Hve mikilvægur er eiður lækna? Jón Þór Ólafsson skrifar 15. janúar 2013 06:00 Dóttir mín þriggja ára fékk lungnabólgu á dögunum. Læknirinn sem greindi hana á Læknavaktinni sagði að um bakteríusýkingu væri að ræða svo sýklalyf væru málið. Ég spurði hvort greiningin væri örugg og vildi láta rannsaka hvort mögulega væri um veirusýkingu að ræða. Sýklalyf virka ekki á veirur en þau geta farið mjög illa með líkamann og ónæmiskerfið svo ef um veirusýkingu væri að ræða myndu þau aðeins gera ógagn. Læknirinn vildi ekki rannsaka það frekar og skrifaði upp á breiðvirkt sýklalyf sem virkaði svo ekki. Nokkrum dögum síðar fór ég með fimm vikna son minn á Barnaspítala Hringsins þar sem hann var að fá sömu einkenni og systir hans. Mjög indæll læknir þar tók tveggja mínútna CRP-blóðpróf sem útilokaði bakteríusýkingu. Hann var því ekki settur á sýklalyf og önnur meðferð valin. Hvers vegna fékk dóttir mín ekki svona tveggja mínútna CRP-próf áður en henni var gefið lyf sem gat gert veikindi hennar verri án nokkurs gagns? Er það sparnaðarstefna Læknavaktarinnar að spara þessi próf?Trúnaðarsamband við sjúkling Flestir læknar sverja eið sem oft er kenndur við Hippokrates, upphafsmann vestrænna læknavísinda. Genfarheit Alþjóðafélags lækna bindur lækninn með orðunum: „Ég mun hafa heilbrigði sjúklings míns í huga framar öllu öðru“ og í alþjóðasiðareglum lækna er því lýst yfir, að „[l]ækni ber einungis að taka mið af hagsmunum sjúklings, þegar hann veitir læknisþjónustu.“ Reglan að læknir skuli setja í forgang hagsmuni sjúklings sem hann meðhöndlar hverju sinni er góð, því að allt starf læknisins byggir á trausti sjúklingsins til hans. Siðareglur Læknafélags Íslands skylda því lækna til að varðveita það traust eins og segir í 13. grein þeirra: „Lækni er skylt að forðast af fremsta megni að hafast nokkuð að, er veikt gæti trúnaðarsamband hans við sjúklinga sína.“Forgangsröðun Ómögulegt er að bjóða öllum upp á bestu meðferð sem læknavísindin hafa upp á að bjóða. Til þess eru ekki til nægir fjármunir. Forgangsröðun er því óhjákvæmileg. En forgangsröðun meðferðarúrræða án fullnægjandi mats á ávinningi og kostnaði er óvísindaleg og ósiðleg. Slík forgangsröðun í opinberu heilbrigðiskerfi er á ábyrgð heilbrigðisyfirvalda. Læknir er hvorki siðferðilega né fræðilega í aðstöðu til að meta hvort rétt sé að vanrækja að bjóða sjúklingi sínum upp á meðferðarúrræði sem bætir heilsu hans, sé það almennt í boði. „Lækni sæmir ekki að láta hagsmuni óviðkomandi sjúklingi hafa áhrif á ákvarðanir sínar, þegar hann veitir eða vísar á heilbrigðisþjónustu.“ eins og segir í 5. grein siðareglna Læknafélags Íslands.Lækniseiðurinn Stjórnvöld hafa skorið niður til heilbrigðismála. Heilbrigðisyfirvöld hafa vanrækt að gera vísindalega forgangsröðun á meðferðarúrræðum. Svo nú er þrýstingur á lækna að svíkja þann sjúkling sem hann meðhöndlar hverju sinni til að ná fram sparnaði fyrir heildarhag sjúklinga. Sem betur fer eru til siðareglur og eiðar til að leiðbeina læknum í slíkri stöðu. Spyrjum lækninn okkar: „Munt þú hafa heilbrigði mitt í huga framar öllu öðru við meðferð mína?