Hve mikilvægur er eiður lækna? Jón Þór Ólafsson skrifar 15. janúar 2013 06:00 Dóttir mín þriggja ára fékk lungnabólgu á dögunum. Læknirinn sem greindi hana á Læknavaktinni sagði að um bakteríusýkingu væri að ræða svo sýklalyf væru málið. Ég spurði hvort greiningin væri örugg og vildi láta rannsaka hvort mögulega væri um veirusýkingu að ræða. Sýklalyf virka ekki á veirur en þau geta farið mjög illa með líkamann og ónæmiskerfið svo ef um veirusýkingu væri að ræða myndu þau aðeins gera ógagn. Læknirinn vildi ekki rannsaka það frekar og skrifaði upp á breiðvirkt sýklalyf sem virkaði svo ekki. Nokkrum dögum síðar fór ég með fimm vikna son minn á Barnaspítala Hringsins þar sem hann var að fá sömu einkenni og systir hans. Mjög indæll læknir þar tók tveggja mínútna CRP-blóðpróf sem útilokaði bakteríusýkingu. Hann var því ekki settur á sýklalyf og önnur meðferð valin. Hvers vegna fékk dóttir mín ekki svona tveggja mínútna CRP-próf áður en henni var gefið lyf sem gat gert veikindi hennar verri án nokkurs gagns? Er það sparnaðarstefna Læknavaktarinnar að spara þessi próf?Trúnaðarsamband við sjúkling Flestir læknar sverja eið sem oft er kenndur við Hippokrates, upphafsmann vestrænna læknavísinda. Genfarheit Alþjóðafélags lækna bindur lækninn með orðunum: „Ég mun hafa heilbrigði sjúklings míns í huga framar öllu öðru“ og í alþjóðasiðareglum lækna er því lýst yfir, að „[l]ækni ber einungis að taka mið af hagsmunum sjúklings, þegar hann veitir læknisþjónustu.“ Reglan að læknir skuli setja í forgang hagsmuni sjúklings sem hann meðhöndlar hverju sinni er góð, því að allt starf læknisins byggir á trausti sjúklingsins til hans. Siðareglur Læknafélags Íslands skylda því lækna til að varðveita það traust eins og segir í 13. grein þeirra: „Lækni er skylt að forðast af fremsta megni að hafast nokkuð að, er veikt gæti trúnaðarsamband hans við sjúklinga sína.“Forgangsröðun Ómögulegt er að bjóða öllum upp á bestu meðferð sem læknavísindin hafa upp á að bjóða. Til þess eru ekki til nægir fjármunir. Forgangsröðun er því óhjákvæmileg. En forgangsröðun meðferðarúrræða án fullnægjandi mats á ávinningi og kostnaði er óvísindaleg og ósiðleg. Slík forgangsröðun í opinberu heilbrigðiskerfi er á ábyrgð heilbrigðisyfirvalda. Læknir er hvorki siðferðilega né fræðilega í aðstöðu til að meta hvort rétt sé að vanrækja að bjóða sjúklingi sínum upp á meðferðarúrræði sem bætir heilsu hans, sé það almennt í boði. „Lækni sæmir ekki að láta hagsmuni óviðkomandi sjúklingi hafa áhrif á ákvarðanir sínar, þegar hann veitir eða vísar á heilbrigðisþjónustu.“ eins og segir í 5. grein siðareglna Læknafélags Íslands.Lækniseiðurinn Stjórnvöld hafa skorið niður til heilbrigðismála. Heilbrigðisyfirvöld hafa vanrækt að gera vísindalega forgangsröðun á meðferðarúrræðum. Svo nú er þrýstingur á lækna að svíkja þann sjúkling sem hann meðhöndlar hverju sinni til að ná fram sparnaði fyrir heildarhag sjúklinga. Sem betur fer eru til siðareglur og eiðar til að leiðbeina læknum í slíkri stöðu. Spyrjum lækninn okkar: „Munt þú hafa heilbrigði mitt í huga framar öllu öðru við meðferð mína?