Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - ÍBV 27-18 | Miklir yfirburðir Stjörnunnar Anton Ingi Leifsson í Strandgötu skrifar 13. desember 2013 10:54 Stjarnan tryggði sig þægilega í úrslit deildarbikar Flugfélags Íslands í dag. Garðbæingar unnu níu marka sigur á ÍBV, en frábær fyrri hálfleikur var lykillinn að sigri Stjörnunnar. Stjarnan tók strax völdin í upphafi leiks og staðan var orðinn 4-0 eftir fjórar mínútur. Helena Rut Örvarsdóttir, stórskytta í liði Stjörnunnar, átti afar góðan fyrri hálfleik og hún skoraði fjögur af fyrstu sex mörkum Stjörnunnar. ÍBV liðið virkaði frekar andlaust og reyndi ótímabær skot sem einn af betri markmönnnum landsins ef ekki sá besti, Florentina Stanciu, átti ekki í vandræðum með. Florentia var með 56% markvörslu í hálfleik, en í hálfleik leiddu Garðbæingar með tíu mörkum, 17-7. Þrír leikmenn komust einungis á blað hjá ÍBV í fyrri hálfleik, á meðan Helena Rut Örvarsdóttir var fremst meðal jafninga í Stjörnuliðinu. Síðari hálfleikur var svipaður. Einungis tvö mörk voru þó skoruð á fyrstu átta mínútum í síðari hálfleik, en ÍBV liðið spilaði þó mun betri varnarleik. Stjarnan hélt þó sinni forystu, en átti í meiri erfiðleikum með að skora í þeim síðari. Leikurinn jafnaðist töluvert inná vellinum, en ekki á töflunni. Örlítil værukærð var komið í lið Stjörnunnar sem var þó ekki teljandi vandræðum. Lokatölur 27-18. Stjarnan kláraði þennan leik í fyrri hálfleik með frábærum varnarleik, öguðum sóknarleik og algjörlega frábærri markvörslu frá Florentinu Stanciu, en hún var með 59 prósenta markvörslu. Hanna Guðrún Stefánsdóttir var markahæst hjá Stjörnunni með sjö mörk. Vera Lopes var markahæst í liði ÍBV með tíu mörk, en Ester Óskarsdóttir kom næst með fjögur mörk. Hin fjögur mörkin dreifðust svo á fjóra leikmenn. Dröfn Haraldsdóttir stóð vaktina ágætlega í markinu og varði fjórtan bolta. Hanna Guðrún: Mættum léttar, ljúfar og kátarHanna Guðrún Stefánsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, var ánægð með sigur liðsins gegn ÍBV í dag. Stjarnan tryggði sér með sigrinum í úrslit deildarbikarsins. „ÍBV er með hörkulið og þær hafa verið okkur erfiðar. Við ákváðum að mæta til leiks bara léttar, ljúfar og kátar og taka þennan leik," sagði Hanna Guðrún við Vísi eftir leik. „Leikgleðin, liðsheildin og varnarleikurinn skóp þennan sigur. Sóknarleikurinn var einnig mjög góður þótt við höfum klúðrað þarna nokkrum dauðafærum. Það var alveg sama hver kom inná, það spiluðu allar mjög vel. Liðssigur." „Hún er frábær þarna í markinu og við vorum að standa vörnina ágætlega. Þegar þetta slær saman þá vinnur maður leik." „Við stefnum að því að taka titilinn á morgun. Við mætum í leikinn til að vinna, við þurfum að ná okkur niðrá jörðina eftir þennan sigur. Við þurfum að næra okkur vel, fá góðan nætursvefn og mæta ferskar á morgun," sagði Hanna Guðrún við Vísi að lokum. Jón Gunnlaugur: Fór leikurinn ekki 1-1?„Við mættum ekki til leiks fyrr en eftir 28 eða 29 mínútur. Það er alveg skelfilegt," sagði Jón Gunnlaugur, þjálfari ÍBV, við Vísi eftir leik. „Við byrjum svakalega illa og erum tíu undir í hálfleik, en þá virðist koma ró í mannskapinn og við förum að skjóta almennilega á markið. Við vinnum seinni hálfleik með einu, þannig leikurinn fór 1-1 er það ekki?" sagði Jón Gunnlaugur og glotti. „Við vorum hægar til baka. Leikurinn hjá Stjörnunni gengur út á virkilega hraðan bolta og ef þú ætlar að vinna lið eins og Stjörnuna, þá verðurðu að eiga algjöran toppleik og við áttum hann ekki í dag." „Þær höfðu gaman af þessu í síðari hálfleik og það skiptir máli í svona leik. Það vantar Drífu (Þorvaldsdóttur) hjá okkur, þannig við þurftum að prufa eitthvað nýtt og notuðum leikinn í það," sagði Jón Gunnlaugur við Vísi að lokum. Olís-deild kvenna Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Sjá meira
