Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar 8. desember 2025 08:02 Ný þjóðaröryggisstefna ríkisstjórnar Trump forseta Bandaríkjanna hefur verið birt. Hún endurómar margt af því sem Vance, varaforseti sagði á öryggisráðstefnu í Munich árið 2025 og vakti sú ræða mikla athygli Evrópubúa enda fengu þeir það óþvegið fyrir skort á lýðræði, málfrelsi og tilraunum veikra minnihluastjórna að grafa undan rísandi hægriöflum í mörgum Evrópulöndum. Þessi þjóðaröryggisstefna markar þáttaskil í samskiptum Evrópu og Bandaríkjanna til verri vegar. Eftirfarandi eru helstu áhersluatriði hennar; Bandaríkin meta heiminn eftir því hvað gagnast þeim best á hverjum tíma undir slagorðinu Ameríka fyrst. Ríkjandi bandalög og áhersla á lýðræði og mannréttindi eru ekki lengur keppikefli Bandaríkjanna að viðhalda eða efla. Aukin áhrif í Suður-Ameríku og hafssvæðum þar er forgangsmál þjóðaröryggisstefnunnar. Baráttan við hermdar- og eiturlyfjahópa er skilyrðislaus. Kína og Rússland eru ekki lengur skilgreind sem stærstu og um leið hættulegustu keppinautar Bandaríkjanna. Hvað Kína varðar eru það efnahagsmálin sem móta samstarf ríkjanna fremur en keppni um yfirráð, hernaðarlega hagsmuni eða völd. Rússar eru ekki gagnrýndir fyrir útþenslu- og árásarstríð Putins forseta í Úkraínu heldur er lögð áhersla á nauðsyn þess að viðhalda strategískum stöðugleika við Rússland og efla viðskiptatengsl landanna. Friður í Úkraínu er nauðsynlegur til þess að ná þessum markmiðum, en ekki er tilgreint hvernig það eigi að nást né heldur hvað það kunni að kosta landið. Evrópa er hins vegar gagnrýnd fyrir að standa í vegi fyrir friði og hafa óraunhæfar hugmyndir um hugsanleg endalok stríðsins. Helstu vandamál Evrópu er siðmenningarrof þar sem vestræn gildi hafa farið forgörðum með óheftum innflutningi flóttafólks og minnkandi barnsfæðingum. Það hefur valdið efnhagslegri stöðnun, hernaðarlegum veikleika sem mun leiða til endaloka evrópskrar siðmenningar eins og við þekkjum hana innan 20 ára. Af rúmlega 30 blaðsíðum þjóðaröryggisstefnunnar fjalla 2 blaðsíður um tengsl Bandaríkjanna við Evrópu. Á sama tíma og beðið er eftir nýrri varnarstefnu Bandaríkjanna sem mun verða birt fljótlega, hafa embættismenn í Pentagon sagt erlendum sendifulltrúum að uppfylli NATO ekki öll markmið um aukningu eigin herafla fyrir 2027 að þá munu Bandaríkin draga sig út úr mörgum af þeim sameiginlegu ákvörðunarferlum sem eru við lýði innan bandalagsins í dag. Ef tekið er tillit til þess að aðildarríki ESB hafa skuldbundið sig til að efla eigin varnir fram til ársins 2030 og það finnst mörgum bjartsýni má draga í efa getu þeirra til að flýta þessu ferli svo mjög. Það á eftir að koma í ljós hvort og hvernig ný varnarstefna Bandaríkjanna endurspeglar þjóðaröryggisstefnuna, en það er alveg ljóst að þó svo að Evrópa líti á Bandaríkin sem sinn mikilvægasta bandamann, er ekki víst samkvæmt ofansögðu að það sé gagnkvæmt! Fyrir Ísland og öryggi- og varnir landsins hlýtur þessi nýja þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna að vera áhyggjuefni og ákall um endurskoðun á þeirri stefnu að útvista alfarið öllum vörnum landsins til erlendra aðila! Höfundur er áhugamaður um íslensk öryggis- og varnarmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öryggis- og varnarmál Bandaríkin Arnór Sigurjónsson Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Sjá meira
Ný þjóðaröryggisstefna ríkisstjórnar Trump forseta Bandaríkjanna hefur verið birt. Hún endurómar margt af því sem Vance, varaforseti sagði á öryggisráðstefnu í Munich árið 2025 og vakti sú ræða mikla athygli Evrópubúa enda fengu þeir það óþvegið fyrir skort á lýðræði, málfrelsi og tilraunum veikra minnihluastjórna að grafa undan rísandi hægriöflum í mörgum Evrópulöndum. Þessi þjóðaröryggisstefna markar þáttaskil í samskiptum Evrópu og Bandaríkjanna til verri vegar. Eftirfarandi eru helstu áhersluatriði hennar; Bandaríkin meta heiminn eftir því hvað gagnast þeim best á hverjum tíma undir slagorðinu Ameríka fyrst. Ríkjandi bandalög og áhersla á lýðræði og mannréttindi eru ekki lengur keppikefli Bandaríkjanna að viðhalda eða efla. Aukin áhrif í Suður-Ameríku og hafssvæðum þar er forgangsmál þjóðaröryggisstefnunnar. Baráttan við hermdar- og eiturlyfjahópa er skilyrðislaus. Kína og Rússland eru ekki lengur skilgreind sem stærstu og um leið hættulegustu keppinautar Bandaríkjanna. Hvað Kína varðar eru það efnahagsmálin sem móta samstarf ríkjanna fremur en keppni um yfirráð, hernaðarlega hagsmuni eða völd. Rússar eru ekki gagnrýndir fyrir útþenslu- og árásarstríð Putins forseta í Úkraínu heldur er lögð áhersla á nauðsyn þess að viðhalda strategískum stöðugleika við Rússland og efla viðskiptatengsl landanna. Friður í Úkraínu er nauðsynlegur til þess að ná þessum markmiðum, en ekki er tilgreint hvernig það eigi að nást né heldur hvað það kunni að kosta landið. Evrópa er hins vegar gagnrýnd fyrir að standa í vegi fyrir friði og hafa óraunhæfar hugmyndir um hugsanleg endalok stríðsins. Helstu vandamál Evrópu er siðmenningarrof þar sem vestræn gildi hafa farið forgörðum með óheftum innflutningi flóttafólks og minnkandi barnsfæðingum. Það hefur valdið efnhagslegri stöðnun, hernaðarlegum veikleika sem mun leiða til endaloka evrópskrar siðmenningar eins og við þekkjum hana innan 20 ára. Af rúmlega 30 blaðsíðum þjóðaröryggisstefnunnar fjalla 2 blaðsíður um tengsl Bandaríkjanna við Evrópu. Á sama tíma og beðið er eftir nýrri varnarstefnu Bandaríkjanna sem mun verða birt fljótlega, hafa embættismenn í Pentagon sagt erlendum sendifulltrúum að uppfylli NATO ekki öll markmið um aukningu eigin herafla fyrir 2027 að þá munu Bandaríkin draga sig út úr mörgum af þeim sameiginlegu ákvörðunarferlum sem eru við lýði innan bandalagsins í dag. Ef tekið er tillit til þess að aðildarríki ESB hafa skuldbundið sig til að efla eigin varnir fram til ársins 2030 og það finnst mörgum bjartsýni má draga í efa getu þeirra til að flýta þessu ferli svo mjög. Það á eftir að koma í ljós hvort og hvernig ný varnarstefna Bandaríkjanna endurspeglar þjóðaröryggisstefnuna, en það er alveg ljóst að þó svo að Evrópa líti á Bandaríkin sem sinn mikilvægasta bandamann, er ekki víst samkvæmt ofansögðu að það sé gagnkvæmt! Fyrir Ísland og öryggi- og varnir landsins hlýtur þessi nýja þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna að vera áhyggjuefni og ákall um endurskoðun á þeirri stefnu að útvista alfarið öllum vörnum landsins til erlendra aðila! Höfundur er áhugamaður um íslensk öryggis- og varnarmál.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir Skoðun