Handbolti

Tíu marka stórsigur hjá Framkonum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sigurbjörg Jóhannsdóttir.
Sigurbjörg Jóhannsdóttir. Vísir/Daníel
Framkonur áttu ekki í miklum vandræðum með HK í Olís-deild kvenna í Safamýrinni í kvöld en Framliðið vann tíu marka sigur, 24-14.

Framkonur endurheimtu þar með þriðja sætið í deildinni af Gróttu en Gróttuliðið komst þangað með sigri á Val í gær.

Sigurbjörg Jóhannsdóttir skoraði sex mörk fyrir Fram og Marthe Sördal var með fimm mörk. Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir var langatkvæðamest hjá HK með átta mörk.

Fram var reyndar bara tveimur mörkum yfir í hálfleik, 10-8, en vann seinni hálfleikinn 14-6. Framliðið hefur verið að spila vel eftir áramótin en þetta var fjórði sigur liðsins í fimm leikjum á nýju ári.

HK vann tvo fyrstu leiki ársins en hefur síðan tapað fjórum leikjum í röð. Liðið er í 8. sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Hafnarfjarðarliðunum Haukum og FH.



Fram - HK 24-14 (10-8)

Mörk Fram: Sigurbjörg Jóhannsdóttir 6, Marthe Sördal 5, Ragnheiður Júlíusdóttir 4, Hafdís Shizuka Iura 3, María Karlsdóttir 2, Elva Þóra Arnardóttir 2, Íris Kristín Smith 1, Jóhanna Björk Viktorsdóttir 1.

Mörk HK: Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 8, Guðrún Erla Bjarnadóttir 3, Sigríður Hauksdóttir 2, Gerður Arinbjarnar 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×