Framtíð mín er á Íslandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. maí 2013 08:00 Florentina Stanciu er einn þriggja markvarða sem eru við æfingar með íslenska landsliðinu nú. Hér er hún í leik með ÍBV. Mynd/Stefán Einn besti leikmaður N1-deildar kvenna, Florentina Stanciu, er á leið úr landi. Markvörðurinn öflugi hefur leikið með ÍBV síðastliðin ár en náði ekki samkomulagi við félagið um áframhaldandi dvöl. Hún staðfesti við Fréttablaðið í gær að hún hefði átt í viðræðum við rúmenska liðið SCM Craiova. „Þetta er allt óljóst eins og er. Ég hef verið að tala við gamla liðið mitt sem er í sama bæ og fjölskyldan mín í Rúmeníu en það er ekki 100 prósent öruggt að ég fari þangað. Þeir hafa samþykkt munnlega að ganga að mínum kröfum en ég á enn eftir að fá það skriflega. Ef það stenst þá mun ég gera eins árs samning við félagið. Ef ekki, hætti ég við allt saman og leita annað,“ sagði Florentina í samtali við Fréttablaðið.Vil standa mig með landsliðinu Hún sagðist einnig hafa átt í viðræðum við tvö lið á Íslandi en vildi ekki nafngreina þau. Sögusagnir eru á kreiki um að umrædd lið séu Fram og Stjarnan en forráðamenn liðanna staðfestu við Fréttablaðið í gær að engar viðræður hefðu farið fram að svo stöddu. „Ég vil annars lítið hugsa um þetta þessa dagana því ég vil einbeita mér að því að æfa með landsliðinu,“ sagði hún en íslenska landsliðið undirbýr sig nú fyrir mikilvæga leiki gegn Tékklandi þar sem sæti á EM er í húfi. Florentina fékk íslenskan ríkisborgararétt fyrir tveimur mánuðum og varð strax gjaldgeng með íslenska landsliðinu. „Það er markmið mitt að standa mig eins vel og ég get með íslenska landsliðinu og því vona ég að þessi mál komist á hreint sem allra fyrst.“ Ef það kemur til þess að hún flytji til Rúmeníu með fjölskyldu sinni segir hún alveg klárt að hún muni snúa aftur til Íslands.Sonurinn í íslenskan skóla „Framtíð mín er á Íslandi. Ég ætla að kaupa hús hér og ala upp börnin mín á Íslandi. En ég vil nýta tækifærið og gefa fjölskyldu minni í Rúmeníu kost á að umgangast son minn, sem er þriggja ára. Það er hentugur aldur til þess að flytja því þegar hann kemst á skólaaldur vil ég að hann gangi í skóla á Íslandi,“ sagði hún og bætti við að það hefði haft mikið að segja í viðræðum sínum við SCM Craiova. „En ef það gengur ekki upp þá verð ég ánægð hvar sem ég enda. Ég er jákvæð persóna og kvíði því ekki að kynnast einhverju nýju,“ bætir hún við að lokum. Ísland leikur gegn Tékklandi, heima og að heiman, dagana 2. og 8. júní næstkomandi. Olís-deild kvenna Mest lesið Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Sjá meira
Einn besti leikmaður N1-deildar kvenna, Florentina Stanciu, er á leið úr landi. Markvörðurinn öflugi hefur leikið með ÍBV síðastliðin ár en náði ekki samkomulagi við félagið um áframhaldandi dvöl. Hún staðfesti við Fréttablaðið í gær að hún hefði átt í viðræðum við rúmenska liðið SCM Craiova. „Þetta er allt óljóst eins og er. Ég hef verið að tala við gamla liðið mitt sem er í sama bæ og fjölskyldan mín í Rúmeníu en það er ekki 100 prósent öruggt að ég fari þangað. Þeir hafa samþykkt munnlega að ganga að mínum kröfum en ég á enn eftir að fá það skriflega. Ef það stenst þá mun ég gera eins árs samning við félagið. Ef ekki, hætti ég við allt saman og leita annað,“ sagði Florentina í samtali við Fréttablaðið.Vil standa mig með landsliðinu Hún sagðist einnig hafa átt í viðræðum við tvö lið á Íslandi en vildi ekki nafngreina þau. Sögusagnir eru á kreiki um að umrædd lið séu Fram og Stjarnan en forráðamenn liðanna staðfestu við Fréttablaðið í gær að engar viðræður hefðu farið fram að svo stöddu. „Ég vil annars lítið hugsa um þetta þessa dagana því ég vil einbeita mér að því að æfa með landsliðinu,“ sagði hún en íslenska landsliðið undirbýr sig nú fyrir mikilvæga leiki gegn Tékklandi þar sem sæti á EM er í húfi. Florentina fékk íslenskan ríkisborgararétt fyrir tveimur mánuðum og varð strax gjaldgeng með íslenska landsliðinu. „Það er markmið mitt að standa mig eins vel og ég get með íslenska landsliðinu og því vona ég að þessi mál komist á hreint sem allra fyrst.“ Ef það kemur til þess að hún flytji til Rúmeníu með fjölskyldu sinni segir hún alveg klárt að hún muni snúa aftur til Íslands.Sonurinn í íslenskan skóla „Framtíð mín er á Íslandi. Ég ætla að kaupa hús hér og ala upp börnin mín á Íslandi. En ég vil nýta tækifærið og gefa fjölskyldu minni í Rúmeníu kost á að umgangast son minn, sem er þriggja ára. Það er hentugur aldur til þess að flytja því þegar hann kemst á skólaaldur vil ég að hann gangi í skóla á Íslandi,“ sagði hún og bætti við að það hefði haft mikið að segja í viðræðum sínum við SCM Craiova. „En ef það gengur ekki upp þá verð ég ánægð hvar sem ég enda. Ég er jákvæð persóna og kvíði því ekki að kynnast einhverju nýju,“ bætir hún við að lokum. Ísland leikur gegn Tékklandi, heima og að heiman, dagana 2. og 8. júní næstkomandi.
Olís-deild kvenna Mest lesið Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti