Arnór og Guðjón Valur fara ekki með til Þýskalands Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. desember 2013 18:15 Arnór Atlason og Guðjón Valur Sigurðsson á Ólympíuleikunum í London sumarið 2012. Mynd/Valli „Ég held ég nýtist betur hér heima en úti í Þýskalandi þar sem ég geri liðinu ekki mikið gagn án bolta í hendinni,“ segir landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson. Guðjón Valur á við meiðsli að stríða í kálfa líkt og félagi hans í landsliðinu Arnór Atlason. Hvorugur æfði með landsliðinu nú um helgina og fara ekki með liðinu til Þýskalands á föstudag. Þar mætir liðið Þjóðverjum, Rússum og Austurríkismönnum í þremur æfingaleikjum á jafnmörgum dögum. „Það er ekket vit í því að eyða föstudeginum og mánudeginum í ferðalög. Ég vil frekar nota þessa daga í meðhöndlun. Það verður einn sjúkraþjálfari hér heima sem kemur til með að sjá um okkur.“ Á meðan Guðjón Valur lyfti á æfingu dagsins var Arnór Atlason í léttum æfingum á parketgólfi Austurbergs. „Ég get gert léttar æfingar en það er langur vegur á milli þess að gera þær og spila á Evrópumóti,“ segir Arnór. Hann ætli ekkert að láta reyna á kálfann fyrr en landsliðið snýr aftur úr æfingaferðinni til Þýskalands. Hann segist þó bjartsýnn enda leyfi hann sér ekkert annað. „Ég finn ekki verki en ég veit þó hvar grensan er. Ég gæti rústað öllu ef ég færi á æfingu. Það er það sem ég má ekki gera, byrja að æfa of snemma.“ Fyrsti leikur Íslands á Evrópumótinu er gegn Noregi þann 12. janúar. EM 2014 karla Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
„Ég held ég nýtist betur hér heima en úti í Þýskalandi þar sem ég geri liðinu ekki mikið gagn án bolta í hendinni,“ segir landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson. Guðjón Valur á við meiðsli að stríða í kálfa líkt og félagi hans í landsliðinu Arnór Atlason. Hvorugur æfði með landsliðinu nú um helgina og fara ekki með liðinu til Þýskalands á föstudag. Þar mætir liðið Þjóðverjum, Rússum og Austurríkismönnum í þremur æfingaleikjum á jafnmörgum dögum. „Það er ekket vit í því að eyða föstudeginum og mánudeginum í ferðalög. Ég vil frekar nota þessa daga í meðhöndlun. Það verður einn sjúkraþjálfari hér heima sem kemur til með að sjá um okkur.“ Á meðan Guðjón Valur lyfti á æfingu dagsins var Arnór Atlason í léttum æfingum á parketgólfi Austurbergs. „Ég get gert léttar æfingar en það er langur vegur á milli þess að gera þær og spila á Evrópumóti,“ segir Arnór. Hann ætli ekkert að láta reyna á kálfann fyrr en landsliðið snýr aftur úr æfingaferðinni til Þýskalands. Hann segist þó bjartsýnn enda leyfi hann sér ekkert annað. „Ég finn ekki verki en ég veit þó hvar grensan er. Ég gæti rústað öllu ef ég færi á æfingu. Það er það sem ég má ekki gera, byrja að æfa of snemma.“ Fyrsti leikur Íslands á Evrópumótinu er gegn Noregi þann 12. janúar.
EM 2014 karla Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni