Nokkur orð um sögulegar staðreyndir Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar 14. janúar 2013 09:30 Hallur Hallsson, fyrrum blaðamaður, skrifaði í byrjun janúar grein í Fréttablaðið um Evrópumál, í breiðum skilningi þess orðs (Af Einstein og spunarokkum). Grein hans fer um víðan völl, svo víðan að nokkuð erfitt er að átta sig á því um hvað þessi grein raunverulega er. En Hallur var með henni að vekja athygli á endurskrifaðri útgáfu af bók sinni, Váfugl, sem að mér skilst varar sterklega við Evrópusambandinu. Hallur er á móti því, vegna þess að hann telur að ESB sé að breytast í "stórríki" (eins og ég skil hann). ESB á sér sína sögu, eins og margir aðrir hlutir og það verður til þegar seinni heimsstyrjöld hefur skilið Evrópu (og nánast heiminn allan) eftir sem rjúkandi rúst. Það hefur því verið áratugi í þróun og er enn í þróun – það stendur í raun aldrei í stað. Þegar verið er að fjalla um sögu og sagnfræði er það grundvallarkrafa að menn hafi staðreyndir á hreinu. Í grein sinni segir Hallur til dæmis að Adolf Hitler hafi rænt völdum í Þýskalandi. Það er hins vegar ekki rétt. Hitler reyndi árið 1923 að framkvæma "Bjórkjallarabyltinguna" svokölluðu, en hún mistókst. Hann komst hins vegar til valda í kjölfar lýðræðislegra kosninga í nóvember árið 1932, tæpum áratug síðar. Aðallega vegna þess að andstæðingar hans voru sundraðir. Þann 30. janúar árið 1933 skipaði hinn aldni þýski kanslari, Paul von Hindenburg, Adolf Hitler eftirmann sinn. Á næstu mánuðum bannaði Hitler svo smám saman starfsemi verkalýðshreyfinga og annarra stjórnmálaafla. Með þessum hætti náði Adolf Hitler algerum völdum og afnam þar með allt sem hét lýðræði í Þýskalandi. Hér er því ekki um eiginlegt valdarán að ræða. Í framhaldi af því stóð hann svo fyrir versta glæp mannkynssögunnar, Helförinni, og byrjaði reyndar strax árið 1933 að senda pólítíska andstæðinga og aðra "óæskilega" í þrælkunarbúðir. Friðsamleg samvinna ESB hlaut friðarverðlaun Nóbels fyrir skömmu. Í kjölfar þeirra efnahagslegu hamfara sem dunið hafa á Evrópu og umheiminum síðan 2008 hlýtur það að teljast nokkuð afrek að ekki hafi komið til vopnaðra átaka milli landa Evrópu vegna þessa. Hvernig viðbrögðin hefðu verið ef ESB-samvinna 27 lýðræðisþjóða hefði ekki verið til staðar er erfitt um að spá. En þó verður að teljast líklegt að menn hefðu gripið til hvers kyns verndaraðgerða, tollamúra og þess háttar. Og þá er ekki ólíklegt að hitnað hefði í kolunum. En allar götur frá 2008 hafa viðskipti gengið fyrir sig með eðlilegum hætti í Evrópu. Smám saman hafa leiðtogar ESB-ríkjanna náð að vinna á vandanum og eru að því enn. Og formið er; friðsamleg samvinna, en ekki vopnaskak. Hins vegar er seinni heimsstyrjöldin gott dæmi um það hvernig menn (ekki bara Adolf Hitler) ætluðu sér að leysa efnahagsleg vandamál (s.s. atvinnuleysi) og fá útrás fyrir persónulegan metnað, með styrjaldarrekstri. Gegn þessu er ESB meðal annars beint og sú friðarhugsjón sem er ein af grundvallarhugmyndum ESB, á sér skýrar sögulegar rætur. Það er svo mikið umhugsunarefni hvernig á síðustu misserum andstæðingar ESB hér á landi reyna endurtekið að tengja ESB við nasisma og þriðja ríki Adolfs Hitlers. Eða Sovétríki kommúnismans. Sem er alger fjarstæða og sýnir á hversu lágt plan umræða um Evrópumál getur farið hér á landi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Mest lesið Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Sjá meira
Hallur Hallsson, fyrrum blaðamaður, skrifaði í byrjun janúar grein í Fréttablaðið um Evrópumál, í breiðum skilningi þess orðs (Af Einstein og spunarokkum). Grein hans fer um víðan völl, svo víðan að nokkuð erfitt er að átta sig á því um hvað þessi grein raunverulega er. En Hallur var með henni að vekja athygli á endurskrifaðri útgáfu af bók sinni, Váfugl, sem að mér skilst varar sterklega við Evrópusambandinu. Hallur er á móti því, vegna þess að hann telur að ESB sé að breytast í "stórríki" (eins og ég skil hann). ESB á sér sína sögu, eins og margir aðrir hlutir og það verður til þegar seinni heimsstyrjöld hefur skilið Evrópu (og nánast heiminn allan) eftir sem rjúkandi rúst. Það hefur því verið áratugi í þróun og er enn í þróun – það stendur í raun aldrei í stað. Þegar verið er að fjalla um sögu og sagnfræði er það grundvallarkrafa að menn hafi staðreyndir á hreinu. Í grein sinni segir Hallur til dæmis að Adolf Hitler hafi rænt völdum í Þýskalandi. Það er hins vegar ekki rétt. Hitler reyndi árið 1923 að framkvæma "Bjórkjallarabyltinguna" svokölluðu, en hún mistókst. Hann komst hins vegar til valda í kjölfar lýðræðislegra kosninga í nóvember árið 1932, tæpum áratug síðar. Aðallega vegna þess að andstæðingar hans voru sundraðir. Þann 30. janúar árið 1933 skipaði hinn aldni þýski kanslari, Paul von Hindenburg, Adolf Hitler eftirmann sinn. Á næstu mánuðum bannaði Hitler svo smám saman starfsemi verkalýðshreyfinga og annarra stjórnmálaafla. Með þessum hætti náði Adolf Hitler algerum völdum og afnam þar með allt sem hét lýðræði í Þýskalandi. Hér er því ekki um eiginlegt valdarán að ræða. Í framhaldi af því stóð hann svo fyrir versta glæp mannkynssögunnar, Helförinni, og byrjaði reyndar strax árið 1933 að senda pólítíska andstæðinga og aðra "óæskilega" í þrælkunarbúðir. Friðsamleg samvinna ESB hlaut friðarverðlaun Nóbels fyrir skömmu. Í kjölfar þeirra efnahagslegu hamfara sem dunið hafa á Evrópu og umheiminum síðan 2008 hlýtur það að teljast nokkuð afrek að ekki hafi komið til vopnaðra átaka milli landa Evrópu vegna þessa. Hvernig viðbrögðin hefðu verið ef ESB-samvinna 27 lýðræðisþjóða hefði ekki verið til staðar er erfitt um að spá. En þó verður að teljast líklegt að menn hefðu gripið til hvers kyns verndaraðgerða, tollamúra og þess háttar. Og þá er ekki ólíklegt að hitnað hefði í kolunum. En allar götur frá 2008 hafa viðskipti gengið fyrir sig með eðlilegum hætti í Evrópu. Smám saman hafa leiðtogar ESB-ríkjanna náð að vinna á vandanum og eru að því enn. Og formið er; friðsamleg samvinna, en ekki vopnaskak. Hins vegar er seinni heimsstyrjöldin gott dæmi um það hvernig menn (ekki bara Adolf Hitler) ætluðu sér að leysa efnahagsleg vandamál (s.s. atvinnuleysi) og fá útrás fyrir persónulegan metnað, með styrjaldarrekstri. Gegn þessu er ESB meðal annars beint og sú friðarhugsjón sem er ein af grundvallarhugmyndum ESB, á sér skýrar sögulegar rætur. Það er svo mikið umhugsunarefni hvernig á síðustu misserum andstæðingar ESB hér á landi reyna endurtekið að tengja ESB við nasisma og þriðja ríki Adolfs Hitlers. Eða Sovétríki kommúnismans. Sem er alger fjarstæða og sýnir á hversu lágt plan umræða um Evrópumál getur farið hér á landi.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir Skoðun