Meiri sykur? Katrín Jakobsdóttir skrifar 21. janúar 2013 06:00 Mörgum fulltrúum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins er tíðrætt um að stefna þeirra felist í að „stækka kökuna“. Það er ekki að ástæðulausu að þegar þessir herramenn eru spurðir um hvernig allt verði betra undir þeirra stjórn verða þeir jafnan mjög loðnir í tali og grípa til myndlíkinga. Þessi tiltekna hefur þó þann kost að óvart upplýsir hún allan sannleikann um hvers er von undir stjórn þessara manna.Endalaust sykurát Flestum finnast kökur góðar. En að sama skapi vita allir í nútímasamfélagi að kökur eru ekki sérlega holl fæða. Það eru til ýmsar leiðir til lífsgæða en endalaust sykurát er ekki ein þeirra. Pólitík hægrimanna snýst hins vegar um endalaust sykurát. Arðrán á náttúrunni, útsala á auðlindum, bóluhagkerfi þar sem ríkið styrkir getulaus fyrirtæki til að þenja sig út tímabundið, sala ríkiseigna, þetta voru lausnirnar fyrir hrun og sjálfstæðismenn hafa ekkert að bjóða nema áframhald á því sama. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn ráku samfélagið á sínum tíma með þeim hætti að það leit út fyrir að hér væri mikill hagvöxtur. En hann reyndist innantómur. Hitaeiningarnar í þessum hagvexti voru aðeins sykur og meiri sykur og hann reyndist vond næring til framtíðar. Nákvæmlega sama er í boði núna. Fleiri álver, meiri einkavæðing, fleiri ríkisstyrkir til einkavina. Það er leitun að stjórnmálaöflum sem hafa orðið sér jafn rækilega til skammar og þeim sem stýrðu Íslandi á fyrsta áratug 21. aldar og eru þó svo bíræfin að mæta aftur til leiks og lofa engu öðru en að endurtaka sama leik, nákvæmlega eins.Engin bætiefni Til þess að veita þessum flokkum brautargengi þurfa menn að trúa því býsna ákaft að hér hafi aldrei orðið neitt hrun og engin kreppa heldur. Því að það sem þeir bjóða fram í næstu kosningum eru engin bætiefni heldur innantóm orka. Ekkert annað. Sama neyslupólitíkin og fór með þjóðina á hausinn haustið 2008. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Sjá meira
Mörgum fulltrúum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins er tíðrætt um að stefna þeirra felist í að „stækka kökuna“. Það er ekki að ástæðulausu að þegar þessir herramenn eru spurðir um hvernig allt verði betra undir þeirra stjórn verða þeir jafnan mjög loðnir í tali og grípa til myndlíkinga. Þessi tiltekna hefur þó þann kost að óvart upplýsir hún allan sannleikann um hvers er von undir stjórn þessara manna.Endalaust sykurát Flestum finnast kökur góðar. En að sama skapi vita allir í nútímasamfélagi að kökur eru ekki sérlega holl fæða. Það eru til ýmsar leiðir til lífsgæða en endalaust sykurát er ekki ein þeirra. Pólitík hægrimanna snýst hins vegar um endalaust sykurát. Arðrán á náttúrunni, útsala á auðlindum, bóluhagkerfi þar sem ríkið styrkir getulaus fyrirtæki til að þenja sig út tímabundið, sala ríkiseigna, þetta voru lausnirnar fyrir hrun og sjálfstæðismenn hafa ekkert að bjóða nema áframhald á því sama. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn ráku samfélagið á sínum tíma með þeim hætti að það leit út fyrir að hér væri mikill hagvöxtur. En hann reyndist innantómur. Hitaeiningarnar í þessum hagvexti voru aðeins sykur og meiri sykur og hann reyndist vond næring til framtíðar. Nákvæmlega sama er í boði núna. Fleiri álver, meiri einkavæðing, fleiri ríkisstyrkir til einkavina. Það er leitun að stjórnmálaöflum sem hafa orðið sér jafn rækilega til skammar og þeim sem stýrðu Íslandi á fyrsta áratug 21. aldar og eru þó svo bíræfin að mæta aftur til leiks og lofa engu öðru en að endurtaka sama leik, nákvæmlega eins.Engin bætiefni Til þess að veita þessum flokkum brautargengi þurfa menn að trúa því býsna ákaft að hér hafi aldrei orðið neitt hrun og engin kreppa heldur. Því að það sem þeir bjóða fram í næstu kosningum eru engin bætiefni heldur innantóm orka. Ekkert annað. Sama neyslupólitíkin og fór með þjóðina á hausinn haustið 2008.
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun