Marija er besta skyttan í Olísdeild kvenna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. desember 2013 07:30 Marija Gedroit. Mynd/Stefán Fréttablaðið fékk þjálfara Olís-deildar kvenna til að velja þá leikmenn sem skara fram úr í deildinni. Í dag skoðum við hver er besta skytta deildarinnar að mati þjálfaranna tólf. Haukakonan Marija Gedroit fékk þar mjög flotta kosningu en hún er ríkjandi markadrottning deildarinnar. Marija fékk fjórtán stigum meira en Vera Lopes hjá ÍBV. Framarinn Ragnheiður Júlíusdóttir er besta íslenska skyttan en hún fékk einu stigi meira en Jóna Margrét Ragnarsdóttir hjá Stjörnunni. „Vá. Þetta kemur mér mikið á óvart. Það er gaman að fá svona viðurkenningu og vonandi get ég haldið áfram á sömu braut,“ voru fyrstu viðbrögð Mariju Gedroit þegar blaðamaður Fréttablaðsins lét hana vita að hún hefði verið kosin besta skytta deildarinnar. „Ég er á mínu þriðja ári hjá Haukum og ég er mjög ánægð með að hafa komið hingað. Haukar eru fullkomið lið fyrir mig. Allt liðið reynir að vinna með mér og hjálpa mér og á móti reyni ég að hjálpa liðinu. Við reynum að gera þetta saman,“ segir Marija. „Við hittum á gullkálfinn þarna,“ sagði Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari Hauka, um Mariju. „Hún er með hæð til að vera góð skytta og hún er með góð skot, bæði frá gólfi sem og þegar hún stekkur upp. Það er bara kraftur í henni,“ segir Halldór Harri og er sammála kosningunni þótt hann hafi ekki getað gefið sínum leikmanni atkvæði. „Þetta kemur mér ekki á óvart því mér finnst hún vera besta vinstri skyttan á landinu og með betri leikmönnum í deildinni finnst mér,“ segir hann. Það tók samt smá tíma fyrir hana að aðlagast eftir að hún kom til Íslands fyrir tímabilið 2011-12. „Þetta tók auðvitað sinn tíma og hún var ekkert rosalega góð fyrsta hálfa árið. Þegar henni leið loksins vel á Íslandi þá skaust hún upp. Hún kemur inn í ungan hóp og sýnir fordæmi um hvernig á að gera hlutina,“ segir Halldór Harri en hvað með áhuga annarra liða? Eru félög að reyna að stela henni frá Haukum? „Hún á samning hér út næsta ár líka og verður hjá okkur næstu árin. Það hefur örugglega verið reynt að taka hana frá okkur en við erum passasamir með samninga og það er erfitt að brjóta þá,“ segir Halldór Harri. Marija er ánægð hjá Haukum og segir að liðið sé á réttri leið. „Við erum að vaxa sem lið og reynum að bæta okkur á hverju ári. Liðið er mun betra núna en það var á mínu fyrsta ári. Við ætlum að vinna eitthvað í framtíðinni hvort sem það verður í ár eða á næstu ári,“ segir Marija bjartsýn. „Kærastinn minn, Giedrius Morkunas, spilar einnig með Haukum og okkur líður báðum eins og við séum heima hjá okkur. Ég er að reyna að læra íslenskuna en Giedrius talar hana mun betur en ég,“ segir Marija og þrátt fyrir þessa flottu kosningu er hún ekkert á leiðinni í sterkara lið. „Ég held að ég sé ekki að fara neitt. Ég vona bara að við í Haukum náum að komast ofar á töflunni,“ sagði Marija.Ragnheiður Júlíusdóttir, FramMynd/DaníelHver er besta skyttan í Olís-deild kvenna? 1. Marija Gedroit, Haukum 33 (6 atkvæði í 1. sæti) 2. Vera Lopes, ÍBV 19 (2) 3. Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram 18 (2) 4. Jóna Margrét Ragnarsdóttir, Stjörnunni 17 (2) 5. Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, Val 9 6. Hekla Daðadóttir, Aftureldingu 4 7. Rakel Dögg Bragadóttir, Stjörnunni 3 8. Thea Imani Sturludóttir, Fylki 2 9. Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Selfossi 1 10. Ester Óskarsdóttir, ÍBV 1 11. Drífa Þorvaldsdóttir, ÍBV 1Þjálfarar deildarinnar tilnefndu þrjá leikmenn (ekki úr eigin liði) í 1., 2. og 3. sæti. Fyrsta sætið fékk 5 stig, annað sætið fékk 3 stig og þriðja sætið fékk 1 stig. Leikmenn gátu mest fengið 55 stig. Fréttablaðið greinir síðan frá fleiri niðurstöðum könnunnarinnar á næstu dögum. Olís-deild kvenna Mest lesið Ronaldo segir þessum kafla lokið Fótbolti Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Fótbolti Niðurbrotinn Klopp í sjokki Enski boltinn Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn Íslenski boltinn Sara sátt við að hafa kvatt landsliðið: „Hélt allt of mörgum boltum á lofti“ Fótbolti Vann ofurhlaup með barn á brjósti Sport Sara óvart í stuttbuxum í kringlu: „Kölluðu á mig að koma mér út“ Fótbolti Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Enski boltinn Greip í hár mótherja og kippti til og frá Fótbolti Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Sjá meira
Fréttablaðið fékk þjálfara Olís-deildar kvenna til að velja þá leikmenn sem skara fram úr í deildinni. Í dag skoðum við hver er besta skytta deildarinnar að mati þjálfaranna tólf. Haukakonan Marija Gedroit fékk þar mjög flotta kosningu en hún er ríkjandi markadrottning deildarinnar. Marija fékk fjórtán stigum meira en Vera Lopes hjá ÍBV. Framarinn Ragnheiður Júlíusdóttir er besta íslenska skyttan en hún fékk einu stigi meira en Jóna Margrét Ragnarsdóttir hjá Stjörnunni. „Vá. Þetta kemur mér mikið á óvart. Það er gaman að fá svona viðurkenningu og vonandi get ég haldið áfram á sömu braut,“ voru fyrstu viðbrögð Mariju Gedroit þegar blaðamaður Fréttablaðsins lét hana vita að hún hefði verið kosin besta skytta deildarinnar. „Ég er á mínu þriðja ári hjá Haukum og ég er mjög ánægð með að hafa komið hingað. Haukar eru fullkomið lið fyrir mig. Allt liðið reynir að vinna með mér og hjálpa mér og á móti reyni ég að hjálpa liðinu. Við reynum að gera þetta saman,“ segir Marija. „Við hittum á gullkálfinn þarna,“ sagði Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari Hauka, um Mariju. „Hún er með hæð til að vera góð skytta og hún er með góð skot, bæði frá gólfi sem og þegar hún stekkur upp. Það er bara kraftur í henni,“ segir Halldór Harri og er sammála kosningunni þótt hann hafi ekki getað gefið sínum leikmanni atkvæði. „Þetta kemur mér ekki á óvart því mér finnst hún vera besta vinstri skyttan á landinu og með betri leikmönnum í deildinni finnst mér,“ segir hann. Það tók samt smá tíma fyrir hana að aðlagast eftir að hún kom til Íslands fyrir tímabilið 2011-12. „Þetta tók auðvitað sinn tíma og hún var ekkert rosalega góð fyrsta hálfa árið. Þegar henni leið loksins vel á Íslandi þá skaust hún upp. Hún kemur inn í ungan hóp og sýnir fordæmi um hvernig á að gera hlutina,“ segir Halldór Harri en hvað með áhuga annarra liða? Eru félög að reyna að stela henni frá Haukum? „Hún á samning hér út næsta ár líka og verður hjá okkur næstu árin. Það hefur örugglega verið reynt að taka hana frá okkur en við erum passasamir með samninga og það er erfitt að brjóta þá,“ segir Halldór Harri. Marija er ánægð hjá Haukum og segir að liðið sé á réttri leið. „Við erum að vaxa sem lið og reynum að bæta okkur á hverju ári. Liðið er mun betra núna en það var á mínu fyrsta ári. Við ætlum að vinna eitthvað í framtíðinni hvort sem það verður í ár eða á næstu ári,“ segir Marija bjartsýn. „Kærastinn minn, Giedrius Morkunas, spilar einnig með Haukum og okkur líður báðum eins og við séum heima hjá okkur. Ég er að reyna að læra íslenskuna en Giedrius talar hana mun betur en ég,“ segir Marija og þrátt fyrir þessa flottu kosningu er hún ekkert á leiðinni í sterkara lið. „Ég held að ég sé ekki að fara neitt. Ég vona bara að við í Haukum náum að komast ofar á töflunni,“ sagði Marija.Ragnheiður Júlíusdóttir, FramMynd/DaníelHver er besta skyttan í Olís-deild kvenna? 1. Marija Gedroit, Haukum 33 (6 atkvæði í 1. sæti) 2. Vera Lopes, ÍBV 19 (2) 3. Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram 18 (2) 4. Jóna Margrét Ragnarsdóttir, Stjörnunni 17 (2) 5. Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, Val 9 6. Hekla Daðadóttir, Aftureldingu 4 7. Rakel Dögg Bragadóttir, Stjörnunni 3 8. Thea Imani Sturludóttir, Fylki 2 9. Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Selfossi 1 10. Ester Óskarsdóttir, ÍBV 1 11. Drífa Þorvaldsdóttir, ÍBV 1Þjálfarar deildarinnar tilnefndu þrjá leikmenn (ekki úr eigin liði) í 1., 2. og 3. sæti. Fyrsta sætið fékk 5 stig, annað sætið fékk 3 stig og þriðja sætið fékk 1 stig. Leikmenn gátu mest fengið 55 stig. Fréttablaðið greinir síðan frá fleiri niðurstöðum könnunnarinnar á næstu dögum.
Olís-deild kvenna Mest lesið Ronaldo segir þessum kafla lokið Fótbolti Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Fótbolti Niðurbrotinn Klopp í sjokki Enski boltinn Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn Íslenski boltinn Sara sátt við að hafa kvatt landsliðið: „Hélt allt of mörgum boltum á lofti“ Fótbolti Vann ofurhlaup með barn á brjósti Sport Sara óvart í stuttbuxum í kringlu: „Kölluðu á mig að koma mér út“ Fótbolti Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Enski boltinn Greip í hár mótherja og kippti til og frá Fótbolti Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Sjá meira