Nokkur orð um sögulegar staðreyndir Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar 14. janúar 2013 09:30 Hallur Hallsson, fyrrum blaðamaður, skrifaði í byrjun janúar grein í Fréttablaðið um Evrópumál, í breiðum skilningi þess orðs (Af Einstein og spunarokkum). Grein hans fer um víðan völl, svo víðan að nokkuð erfitt er að átta sig á því um hvað þessi grein raunverulega er. En Hallur var með henni að vekja athygli á endurskrifaðri útgáfu af bók sinni, Váfugl, sem að mér skilst varar sterklega við Evrópusambandinu. Hallur er á móti því, vegna þess að hann telur að ESB sé að breytast í "stórríki" (eins og ég skil hann). ESB á sér sína sögu, eins og margir aðrir hlutir og það verður til þegar seinni heimsstyrjöld hefur skilið Evrópu (og nánast heiminn allan) eftir sem rjúkandi rúst. Það hefur því verið áratugi í þróun og er enn í þróun – það stendur í raun aldrei í stað. Þegar verið er að fjalla um sögu og sagnfræði er það grundvallarkrafa að menn hafi staðreyndir á hreinu. Í grein sinni segir Hallur til dæmis að Adolf Hitler hafi rænt völdum í Þýskalandi. Það er hins vegar ekki rétt. Hitler reyndi árið 1923 að framkvæma "Bjórkjallarabyltinguna" svokölluðu, en hún mistókst. Hann komst hins vegar til valda í kjölfar lýðræðislegra kosninga í nóvember árið 1932, tæpum áratug síðar. Aðallega vegna þess að andstæðingar hans voru sundraðir. Þann 30. janúar árið 1933 skipaði hinn aldni þýski kanslari, Paul von Hindenburg, Adolf Hitler eftirmann sinn. Á næstu mánuðum bannaði Hitler svo smám saman starfsemi verkalýðshreyfinga og annarra stjórnmálaafla. Með þessum hætti náði Adolf Hitler algerum völdum og afnam þar með allt sem hét lýðræði í Þýskalandi. Hér er því ekki um eiginlegt valdarán að ræða. Í framhaldi af því stóð hann svo fyrir versta glæp mannkynssögunnar, Helförinni, og byrjaði reyndar strax árið 1933 að senda pólítíska andstæðinga og aðra "óæskilega" í þrælkunarbúðir. Friðsamleg samvinna ESB hlaut friðarverðlaun Nóbels fyrir skömmu. Í kjölfar þeirra efnahagslegu hamfara sem dunið hafa á Evrópu og umheiminum síðan 2008 hlýtur það að teljast nokkuð afrek að ekki hafi komið til vopnaðra átaka milli landa Evrópu vegna þessa. Hvernig viðbrögðin hefðu verið ef ESB-samvinna 27 lýðræðisþjóða hefði ekki verið til staðar er erfitt um að spá. En þó verður að teljast líklegt að menn hefðu gripið til hvers kyns verndaraðgerða, tollamúra og þess háttar. Og þá er ekki ólíklegt að hitnað hefði í kolunum. En allar götur frá 2008 hafa viðskipti gengið fyrir sig með eðlilegum hætti í Evrópu. Smám saman hafa leiðtogar ESB-ríkjanna náð að vinna á vandanum og eru að því enn. Og formið er; friðsamleg samvinna, en ekki vopnaskak. Hins vegar er seinni heimsstyrjöldin gott dæmi um það hvernig menn (ekki bara Adolf Hitler) ætluðu sér að leysa efnahagsleg vandamál (s.s. atvinnuleysi) og fá útrás fyrir persónulegan metnað, með styrjaldarrekstri. Gegn þessu er ESB meðal annars beint og sú friðarhugsjón sem er ein af grundvallarhugmyndum ESB, á sér skýrar sögulegar rætur. Það er svo mikið umhugsunarefni hvernig á síðustu misserum andstæðingar ESB hér á landi reyna endurtekið að tengja ESB við nasisma og þriðja ríki Adolfs Hitlers. Eða Sovétríki kommúnismans. Sem er alger fjarstæða og sýnir á hversu lágt plan umræða um Evrópumál getur farið hér á landi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Mest lesið Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Hallur Hallsson, fyrrum blaðamaður, skrifaði í byrjun janúar grein í Fréttablaðið um Evrópumál, í breiðum skilningi þess orðs (Af Einstein og spunarokkum). Grein hans fer um víðan völl, svo víðan að nokkuð erfitt er að átta sig á því um hvað þessi grein raunverulega er. En Hallur var með henni að vekja athygli á endurskrifaðri útgáfu af bók sinni, Váfugl, sem að mér skilst varar sterklega við Evrópusambandinu. Hallur er á móti því, vegna þess að hann telur að ESB sé að breytast í "stórríki" (eins og ég skil hann). ESB á sér sína sögu, eins og margir aðrir hlutir og það verður til þegar seinni heimsstyrjöld hefur skilið Evrópu (og nánast heiminn allan) eftir sem rjúkandi rúst. Það hefur því verið áratugi í þróun og er enn í þróun – það stendur í raun aldrei í stað. Þegar verið er að fjalla um sögu og sagnfræði er það grundvallarkrafa að menn hafi staðreyndir á hreinu. Í grein sinni segir Hallur til dæmis að Adolf Hitler hafi rænt völdum í Þýskalandi. Það er hins vegar ekki rétt. Hitler reyndi árið 1923 að framkvæma "Bjórkjallarabyltinguna" svokölluðu, en hún mistókst. Hann komst hins vegar til valda í kjölfar lýðræðislegra kosninga í nóvember árið 1932, tæpum áratug síðar. Aðallega vegna þess að andstæðingar hans voru sundraðir. Þann 30. janúar árið 1933 skipaði hinn aldni þýski kanslari, Paul von Hindenburg, Adolf Hitler eftirmann sinn. Á næstu mánuðum bannaði Hitler svo smám saman starfsemi verkalýðshreyfinga og annarra stjórnmálaafla. Með þessum hætti náði Adolf Hitler algerum völdum og afnam þar með allt sem hét lýðræði í Þýskalandi. Hér er því ekki um eiginlegt valdarán að ræða. Í framhaldi af því stóð hann svo fyrir versta glæp mannkynssögunnar, Helförinni, og byrjaði reyndar strax árið 1933 að senda pólítíska andstæðinga og aðra "óæskilega" í þrælkunarbúðir. Friðsamleg samvinna ESB hlaut friðarverðlaun Nóbels fyrir skömmu. Í kjölfar þeirra efnahagslegu hamfara sem dunið hafa á Evrópu og umheiminum síðan 2008 hlýtur það að teljast nokkuð afrek að ekki hafi komið til vopnaðra átaka milli landa Evrópu vegna þessa. Hvernig viðbrögðin hefðu verið ef ESB-samvinna 27 lýðræðisþjóða hefði ekki verið til staðar er erfitt um að spá. En þó verður að teljast líklegt að menn hefðu gripið til hvers kyns verndaraðgerða, tollamúra og þess háttar. Og þá er ekki ólíklegt að hitnað hefði í kolunum. En allar götur frá 2008 hafa viðskipti gengið fyrir sig með eðlilegum hætti í Evrópu. Smám saman hafa leiðtogar ESB-ríkjanna náð að vinna á vandanum og eru að því enn. Og formið er; friðsamleg samvinna, en ekki vopnaskak. Hins vegar er seinni heimsstyrjöldin gott dæmi um það hvernig menn (ekki bara Adolf Hitler) ætluðu sér að leysa efnahagsleg vandamál (s.s. atvinnuleysi) og fá útrás fyrir persónulegan metnað, með styrjaldarrekstri. Gegn þessu er ESB meðal annars beint og sú friðarhugsjón sem er ein af grundvallarhugmyndum ESB, á sér skýrar sögulegar rætur. Það er svo mikið umhugsunarefni hvernig á síðustu misserum andstæðingar ESB hér á landi reyna endurtekið að tengja ESB við nasisma og þriðja ríki Adolfs Hitlers. Eða Sovétríki kommúnismans. Sem er alger fjarstæða og sýnir á hversu lágt plan umræða um Evrópumál getur farið hér á landi.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar