Bjarki Már: Væri leiðinlegt að komast inn vegna meiðsla Guðjóns Vals Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 29. desember 2013 15:00 mynd/stefán „Mínar væntingar eru fyrst og fremst að koma í lokahópinn og hjálpa liðinu sem mest ef ég kemst í lokahópinn. Þangað til ætla ég að berjast fyrir mínu sæti,“ sagði Bjarki Már Elísson landsliðsmaður í handbolta í dag sem vonast eftir því að taka þátt á sínu fyrsta stórmóti í janúar. „Svo veit maður aldrei hvað er með Gauja (Guðjón Val Sigurðsson). Það væri leiðinlegt að komast inn á þeim forsendum að hann meiðist. Það væru allir fúlir ef maður kæmi inn útaf því. Ég vona auðvitað að hann verði með og ég vona að ég verði líka með. Fari svo að Guðjón Valur verði ekki með á Erópumeistaramótinu í Danmörku mun vinstra hornið væntanlega skiptast á milli Bjarka og Stefáns Rafns Sigurmannssonar. „Gaui er búinn að setja ágætis standard, einhver þrettán mörk að meðaltali í leik. Það væri gífurleg pressa að koma inn fyrir hann en við þyrftum að nýta tækifærið og gera okkar besta,“ sagði Bjarki Már sem óttast ekkert að koma inn fyrir Guðjón Val fari allt á versta veg með hann. „Ég held að Aron Kristjánsson óttist þetta mest en ef við erum ekki menn í að koma inn eigum við að vera í öðru sporti. Við erum báðir keppnismenn og ætlum að leysa þetta ef svo fer.“ Bjarki Már er á fyrsta ári sínu í þýsku úrvalsdeildinni þar sem hann leikur með nýliðum Eisenach. „Það hefur gengið vel í Þýskalandi. Ég hef fengið að spila mikið. Þetta hefur verið aðeins upp og niður sem er eðlilegt á mínu fyrsta ári í bestu deild í heimi. Ég er mjög sáttur það sem af er.“ „Mér finnst ég hafa bætt mig mikið. Ég er í miklu betra líkamlegu ástandi. Ég er fljótari og sterkari þó það megi bæta það enn meira.“ „Þegar maður getur unnið við að halda skrokknum í lagi er maður eitthvað steiktur ef maður getur það ekki. Maður æfir tvisvar á dag, þrisvar í viku. Svo hefur maður allan tíman í heiminum til að vinna í litlu hlutunum og í fyrirbyggjandi æfingum. Ég þakka fyrst og fremst tímanum sem ég hef í það,“ sagði Bjarki Már sem er þó ekki að allan sólarhringinn. „Ég reyndar spila playstation líka en ég nota það til að róa hugann,“ sagði ávallt léttur Bjarki Már Elísson. EM 2014 karla Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Sjá meira
„Mínar væntingar eru fyrst og fremst að koma í lokahópinn og hjálpa liðinu sem mest ef ég kemst í lokahópinn. Þangað til ætla ég að berjast fyrir mínu sæti,“ sagði Bjarki Már Elísson landsliðsmaður í handbolta í dag sem vonast eftir því að taka þátt á sínu fyrsta stórmóti í janúar. „Svo veit maður aldrei hvað er með Gauja (Guðjón Val Sigurðsson). Það væri leiðinlegt að komast inn á þeim forsendum að hann meiðist. Það væru allir fúlir ef maður kæmi inn útaf því. Ég vona auðvitað að hann verði með og ég vona að ég verði líka með. Fari svo að Guðjón Valur verði ekki með á Erópumeistaramótinu í Danmörku mun vinstra hornið væntanlega skiptast á milli Bjarka og Stefáns Rafns Sigurmannssonar. „Gaui er búinn að setja ágætis standard, einhver þrettán mörk að meðaltali í leik. Það væri gífurleg pressa að koma inn fyrir hann en við þyrftum að nýta tækifærið og gera okkar besta,“ sagði Bjarki Már sem óttast ekkert að koma inn fyrir Guðjón Val fari allt á versta veg með hann. „Ég held að Aron Kristjánsson óttist þetta mest en ef við erum ekki menn í að koma inn eigum við að vera í öðru sporti. Við erum báðir keppnismenn og ætlum að leysa þetta ef svo fer.“ Bjarki Már er á fyrsta ári sínu í þýsku úrvalsdeildinni þar sem hann leikur með nýliðum Eisenach. „Það hefur gengið vel í Þýskalandi. Ég hef fengið að spila mikið. Þetta hefur verið aðeins upp og niður sem er eðlilegt á mínu fyrsta ári í bestu deild í heimi. Ég er mjög sáttur það sem af er.“ „Mér finnst ég hafa bætt mig mikið. Ég er í miklu betra líkamlegu ástandi. Ég er fljótari og sterkari þó það megi bæta það enn meira.“ „Þegar maður getur unnið við að halda skrokknum í lagi er maður eitthvað steiktur ef maður getur það ekki. Maður æfir tvisvar á dag, þrisvar í viku. Svo hefur maður allan tíman í heiminum til að vinna í litlu hlutunum og í fyrirbyggjandi æfingum. Ég þakka fyrst og fremst tímanum sem ég hef í það,“ sagði Bjarki Már sem er þó ekki að allan sólarhringinn. „Ég reyndar spila playstation líka en ég nota það til að róa hugann,“ sagði ávallt léttur Bjarki Már Elísson.
EM 2014 karla Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Sjá meira