Handbolti

Ísland hefur aldrei unnið gestgjafa á EM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Róbert Gunnarsson í leiknum á móti Makedóníu.
Róbert Gunnarsson í leiknum á móti Makedóníu. Vísir/Daníel
Íslenska handboltalandsliðið mætir gestgjöfum Dana í lokaleik milliriðils eitt á Evrópumótinu í handbolta í kvöld en það ræðst ekki fyrr en í leikjunum á undan hvað verður mikið undir hjá strákunum okkar í þessum leik.

Íslenska liðið gæti samt endurskrifað söguna með því að vinna Dani því það yrðu þá í fyrsta sinn sem íslenska handboltaliðinu tækist að vinna heimamenn í úrslitakeppni Evrópumótsins.

Það má reyndar sjá jákvæða þróun í leikjum Íslands á móti gestgjöfum á EM. Fyrsti leikurinn tapaðist með 11 mörkum, sá næsti með sex mörkum og Ísland gerði síðan jafntefli í síðasta leik sínum á móti heimaliði á EM.

Íslenska landsliðið mætti ekki gestgjöfum á EM í Króatíu 2000, á EM í Sviss 2006, á EM í Noregi 2008 eða á EM í Serbíu 2012.

Leikur Íslands og Danmerkur hefst klukkan 19.30 í kvöld en hann verður í beinni textalýsingu hér á Vísi sem og að Guðjón Guðmundsson lýsir leiknum beint á Bylgjunni.



Leikir Íslands á móti gestgjöfum á EM:

EM í Svíþjóð 2002

11 marka tap (22-33) í undanúrslitum

EM í Slóveníu 2004

6 marka tap (28-34) í riðlakeppninni

EM í Austurríki 2010

Jafntefli (37-37) í riðlakeppninni

EM í Danmörku 2014

Leikur klukkan 19.30 í kvöld




Fleiri fréttir

Sjá meira


×