Var röng ákvörðun Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. apríl 2013 07:00 fagnað Hanna G. Stefánsdóttir er lykilmaður í liði Stjörnunnar. Í bakgrunni er þjálfarinn Skúli Gunnsteinsson.fréttablaðið/vilhelm Stjarnan vann frækinn sigur á Íslands-, deildar- og bikarmeisturum Vals í undanúrslitum úrslitakeppni N1-deildar kvenna í fyrrakvöld. Árangurinn er ekki síst merkilegur í því ljósi að fyrir tæpum tveimur árum síðan var tekin ákvörðun um að draga kvennalið Stjörnunnar úr keppni í N1-deild kvenna. Stuttu síðar var hætt við þá ráðagerð og skipt um hluta af stjórn handknattleiksdeildarinnar. Ragnheiður Traustadóttir tók við formannsstarfinu en undir hennar stjórn hafa bæði karla- og kvennalið félagsins náð frábærum árangri. „Það er svo flókin saga sem býr þarna að baki að ég veit ekki hvort ég geti útskýrt í stuttu máli af hverju það var ákveðið að draga liðið úr keppni á þessum tíma,“ sagði Ragnheiður í samtali við Fréttablaðið í gær. „Sennilega var það bara fyrst og fremst röng ákvörðun sem var tekin. Engu að síður stóðum við þá frammi fyrir því að hafa misst markvörðinn okkar [Florentina Stanciu, sem fór til ÍBV] tveimur vikum fyrir tímabil. Það var stóra málið og þá var allt í einu farið að velta því fyrir sér hvort við gætum verið með samkeppnishæft lið.“ Liðið tók þó þátt í N1-deild kvenna af fullum krafti í fyrra og komst þá í úrslitakeppnina eftir að hafa lent í fjórða sæti deildarinnar, rétt eins og nú. Þá steinlá liðið hins vegar fyrir verðandi meisturum Vals með samtals 36 mörkum í þremur leikjuum. Nú gerðu Stjörnustúlkur sér lítið fyrir og unnu Val í oddaleik í Vodafone-höllinni, þar sem þær rauðklæddu hafa vart tapað leik undanfarin ár. Ragnheiður segir að ákvörðunin á sínum tíma hafi verið ákveðið skipsbrot fyrir handboltann í Garðabæ. En eftir skjót viðbrögð hafi starfið gengið mjög vel. „Það hefur verið mikil aukning í iðkendafjölda, um 20-30 prósent, og þá sérstaklega í kvennaflokkunum sem ég hef haft sérstakan áhuga á. Mér finnst kvennaboltinn hafa staðið víða í stað en undanfarið hefur verið breyting á því. Við vorum til dæmism eð 40 prósenta aukningu í 5. flokki kvenna en það eru ótrúlegar tölur,“ segir Ragnheiður. Hún bætir við að margt hafi komið til og stuðlað að þessum góða árangri. Til dæmis hafi liðið styrkt sig með öflugum leikmönnum og sé að toppa á réttum tíma. Þá hafi ráðning Skúla Gunnsteinssonar í starf þjálfara verið happaskref en Skúli, sem er gamall og gegn Garðbæingur, sneri aftur í þjálfun í fyrsta sinn í tólf ár, eftir að hann hætti með Aftureldingu árið 2000. „Skúli flutti aftur heim til Íslands í fyrra eftir að hafa búið í Svíþjóð um árabil og okkur fannst spennandi að prófa hann. Hann var auðvitað farsæll þjálfari og leikmaður á sínum tíma. Svo erum við með sterkan aðstoðarþjálfara í Ingu Fríðu Tryggvadóttur auk þess sem að Roland Eradze hefur verið markvarðaþjálfari í fimm ár. Við höfum verið með gott fólk í kringum okkur sem hefur skipt höfuðmáli,“ segir Ragnheiður. Stjarnan mætir nú Fram í lokaúrslitum N1-deildar kvenna en rimman hefst í Safamýrinni á morgun kl. 15. Olís-deild kvenna Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Sjá meira
Stjarnan vann frækinn sigur á Íslands-, deildar- og bikarmeisturum Vals í undanúrslitum úrslitakeppni N1-deildar kvenna í fyrrakvöld. Árangurinn er ekki síst merkilegur í því ljósi að fyrir tæpum tveimur árum síðan var tekin ákvörðun um að draga kvennalið Stjörnunnar úr keppni í N1-deild kvenna. Stuttu síðar var hætt við þá ráðagerð og skipt um hluta af stjórn handknattleiksdeildarinnar. Ragnheiður Traustadóttir tók við formannsstarfinu en undir hennar stjórn hafa bæði karla- og kvennalið félagsins náð frábærum árangri. „Það er svo flókin saga sem býr þarna að baki að ég veit ekki hvort ég geti útskýrt í stuttu máli af hverju það var ákveðið að draga liðið úr keppni á þessum tíma,“ sagði Ragnheiður í samtali við Fréttablaðið í gær. „Sennilega var það bara fyrst og fremst röng ákvörðun sem var tekin. Engu að síður stóðum við þá frammi fyrir því að hafa misst markvörðinn okkar [Florentina Stanciu, sem fór til ÍBV] tveimur vikum fyrir tímabil. Það var stóra málið og þá var allt í einu farið að velta því fyrir sér hvort við gætum verið með samkeppnishæft lið.“ Liðið tók þó þátt í N1-deild kvenna af fullum krafti í fyrra og komst þá í úrslitakeppnina eftir að hafa lent í fjórða sæti deildarinnar, rétt eins og nú. Þá steinlá liðið hins vegar fyrir verðandi meisturum Vals með samtals 36 mörkum í þremur leikjuum. Nú gerðu Stjörnustúlkur sér lítið fyrir og unnu Val í oddaleik í Vodafone-höllinni, þar sem þær rauðklæddu hafa vart tapað leik undanfarin ár. Ragnheiður segir að ákvörðunin á sínum tíma hafi verið ákveðið skipsbrot fyrir handboltann í Garðabæ. En eftir skjót viðbrögð hafi starfið gengið mjög vel. „Það hefur verið mikil aukning í iðkendafjölda, um 20-30 prósent, og þá sérstaklega í kvennaflokkunum sem ég hef haft sérstakan áhuga á. Mér finnst kvennaboltinn hafa staðið víða í stað en undanfarið hefur verið breyting á því. Við vorum til dæmism eð 40 prósenta aukningu í 5. flokki kvenna en það eru ótrúlegar tölur,“ segir Ragnheiður. Hún bætir við að margt hafi komið til og stuðlað að þessum góða árangri. Til dæmis hafi liðið styrkt sig með öflugum leikmönnum og sé að toppa á réttum tíma. Þá hafi ráðning Skúla Gunnsteinssonar í starf þjálfara verið happaskref en Skúli, sem er gamall og gegn Garðbæingur, sneri aftur í þjálfun í fyrsta sinn í tólf ár, eftir að hann hætti með Aftureldingu árið 2000. „Skúli flutti aftur heim til Íslands í fyrra eftir að hafa búið í Svíþjóð um árabil og okkur fannst spennandi að prófa hann. Hann var auðvitað farsæll þjálfari og leikmaður á sínum tíma. Svo erum við með sterkan aðstoðarþjálfara í Ingu Fríðu Tryggvadóttur auk þess sem að Roland Eradze hefur verið markvarðaþjálfari í fimm ár. Við höfum verið með gott fólk í kringum okkur sem hefur skipt höfuðmáli,“ segir Ragnheiður. Stjarnan mætir nú Fram í lokaúrslitum N1-deildar kvenna en rimman hefst í Safamýrinni á morgun kl. 15.
Olís-deild kvenna Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Sjá meira