Leggur skóna á hilluna fyrir aldur fram Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. janúar 2014 12:51 Rakel Dögg brosar út að eyrum í leik með Garðabæjarliðinu. Vísir/Valli Landsliðskonan Rakel Dögg Bragadóttir hefur lagt skóna á hilluna vegna höfuðmeiðsla. Þetta tilkynnti hún á Fésbókarsíðu sinni í dag. Rakel er aðeins 27 ára gömul. Rakel Dögg, sem er uppalin hjá Stjörnunni í Garðabæ og á mála hjá félaginu, fékk slæmt höfuðhögg í nóvember sem olli heilahristingi. Síðan hefur hún verið í skoðun hjá sérfræðimenntuðum læknum við höfuðmeiðslum enda hefur hún átt erfitt með að fara í göngutúra án þess að fá verkjaköst í kjölfarið. „Tímabilið er búið hjá mér og ekki er hægt að segja til um hvenær eða jafnvel hvort ég get spilað aftur. Þær fréttir voru þungar enda hefur handbolti verið stór hluti af mínu lífi frá því ég man eftir mér og þegar eitthvað hamlar mér að geta gert það sem ég elska er erfitt að sætta sig við það,“ skrifar Rakel Dögg og staðfestir að með trega og tár í augum sjái hún engan annan kost en að leggja skóna á hilluna.Rakel Dögg með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu í Serbíu.Vísir/Stefán Rakel Dögg hefur glímt við fjölmörg meiðsli á löngum handboltaferli sínum. „Ég hef handleggsbrotnað, ristarbrotnað, rifbeinsbrotnað, farið í uppskurð á báðum fótleggjum, farið í uppskurð á hægri öxl og það stefndi í aðra aðgerð, dottið úr lið á vinstri öxl, glímt við nárameiðsli í 2 ár og svo að sjálfsögðu slitið bæði hægra og vinstra krossband. Vonbrigðin eru auðvitað alltaf mikil við meiðsli en ástríðan og gleðin við að spila handbolta hefur ávallt drifið mig áfram og hef ég alltaf lagt mig alla fram til að koma til baka sterkari og með enn meiri krafti en áður.“ Hún hefur verið ein allra fremsta handboltakona landsins og spilaði einnig sem atvinnumaður bæði í Danmörku og Noregi. „Margt annað skemmtilegt bíður mín í lífinu en samt er erfitt að horfast í augu við það að mögulega hef ég spilað minn síðasta leik og ekki fengið að hætta á mínum eigin forsendum,“ skrifar Rakel Dögg og rifjar upp, með stolti, skemmtilegan feril sinn. „Ég hef spilað í 10 ár með landsliðinu og tók þátt í að koma landsliðinu í fyrsta skipti á Evrópumót og í fyrsta skipti á Heimsmeistaramót. Ég hef tvívegis orðið Íslandsmeistari með liðinu mínu Stjörnunni, tvíveigis bikarmeistari og þrisvar orðið deildarbikarmeistari,“ skrifar Rakel og ljóst er að titlar hennar í yngri flokkum Stjörnunnar voru ófáir.Rakel fagnar marki í leik með íslenska landsliðinu.Vísir/Valli Rakel Dögg hefur einnig verið heiðruð margoft fyrir frammistöðu sína og var kosin handknattleikskona ársins á Íslandi árið 2007 og íþróttamaður Stjörnunnar sama ár. Í byrjun janúar 2008 var Rakel svo kjörin íþróttamaður Garðabæjar. Ljóst er að Rakel Dögg skilur eftir sig stórt skarð í íslenskum handbolta hvort sem er í félagsliði sínu eða landsliði. Hún hefur hins vegar getið sér gott orð fyrir þjálfun og sem handboltasérfræðingur í sjónvarpi og vonandi fyrir íslenskt handboltasamfélag að hún verði áfram virk í hreyfingunni.Rakel Dögg gaf Vísi góðfúslegt leyfi til að styðjast við Fésbókarfærslu sína við vinnslu þessarar fréttar. Olís-deild kvenna Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Sjá meira
Landsliðskonan Rakel Dögg Bragadóttir hefur lagt skóna á hilluna vegna höfuðmeiðsla. Þetta tilkynnti hún á Fésbókarsíðu sinni í dag. Rakel er aðeins 27 ára gömul. Rakel Dögg, sem er uppalin hjá Stjörnunni í Garðabæ og á mála hjá félaginu, fékk slæmt höfuðhögg í nóvember sem olli heilahristingi. Síðan hefur hún verið í skoðun hjá sérfræðimenntuðum læknum við höfuðmeiðslum enda hefur hún átt erfitt með að fara í göngutúra án þess að fá verkjaköst í kjölfarið. „Tímabilið er búið hjá mér og ekki er hægt að segja til um hvenær eða jafnvel hvort ég get spilað aftur. Þær fréttir voru þungar enda hefur handbolti verið stór hluti af mínu lífi frá því ég man eftir mér og þegar eitthvað hamlar mér að geta gert það sem ég elska er erfitt að sætta sig við það,“ skrifar Rakel Dögg og staðfestir að með trega og tár í augum sjái hún engan annan kost en að leggja skóna á hilluna.Rakel Dögg með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu í Serbíu.Vísir/Stefán Rakel Dögg hefur glímt við fjölmörg meiðsli á löngum handboltaferli sínum. „Ég hef handleggsbrotnað, ristarbrotnað, rifbeinsbrotnað, farið í uppskurð á báðum fótleggjum, farið í uppskurð á hægri öxl og það stefndi í aðra aðgerð, dottið úr lið á vinstri öxl, glímt við nárameiðsli í 2 ár og svo að sjálfsögðu slitið bæði hægra og vinstra krossband. Vonbrigðin eru auðvitað alltaf mikil við meiðsli en ástríðan og gleðin við að spila handbolta hefur ávallt drifið mig áfram og hef ég alltaf lagt mig alla fram til að koma til baka sterkari og með enn meiri krafti en áður.“ Hún hefur verið ein allra fremsta handboltakona landsins og spilaði einnig sem atvinnumaður bæði í Danmörku og Noregi. „Margt annað skemmtilegt bíður mín í lífinu en samt er erfitt að horfast í augu við það að mögulega hef ég spilað minn síðasta leik og ekki fengið að hætta á mínum eigin forsendum,“ skrifar Rakel Dögg og rifjar upp, með stolti, skemmtilegan feril sinn. „Ég hef spilað í 10 ár með landsliðinu og tók þátt í að koma landsliðinu í fyrsta skipti á Evrópumót og í fyrsta skipti á Heimsmeistaramót. Ég hef tvívegis orðið Íslandsmeistari með liðinu mínu Stjörnunni, tvíveigis bikarmeistari og þrisvar orðið deildarbikarmeistari,“ skrifar Rakel og ljóst er að titlar hennar í yngri flokkum Stjörnunnar voru ófáir.Rakel fagnar marki í leik með íslenska landsliðinu.Vísir/Valli Rakel Dögg hefur einnig verið heiðruð margoft fyrir frammistöðu sína og var kosin handknattleikskona ársins á Íslandi árið 2007 og íþróttamaður Stjörnunnar sama ár. Í byrjun janúar 2008 var Rakel svo kjörin íþróttamaður Garðabæjar. Ljóst er að Rakel Dögg skilur eftir sig stórt skarð í íslenskum handbolta hvort sem er í félagsliði sínu eða landsliði. Hún hefur hins vegar getið sér gott orð fyrir þjálfun og sem handboltasérfræðingur í sjónvarpi og vonandi fyrir íslenskt handboltasamfélag að hún verði áfram virk í hreyfingunni.Rakel Dögg gaf Vísi góðfúslegt leyfi til að styðjast við Fésbókarfærslu sína við vinnslu þessarar fréttar.
Olís-deild kvenna Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Sjá meira