“ Stöndum svo fast með læknum sem standa með okkur og standa fast á lækniseiðinum, líka á sparnaðartímum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Dóttir mín þriggja ára fékk lungnabólgu á dögunum. Læknirinn sem greindi hana á Læknavaktinni sagði að um bakteríusýkingu væri að ræða svo sýklalyf væru málið. Ég spurði hvort greiningin væri örugg og vildi láta rannsaka hvort mögulega væri um veirusýkingu að ræða. Sýklalyf virka ekki á veirur en þau geta farið mjög illa með líkamann og ónæmiskerfið svo ef um veirusýkingu væri að ræða myndu þau aðeins gera ógagn. Læknirinn vildi ekki rannsaka það frekar og skrifaði upp á breiðvirkt sýklalyf sem virkaði svo ekki. Nokkrum dögum síðar fór ég með fimm vikna son minn á Barnaspítala Hringsins þar sem hann var að fá sömu einkenni og systir hans. Mjög indæll læknir þar tók tveggja mínútna CRP-blóðpróf sem útilokaði bakteríusýkingu. Hann var því ekki settur á sýklalyf og önnur meðferð valin. Hvers vegna fékk dóttir mín ekki svona tveggja mínútna CRP-próf áður en henni var gefið lyf sem gat gert veikindi hennar verri án nokkurs gagns? Er það sparnaðarstefna Læknavaktarinnar að spara þessi próf?Trúnaðarsamband við sjúkling Flestir læknar sverja eið sem oft er kenndur við Hippokrates, upphafsmann vestrænna læknavísinda. Genfarheit Alþjóðafélags lækna bindur lækninn með orðunum: „Ég mun hafa heilbrigði sjúklings míns í huga framar öllu öðru“ og í alþjóðasiðareglum lækna er því lýst yfir, að „[l]ækni ber einungis að taka mið af hagsmunum sjúklings, þegar hann veitir læknisþjónustu.“ Reglan að læknir skuli setja í forgang hagsmuni sjúklings sem hann meðhöndlar hverju sinni er góð, því að allt starf læknisins byggir á trausti sjúklingsins til hans. Siðareglur Læknafélags Íslands skylda því lækna til að varðveita það traust eins og segir í 13. grein þeirra: „Lækni er skylt að forðast af fremsta megni að hafast nokkuð að, er veikt gæti trúnaðarsamband hans við sjúklinga sína.“Forgangsröðun Ómögulegt er að bjóða öllum upp á bestu meðferð sem læknavísindin hafa upp á að bjóða. Til þess eru ekki til nægir fjármunir. Forgangsröðun er því óhjákvæmileg. En forgangsröðun meðferðarúrræða án fullnægjandi mats á ávinningi og kostnaði er óvísindaleg og ósiðleg. Slík forgangsröðun í opinberu heilbrigðiskerfi er á ábyrgð heilbrigðisyfirvalda. Læknir er hvorki siðferðilega né fræðilega í aðstöðu til að meta hvort rétt sé að vanrækja að bjóða sjúklingi sínum upp á meðferðarúrræði sem bætir heilsu hans, sé það almennt í boði. „Lækni sæmir ekki að láta hagsmuni óviðkomandi sjúklingi hafa áhrif á ákvarðanir sínar, þegar hann veitir eða vísar á heilbrigðisþjónustu.“ eins og segir í 5. grein siðareglna Læknafélags Íslands.Lækniseiðurinn Stjórnvöld hafa skorið niður til heilbrigðismála. Heilbrigðisyfirvöld hafa vanrækt að gera vísindalega forgangsröðun á meðferðarúrræðum. Svo nú er þrýstingur á lækna að svíkja þann sjúkling sem hann meðhöndlar hverju sinni til að ná fram sparnaði fyrir heildarhag sjúklinga. Sem betur fer eru til siðareglur og eiðar til að leiðbeina læknum í slíkri stöðu. Spyrjum lækninn okkar: „Munt þú hafa heilbrigði mitt í huga framar öllu öðru við meðferð mína?“ Stöndum svo fast með læknum sem standa með okkur og standa fast á lækniseiðinum, líka á sparnaðartímum.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun