Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - FH 25-18 | ÍBV vann eftir slæma byrjun Guðmundur Tómas Sigfússon í Vestmannaeyjum skrifar 6. apríl 2014 00:01 Vísir/Valli Eyjastúlkur eru einum sigri frá undanúrslitum Olís-deildar kvenna en þær sigruðu FH-inga hér í Vestmannaeyjum í dag með sjö marka mun eftir mjög kaflaskiptan leik. Leikurinn fór alls ekki fjörlega af stað og virtist ekki stefna í neina markasúpu. Það voru gestirnir sem tóku yfirhöndina í leiknum og voru komnar í 1-5 eftir tólf mínútna leik en þá hafði þeim tekist að loka á öll helstu sóknarvopn heimakvenna. Þegar staðan var orðin 2-7 var heimakonum nóg boðið og ákváðu þær að skipta um gír. Þær skoruðu níu mörk gegn einu það sem eftir var af hálfleiknum og voru því með nokkuð þægilega forystu, 11-8, þegar liðin gengu til búningsherbergja. Eyjakonur spiluðu á sama liði allan fyrri hálfleikinn, en gestirnir rúlluðu sínu liði vel yfir allan leikinn. Eftir nokkrar mínútur af seinni hálfleiknum var forystan orðin fimm mörk og virtust Eyjakonur einungis ætla að gefa í og skilja gestina eftir. Á 43. mínútu leiksins fór Aníta Mjöll Ægisdóttir upp í skot og braut Vera Lopes á henni. Hörður Aðalsteinsson, dómari leiksins lyfti skömmu síðar upp rauða spjaldinu sem vakti mikla undrun áhorfenda og þjálfara Eyjaliðsins. Á næstu mínútum tókst gestunum að minnka muninn í tvö mörk en nær komust þær ekki vegna þess að Eyjakonur skoruðu sjö af seinustu níu mörkum leiksins og sigruðu með sjö marka mun, 25-18. Liðin mætast aftur í Kaplakrika á þriðjudaginn en þá geta Eyjakonur tryggt sig í undanúrslitin.Guðmundur Pedersen: Við missum kjarkinn „Þær bæta sinn leik og við missum kjarkinn, í seinni hálfleik erum við alltaf á eftir og það vantar klókindi og skynsemi hjá okkur til að klára leikinn,“ sagði Guðmundur Pedersen, þjálfari FH, eftir tap sinna kvenna gegn Eyjastúlkum í dag. „ÍBV er heilt yfir með frábært lið, við þurfum að stoppa fullt af leikmönnum þegar við stöndum okkar vörn,“ sagði Guðmundur en hann tekur marga jákvæða hluti úr þessum leik í leikinn á þriðjudaginn. „Ég þori ekki að tjá mig um það, mér sýnist hún vera að gera sig líklega til þess að skjóta á markið og þá er rifið aftan í hana. Ef að það er rétt hjá mér þá held ég að það sé rautt,“ sagði Guðmundur að lokum um rauða spjaldið sem Vera Lopes fékk í leiknum.Jón Gunnlaugur: Mér finnst halla verulega á okkur í dómgæslunni „Ég vil byrja á því að hrósa starfsfólkinu sem gerir allt klárt fyrir okkur og kemur fram við okkur eins og prinsessur, en liðið mætir ekki til leiks og það er ekki í boði í næsta leik,“ sagði Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari Eyjakvenna eftir sjö marka sigur á sínum gömlu lærimeyjum í FH á heimavelli í dag. „Mér finnst verulega halla á okkur í dómgæslunni, ef þetta fer eitthvað lengra biðst ég strax afsökunar á þessum ummælum. Við unnum en við getum miklu betur, við erum með tuttugu tæknifeila í þessum leik en við verðum að spila miklu betur í leik númer tvö.“ Við spurðum Jón Gunnlaug út í rauða spjaldið sem Vera Lopes fékk í leiknum og hafði hann þetta að segja. „Hún fer ekki aftan í hana - það er alveg klárt mál. En hún fær rautt og ég veit ekki hvort hún verður í banni í næsta leik. Þetta var ekki rautt spjald.“ Olís-deild kvenna Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Fleiri fréttir Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Sjá meira