“ Stöndum svo fast með læknum sem standa með okkur og standa fast á lækniseiðinum, líka á sparnaðartímum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Dóttir mín þriggja ára fékk lungnabólgu á dögunum. Læknirinn sem greindi hana á Læknavaktinni sagði að um bakteríusýkingu væri að ræða svo sýklalyf væru málið. Ég spurði hvort greiningin væri örugg og vildi láta rannsaka hvort mögulega væri um veirusýkingu að ræða. Sýklalyf virka ekki á veirur en þau geta farið mjög illa með líkamann og ónæmiskerfið svo ef um veirusýkingu væri að ræða myndu þau aðeins gera ógagn. Læknirinn vildi ekki rannsaka það frekar og skrifaði upp á breiðvirkt sýklalyf sem virkaði svo ekki. Nokkrum dögum síðar fór ég með fimm vikna son minn á Barnaspítala Hringsins þar sem hann var að fá sömu einkenni og systir hans. Mjög indæll læknir þar tók tveggja mínútna CRP-blóðpróf sem útilokaði bakteríusýkingu. Hann var því ekki settur á sýklalyf og önnur meðferð valin. Hvers vegna fékk dóttir mín ekki svona tveggja mínútna CRP-próf áður en henni var gefið lyf sem gat gert veikindi hennar verri án nokkurs gagns? Er það sparnaðarstefna Læknavaktarinnar að spara þessi próf?Trúnaðarsamband við sjúkling Flestir læknar sverja eið sem oft er kenndur við Hippokrates, upphafsmann vestrænna læknavísinda. Genfarheit Alþjóðafélags lækna bindur lækninn með orðunum: „Ég mun hafa heilbrigði sjúklings míns í huga framar öllu öðru“ og í alþjóðasiðareglum lækna er því lýst yfir, að „[l]ækni ber einungis að taka mið af hagsmunum sjúklings, þegar hann veitir læknisþjónustu.“ Reglan að læknir skuli setja í forgang hagsmuni sjúklings sem hann meðhöndlar hverju sinni er góð, því að allt starf læknisins byggir á trausti sjúklingsins til hans. Siðareglur Læknafélags Íslands skylda því lækna til að varðveita það traust eins og segir í 13. grein þeirra: „Lækni er skylt að forðast af fremsta megni að hafast nokkuð að, er veikt gæti trúnaðarsamband hans við sjúklinga sína.“Forgangsröðun Ómögulegt er að bjóða öllum upp á bestu meðferð sem læknavísindin hafa upp á að bjóða. Til þess eru ekki til nægir fjármunir. Forgangsröðun er því óhjákvæmileg. En forgangsröðun meðferðarúrræða án fullnægjandi mats á ávinningi og kostnaði er óvísindaleg og ósiðleg. Slík forgangsröðun í opinberu heilbrigðiskerfi er á ábyrgð heilbrigðisyfirvalda. Læknir er hvorki siðferðilega né fræðilega í aðstöðu til að meta hvort rétt sé að vanrækja að bjóða sjúklingi sínum upp á meðferðarúrræði sem bætir heilsu hans, sé það almennt í boði. „Lækni sæmir ekki að láta hagsmuni óviðkomandi sjúklingi hafa áhrif á ákvarðanir sínar, þegar hann veitir eða vísar á heilbrigðisþjónustu.“ eins og segir í 5. grein siðareglna Læknafélags Íslands.Lækniseiðurinn Stjórnvöld hafa skorið niður til heilbrigðismála. Heilbrigðisyfirvöld hafa vanrækt að gera vísindalega forgangsröðun á meðferðarúrræðum. Svo nú er þrýstingur á lækna að svíkja þann sjúkling sem hann meðhöndlar hverju sinni til að ná fram sparnaði fyrir heildarhag sjúklinga. Sem betur fer eru til siðareglur og eiðar til að leiðbeina læknum í slíkri stöðu. Spyrjum lækninn okkar: „Munt þú hafa heilbrigði mitt í huga framar öllu öðru við meðferð mína?“ Stöndum svo fast með læknum sem standa með okkur og standa fast á lækniseiðinum, líka á sparnaðartímum.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun