Umfjöllun, viðtöl og myndir: Grótta - Fram 22-21 | Meistararnir úr leik Ingvi Þór Sæmundsson á Nesinu skrifar 9. apríl 2014 14:36 Gróttustúlkur fagna í kvöld. Vísir/Valli Það var vel við hæfi að Grótta skyldi tryggja sér sæti í undanúrslitum Olís deildar kvenna á 40 ára afmælisdegi Seltjarnarnesbæjar. Það gerðu Gróttukonur með eins marks sigri, 22-21, á Íslandsmeisturum Fram í Hertz-höllinni í miklum spennuleik. Grótta vann einnig fyrri leik liðanna á mánudagskvöldið og liðið er því komið í undanúrslit þar sem það mætir Stjörnunni. Fyrri hálfleikurinn var eins jafn og þeir sennilega verða, en liðin héldust í hendur svo til allan hálfleikinn. Aldrei munaði meira en einu marki á liðunum, fyrr en Fram náði tveggja marka forystu, í tvígang, seinni hluta hálfleiksins. Þegar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik var staðan 9-11, Fram í vil. Þá tók við góður kafli hjá Gróttu. Heimakonur skoruðu þrjú mörk í röð og náðu forystunni, 12-11. Marthe Sördal, hornamaður Fram, sá hins vegar til þess að Safamýrarstúlkur leiddu í leikhléi með því að skora tvo síðustu mörk hálfleiksins. Gróttukonur mættu ákveðnar til leiks í seinni hálfleik, en það gerðu gestirnir úr Safamýrinni hins vegar ekki. Grótta skoraði fjögur fyrstu mörk seinni hálfleiks, komust í 16-13 og sumarfríið virtist blasa við ráðlausum Frömurum. Sóknarleikur liðsins í upphafi seinni hálfleiks var mjög stirður og Fram átti í stökustu vandræðum með að koma almennilegum skotum á markið. Gestirnir náðu loksins að skora þegar 14 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Í kjölfarið fylgdu tvö mörk og þegar 13 mínútur voru eftir af leiknum var staðan 16-16. Við tók rafmagnaður lokakafli þar sem Grótta var ávallt á undan að skora, en Framkonur jöfnuðu alltaf jafnharðan. Í stöðunni 21-20, þegar tvær og hálf mínúta voru eftir af leiknum, tók Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Fram, leikhlé. Að því loknu jafnaði Hekla Rún Ámundadóttir leikinn í 21-21, með sínu fjórða marki. Grótta fór í sókn sem virtist engan enda ætla að taka. Að lokum tókst Lene Burmo þó að fiska vítakast. Anett Köbli fór á vítalínuna, en Grótta hafði þegar þarna var komið við sögu misnotað þrjú víti í röð. Köbli urðu hins vegar ekki á nein mistök og skoraði framhjá Sunnevu Einarsdóttir í marki Fram. Fram hélt í sókn þegar um hálf mínúta var eftir af leiknum. Eftir nokkrar sendingar sín á milli tókst Safamýrarstúlkum að opna hornið fyrir Marthe. Hún fór inn úr vinstra horninu, en Íris Björk Símonardóttir sá við fyrrum liðsfélaga sínum úr Fram og tryggði Gróttu sigurinn og um leið farseðilinn í undanúrslitin. Íris Björk kórónaði með góðan leik sinn með þessari mikilvægu markvörslu, en hún varði alls 15 skot í marki heimakvenna. Eva Björk Davíðsdóttir átti einnig skínandi leik, sem og Lene Burmo á línunni.Sigurbjörg Jóhannsdóttir stóð upp úr í liði Íslandsmeistaranna sem eru komnar í sumarfrí, eflaust fyrr en þær hefðu óskað.Íris Björk: Gat ekki staðið tæpara "Þetta hafðist, við skulum orða það þannig," sagði Íris Björk Símonardóttir, markvörður Gróttu, að leik loknum. "Þetta gat ekki staðið tæpara, en ég er rosalega glöð að við skyldum hafa náð að klára þetta í kvöld." Grótta var einu marki undir eftir fyrri hálfleikinn, en liðið kom mjög sterkt til leiks í þeim seinni og komst þremur mörkum yfir, 16-13, um miðbik hálfleiksins. "Vörnin small algjörlega. Ég held að ég hafi varla fengið á mig skot fyrsta korterið í seinni hálfleik. Þær voru að verja skotin í hávörninni og þvinga leikmenn Fram í erfið skotfæri." Lokakafli leiksins var æsispennandi, en það var Anett Köbli sem skoraði sigurmark Gróttu þegar um hálf mínúta var eftir af leiknum. "Ég held að ég hafi sjaldan fagnað svona mikið. Þetta var algjör háspennuleikur." Fram mætir Stjörnunni í undanúrslitum, en síðarnefnda liðið lagði HK í annað sinn í jafnmörgum leikjum í kvöld. "Það verður krefjandi verkefni, en við vorum að koma úr krefjandi verkefni. Fram-liðið er rosalega flott, þannig að ég vona að við tökum það góða úr þessu einvígi og mætum sterkari til leiks í því næsta," sagði Íris að endingu.Halldór Jóhann: Þetta er efnilegasta liðið á landinu "Það var alveg hægt að sjá það fyrir þetta einvígi að þetta gat farið á báða vegu," sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Fram, að leik loknum, en hans konur eru fallnar úr leik eftir tvö töp fyrir Gróttu. "Gróttu-liðið er miklu sterkara en það var í fyrra. Þær eru með frábært lið og vel þjálfað. Við ætluðum okkur samt áfram og þess háttar, en í þessum leik, og báðum þessum leikjum, féll eitthvað með þeim." "Í dag féll bara allt með þeim, allir aukaboltar fóru í hendurnar á þeim, sérstaklega hérna í lokin. Og svo var það heppnin. Við áttum síðasta færið, þar sem við gátum jafnað leikinn, en þetta er bara hluti af því að stunda íþróttir; við fengum að fagna í fyrra þegar við urðum Íslandsmeistarar, en í ár stöndum við ekki í þeim sporum." "Þetta er það sem mótar góða íþróttamenn, hvort þeir koma andlega til baka og læra af þessu. Við erum með ungt lið og þessar stelpur eiga framtíðina fyrir sér. Ég vona að þær læri af þessu og komi sterkari til baka." Fram átti í miklum vandræðum í upphafi seinni hálfleiks og skoraði ekki mark fyrr en 14 mínútur voru liðnar af hálfleiknum. "Við tókum slæmar ákvarðanir og eitthvað stress gerði vart við sig. Það má ekki gleyma því að okkar helsta skytta í vetur (innskot blm. Ragnheiður Júlíusdóttir) er bara 16 ára gömul og það eru býsna miklar byrðar sem eru settar á hennar herðar. Hún er búin að standa sig frábærlega í vetur, en auðvitað þarftu bara mikla reynslu í svona leikjum og þó hún hafi sýnt frábæra leiki í vetur og komið sterk inn í lokin, þá er hún bara 16 ára og hún mun bara læra af þessu eins og allir leikmennirnir." "Það er mikil framtíð í þessu liði og ég fer ekkert ofan af því að þetta er efnilegasta liðið á landinu. Það er ótrúlega góður árangur að hafa náð þessu 4. sæti í deildinni, sem gaf okkur heimavallarréttin sem við hefðum átt að nýta betur," sagði Halldór að lokum.vísir/vallivísir/valli Olís-deild kvenna Mest lesið Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Sjá meira
Það var vel við hæfi að Grótta skyldi tryggja sér sæti í undanúrslitum Olís deildar kvenna á 40 ára afmælisdegi Seltjarnarnesbæjar. Það gerðu Gróttukonur með eins marks sigri, 22-21, á Íslandsmeisturum Fram í Hertz-höllinni í miklum spennuleik. Grótta vann einnig fyrri leik liðanna á mánudagskvöldið og liðið er því komið í undanúrslit þar sem það mætir Stjörnunni. Fyrri hálfleikurinn var eins jafn og þeir sennilega verða, en liðin héldust í hendur svo til allan hálfleikinn. Aldrei munaði meira en einu marki á liðunum, fyrr en Fram náði tveggja marka forystu, í tvígang, seinni hluta hálfleiksins. Þegar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik var staðan 9-11, Fram í vil. Þá tók við góður kafli hjá Gróttu. Heimakonur skoruðu þrjú mörk í röð og náðu forystunni, 12-11. Marthe Sördal, hornamaður Fram, sá hins vegar til þess að Safamýrarstúlkur leiddu í leikhléi með því að skora tvo síðustu mörk hálfleiksins. Gróttukonur mættu ákveðnar til leiks í seinni hálfleik, en það gerðu gestirnir úr Safamýrinni hins vegar ekki. Grótta skoraði fjögur fyrstu mörk seinni hálfleiks, komust í 16-13 og sumarfríið virtist blasa við ráðlausum Frömurum. Sóknarleikur liðsins í upphafi seinni hálfleiks var mjög stirður og Fram átti í stökustu vandræðum með að koma almennilegum skotum á markið. Gestirnir náðu loksins að skora þegar 14 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Í kjölfarið fylgdu tvö mörk og þegar 13 mínútur voru eftir af leiknum var staðan 16-16. Við tók rafmagnaður lokakafli þar sem Grótta var ávallt á undan að skora, en Framkonur jöfnuðu alltaf jafnharðan. Í stöðunni 21-20, þegar tvær og hálf mínúta voru eftir af leiknum, tók Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Fram, leikhlé. Að því loknu jafnaði Hekla Rún Ámundadóttir leikinn í 21-21, með sínu fjórða marki. Grótta fór í sókn sem virtist engan enda ætla að taka. Að lokum tókst Lene Burmo þó að fiska vítakast. Anett Köbli fór á vítalínuna, en Grótta hafði þegar þarna var komið við sögu misnotað þrjú víti í röð. Köbli urðu hins vegar ekki á nein mistök og skoraði framhjá Sunnevu Einarsdóttir í marki Fram. Fram hélt í sókn þegar um hálf mínúta var eftir af leiknum. Eftir nokkrar sendingar sín á milli tókst Safamýrarstúlkum að opna hornið fyrir Marthe. Hún fór inn úr vinstra horninu, en Íris Björk Símonardóttir sá við fyrrum liðsfélaga sínum úr Fram og tryggði Gróttu sigurinn og um leið farseðilinn í undanúrslitin. Íris Björk kórónaði með góðan leik sinn með þessari mikilvægu markvörslu, en hún varði alls 15 skot í marki heimakvenna. Eva Björk Davíðsdóttir átti einnig skínandi leik, sem og Lene Burmo á línunni.Sigurbjörg Jóhannsdóttir stóð upp úr í liði Íslandsmeistaranna sem eru komnar í sumarfrí, eflaust fyrr en þær hefðu óskað.Íris Björk: Gat ekki staðið tæpara "Þetta hafðist, við skulum orða það þannig," sagði Íris Björk Símonardóttir, markvörður Gróttu, að leik loknum. "Þetta gat ekki staðið tæpara, en ég er rosalega glöð að við skyldum hafa náð að klára þetta í kvöld." Grótta var einu marki undir eftir fyrri hálfleikinn, en liðið kom mjög sterkt til leiks í þeim seinni og komst þremur mörkum yfir, 16-13, um miðbik hálfleiksins. "Vörnin small algjörlega. Ég held að ég hafi varla fengið á mig skot fyrsta korterið í seinni hálfleik. Þær voru að verja skotin í hávörninni og þvinga leikmenn Fram í erfið skotfæri." Lokakafli leiksins var æsispennandi, en það var Anett Köbli sem skoraði sigurmark Gróttu þegar um hálf mínúta var eftir af leiknum. "Ég held að ég hafi sjaldan fagnað svona mikið. Þetta var algjör háspennuleikur." Fram mætir Stjörnunni í undanúrslitum, en síðarnefnda liðið lagði HK í annað sinn í jafnmörgum leikjum í kvöld. "Það verður krefjandi verkefni, en við vorum að koma úr krefjandi verkefni. Fram-liðið er rosalega flott, þannig að ég vona að við tökum það góða úr þessu einvígi og mætum sterkari til leiks í því næsta," sagði Íris að endingu.Halldór Jóhann: Þetta er efnilegasta liðið á landinu "Það var alveg hægt að sjá það fyrir þetta einvígi að þetta gat farið á báða vegu," sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Fram, að leik loknum, en hans konur eru fallnar úr leik eftir tvö töp fyrir Gróttu. "Gróttu-liðið er miklu sterkara en það var í fyrra. Þær eru með frábært lið og vel þjálfað. Við ætluðum okkur samt áfram og þess háttar, en í þessum leik, og báðum þessum leikjum, féll eitthvað með þeim." "Í dag féll bara allt með þeim, allir aukaboltar fóru í hendurnar á þeim, sérstaklega hérna í lokin. Og svo var það heppnin. Við áttum síðasta færið, þar sem við gátum jafnað leikinn, en þetta er bara hluti af því að stunda íþróttir; við fengum að fagna í fyrra þegar við urðum Íslandsmeistarar, en í ár stöndum við ekki í þeim sporum." "Þetta er það sem mótar góða íþróttamenn, hvort þeir koma andlega til baka og læra af þessu. Við erum með ungt lið og þessar stelpur eiga framtíðina fyrir sér. Ég vona að þær læri af þessu og komi sterkari til baka." Fram átti í miklum vandræðum í upphafi seinni hálfleiks og skoraði ekki mark fyrr en 14 mínútur voru liðnar af hálfleiknum. "Við tókum slæmar ákvarðanir og eitthvað stress gerði vart við sig. Það má ekki gleyma því að okkar helsta skytta í vetur (innskot blm. Ragnheiður Júlíusdóttir) er bara 16 ára gömul og það eru býsna miklar byrðar sem eru settar á hennar herðar. Hún er búin að standa sig frábærlega í vetur, en auðvitað þarftu bara mikla reynslu í svona leikjum og þó hún hafi sýnt frábæra leiki í vetur og komið sterk inn í lokin, þá er hún bara 16 ára og hún mun bara læra af þessu eins og allir leikmennirnir." "Það er mikil framtíð í þessu liði og ég fer ekkert ofan af því að þetta er efnilegasta liðið á landinu. Það er ótrúlega góður árangur að hafa náð þessu 4. sæti í deildinni, sem gaf okkur heimavallarréttin sem við hefðum átt að nýta betur," sagði Halldór að lokum.vísir/vallivísir/valli
Olís-deild kvenna Mest lesið Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti