Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari, sagði eftir sigurinn á Noregi í dag að ökklameiðsli Arons Pálmarssonar væru ekki alvarleg.
Aron meiddist strax í upphafi leiks en náði þó að skora tvívegis í fimm marka sigri Íslands, 31-26.
„Þetta var ekkert svo alvarlegt,“ sagði Aron í viðtali við Rúv eftir leik. „Hann sneri sig á ökkla og hefði getað komið inn á í seinni hálfleik. En það var ákveðið að fórna ekki ökklanum.“
Aron var ánægður með frábæran varnarleik í fyrri hálfleik. „Við vorum vel stilltir og Björgvin góður í markinu. Við refsuðum í hraðaupphlaupunum sem var gott.“
„Þetta var hörkugóð byrjun en það er ekki víst að einn sigur dugi til að komast í milliriðla. Nú eru Ungverjar næstir og við þurfum að undirbúa okkur vel fyrir þann leik. Við viljum fara með stig í milliriðlana og er það næst á dagskrá hjá okkur.“
Meiðsli Arons ekki alvarleg
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



„Holan var of djúp“
Körfubolti

„Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“
Körfubolti

„Vissum alveg að við værum í góðum málum“
Körfubolti



„Gott að vera komin heim“
Íslenski boltinn


„Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“
Íslenski boltinn