Handbolti

Óvíst hvort Tvedten geti spilað gegn Íslandi

Håvard Tvedten.
Håvard Tvedten. nordicphotos/getty
Það er engu líkara en það séu álög á skandinavískum vinstri hornamönnum fyrir EM en nú var norski hornamaðurinn, Håvard Tvedten, að meiðast.

Hann meiddist í leik Noregs og Frakklands í kvöld sem Frakkar unnu með einu marki, 29-28.

Tvedten fékk djúpan skurð í lófann og þurfti að sauma þrjú spor í höndina.

"Vonandi grær þetta fljótt. Sárið er djúpt og truflar allar hreyfingar hjá mér," sagði Tvedten en óvissa er með þátttöku hans í leiknum gegn Íslandi á sunnudag.

"Læknarnir eru nokkuð jákvæðir en það er erfitt að segja til um hversu fljótt þetta sár grær. Ég verð að bíða og vona það besta."

Guðjón Valur Sigurðsson er líka meiddur og óvissa með hans þátttöku á EM rétt eins og hjá danska vinstri hornamanninum, Anders Eggert.

Tvedten birti þessa mynd af skurðinum á Twitter í kvöld.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×