Eyjastúlkur eru einum sigri frá undanúrslitum Olís-deildar kvenna en þær sigruðu FH-inga hér í Vestmannaeyjum í dag með sjö marka mun eftir mjög kaflaskiptan leik. Leikurinn fór alls ekki fjörlega af stað og virtist ekki stefna í neina markasúpu. Það voru gestirnir sem tóku yfirhöndina í leiknum og voru komnar í 1-5 eftir tólf mínútna leik en þá hafði þeim tekist að loka á öll helstu sóknarvopn heimakvenna. Þegar staðan var orðin 2-7 var heimakonum nóg boðið og ákváðu þær að skipta um gír. Þær skoruðu níu mörk gegn einu það sem eftir var af hálfleiknum og voru því með nokkuð þægilega forystu, 11-8, þegar liðin gengu til búningsherbergja. Eyjakonur spiluðu á sama liði allan fyrri hálfleikinn, en gestirnir rúlluðu sínu liði vel yfir allan leikinn. Eftir nokkrar mínútur af seinni hálfleiknum var forystan orðin fimm mörk og virtust Eyjakonur einungis ætla að gefa í og skilja gestina eftir. Á 43. mínútu leiksins fór Aníta Mjöll Ægisdóttir upp í skot og braut Vera Lopes á henni. Hörður Aðalsteinsson, dómari leiksins lyfti skömmu síðar upp rauða spjaldinu sem vakti mikla undrun áhorfenda og þjálfara Eyjaliðsins. Á næstu mínútum tókst gestunum að minnka muninn í tvö mörk en nær komust þær ekki vegna þess að Eyjakonur skoruðu sjö af seinustu níu mörkum leiksins og sigruðu með sjö marka mun, 25-18. Liðin mætast aftur í Kaplakrika á þriðjudaginn en þá geta Eyjakonur tryggt sig í undanúrslitin.Guðmundur Pedersen: Við missum kjarkinn „Þær bæta sinn leik og við missum kjarkinn, í seinni hálfleik erum við alltaf á eftir og það vantar klókindi og skynsemi hjá okkur til að klára leikinn,“ sagði Guðmundur Pedersen, þjálfari FH, eftir tap sinna kvenna gegn Eyjastúlkum í dag. „ÍBV er heilt yfir með frábært lið, við þurfum að stoppa fullt af leikmönnum þegar við stöndum okkar vörn,“ sagði Guðmundur en hann tekur marga jákvæða hluti úr þessum leik í leikinn á þriðjudaginn. „Ég þori ekki að tjá mig um það, mér sýnist hún vera að gera sig líklega til þess að skjóta á markið og þá er rifið aftan í hana. Ef að það er rétt hjá mér þá held ég að það sé rautt,“ sagði Guðmundur að lokum um rauða spjaldið sem Vera Lopes fékk í leiknum.Jón Gunnlaugur: Mér finnst halla verulega á okkur í dómgæslunni „Ég vil byrja á því að hrósa starfsfólkinu sem gerir allt klárt fyrir okkur og kemur fram við okkur eins og prinsessur, en liðið mætir ekki til leiks og það er ekki í boði í næsta leik,“ sagði Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari Eyjakvenna eftir sjö marka sigur á sínum gömlu lærimeyjum í FH á heimavelli í dag. „Mér finnst verulega halla á okkur í dómgæslunni, ef þetta fer eitthvað lengra biðst ég strax afsökunar á þessum ummælum. Við unnum en við getum miklu betur, við erum með tuttugu tæknifeila í þessum leik en við verðum að spila miklu betur í leik númer tvö.“ Við spurðum Jón Gunnlaug út í rauða spjaldið sem Vera Lopes fékk í leiknum og hafði hann þetta að segja. „Hún fer ekki aftan í hana - það er alveg klárt mál. En hún fær rautt og ég veit ekki hvort hún verður í banni í næsta leik. Þetta var ekki rautt spjald.“
Olís-deild kvenna Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Fleiri fréttir Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Sjá meira