liðin eru með tvo flotta þjálfara. Við gáfum þessu samt sem áður hörkuleiki.“ „Sóknarleikurinn verður okkur ekki að falli vegna þess að við erum að koma okkur í færi en við erum ekki að klára þau,“ sagði Jón Gunnlaugur sem bætti svo við að hann væri gríðarlega stoltur af sínum stelpum. Olís-deild kvenna Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Körfubolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Sjá meira
Valskonur eru komnar í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn á móti Stjörnunni eftir þriggja marka sigur á ÍBV, 23-20, í Vestmannaeyjum í kvöld. Valur vann einvígið 3-1. Eins og oft áður hófst leikurinn af miklum krafti og var jafnt á flestum tölum í fyrri hálfleik. Eyjakonur virtust alltaf vera skrefinu framar en Valskonur og leiddu leikinn. Telma Amado og Vera Lopes náðu einstaklega vel saman og áttu stóran þátt í flestum mörkum Eyjastúlkna í upphafi leiks. Valsstúlkur skoruðu þrjú mörk í röð en þá tóku heimakonur við sér og svöruðu einnig með þriggja marka kafla þar sem Vera Lopes var fremst í flokki. Seinustu sjö mínútur fyrri hálfleiks voru algjörlega eign gestanna sem settu hvert markið á fætur öðru og fengu ekki á sig mark. Þá varði Berglind Íris þrjú skot á þeim kafla sem að komu henni í gang. Í hálfleik var staðan 11-13 en fátt virtist benda til þess að gestirnir myndu valta yfir heimastúlkur. Sú varð samt sem áður raunin en þær tóku leikinn yfir, í seinni hálfleik. Eftir tæpan fimmtán mínútna leik í síðari hálfleik höfðu Valskonur skorað fjögur mörk gegn einu frá heimakonum. Hrafnhildur Ósk Skúladóttir var drjúg á þeim kafla en ef hún skoraði ekki þá var hún að spila boltann á liðsfélaga sína. Mikil stemning var á leiknum en stuðningsmannasveit heimamanna, Hvítu Riddararnir létu einstaklega vel í sér heyra. Valsmenn fylltu rútu af stuðningsmönnum á leið til Eyja og skilaði það sér í góðum stuðningi áhorfenda. Eyjakonur náðu að saxa á forskot gestanna en Valskonur vitust hafa reynsluna og úthaldið til þess að klára leikinn og tryggja sér eins og áður segir, þriggja marka sigur og koma sér um leið í úrslitaeinvígið þar sem þær mæta Stjörnustúlkum.Stefán: Heilt yfir mjög gott „Við vorum með frábæra markvörslu og varnarleik. Sóknarleikurinn var nokkuð vel smurður í dag, heilt yfir var þetta mjög gott,“ sagði Stefán Arnarson, þjálfari Valskvenna, eftir þægilegan sigur sinna stúlkna í dag. „Fólk verður að átta sig á því að það munaði einungis tveimur stigum á liðunum í deildinni, þeir sem sögðu að Valur ætti að rúlla þessu upp eru bara menn sem æfa kúluvarp en kasta í spjótkasti.“ „Ég er mjög ánægður, við erum að fara í úrslit í fjórða skiptið á fimm síðustu árum. Það er frábær árangur,“ sagði Stefán Arnarson að lokum en hann hlakkar til leikjanna gegn Stjörnustúlkum í úrslitum.Jón: Valur og Stjarnan tvö bestu liðin „Við klikkuðum á dauðafærum trekk í trekk, við erum að koma okkur í færi, spila frábæra vörn og fá góða markvörslu en það sem skilur að er að við erum að klára færin illa,“ sagði Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari Eyjakvenna, eftir að Valsstúlkur tryggði sér sigur í einvíginu gegn ÍBV. „Í dag eru Valur og Stjarnan tvö bestu liðin og komast verðskuldað í úrslit. Liðin eru með tvo flotta þjálfara. Við gáfum þessu samt sem áður hörkuleiki.“ „Sóknarleikurinn verður okkur ekki að falli vegna þess að við erum að koma okkur í færi en við erum ekki að klára þau,“ sagði Jón Gunnlaugur sem bætti svo við að hann væri gríðarlega stoltur af sínum stelpum.
Olís-deild kvenna Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Körfubolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Sjá meira