Stjarnan tryggði sig þægilega í úrslit deildarbikar Flugfélags Íslands í dag. Garðbæingar unnu níu marka sigur á ÍBV, en frábær fyrri hálfleikur var lykillinn að sigri Stjörnunnar. Stjarnan tók strax völdin í upphafi leiks og staðan var orðinn 4-0 eftir fjórar mínútur. Helena Rut Örvarsdóttir, stórskytta í liði Stjörnunnar, átti afar góðan fyrri hálfleik og hún skoraði fjögur af fyrstu sex mörkum Stjörnunnar. ÍBV liðið virkaði frekar andlaust og reyndi ótímabær skot sem einn af betri markmönnnum landsins ef ekki sá besti, Florentina Stanciu, átti ekki í vandræðum með. Florentia var með 56% markvörslu í hálfleik, en í hálfleik leiddu Garðbæingar með tíu mörkum, 17-7. Þrír leikmenn komust einungis á blað hjá ÍBV í fyrri hálfleik, á meðan Helena Rut Örvarsdóttir var fremst meðal jafninga í Stjörnuliðinu. Síðari hálfleikur var svipaður. Einungis tvö mörk voru þó skoruð á fyrstu átta mínútum í síðari hálfleik, en ÍBV liðið spilaði þó mun betri varnarleik. Stjarnan hélt þó sinni forystu, en átti í meiri erfiðleikum með að skora í þeim síðari. Leikurinn jafnaðist töluvert inná vellinum, en ekki á töflunni. Örlítil værukærð var komið í lið Stjörnunnar sem var þó ekki teljandi vandræðum. Lokatölur 27-18. Stjarnan kláraði þennan leik í fyrri hálfleik með frábærum varnarleik, öguðum sóknarleik og algjörlega frábærri markvörslu frá Florentinu Stanciu, en hún var með 59 prósenta markvörslu. Hanna Guðrún Stefánsdóttir var markahæst hjá Stjörnunni með sjö mörk. Vera Lopes var markahæst í liði ÍBV með tíu mörk, en Ester Óskarsdóttir kom næst með fjögur mörk. Hin fjögur mörkin dreifðust svo á fjóra leikmenn. Dröfn Haraldsdóttir stóð vaktina ágætlega í markinu og varði fjórtan bolta. Hanna Guðrún: Mættum léttar, ljúfar og kátarHanna Guðrún Stefánsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, var ánægð með sigur liðsins gegn ÍBV í dag. Stjarnan tryggði sér með sigrinum í úrslit deildarbikarsins. „ÍBV er með hörkulið og þær hafa verið okkur erfiðar. Við ákváðum að mæta til leiks bara léttar, ljúfar og kátar og taka þennan leik," sagði Hanna Guðrún við Vísi eftir leik. „Leikgleðin, liðsheildin og varnarleikurinn skóp þennan sigur. Sóknarleikurinn var einnig mjög góður þótt við höfum klúðrað þarna nokkrum dauðafærum. Það var alveg sama hver kom inná, það spiluðu allar mjög vel. Liðssigur." „Hún er frábær þarna í markinu og við vorum að standa vörnina ágætlega. Þegar þetta slær saman þá vinnur maður leik." „Við stefnum að því að taka titilinn á morgun. Við mætum í leikinn til að vinna, við þurfum að ná okkur niðrá jörðina eftir þennan sigur. Við þurfum að næra okkur vel, fá góðan nætursvefn og mæta ferskar á morgun," sagði Hanna Guðrún við Vísi að lokum. Jón Gunnlaugur: Fór leikurinn ekki 1-1?„Við mættum ekki til leiks fyrr en eftir 28 eða 29 mínútur. Það er alveg skelfilegt," sagði Jón Gunnlaugur, þjálfari ÍBV, við Vísi eftir leik. „Við byrjum svakalega illa og erum tíu undir í hálfleik, en þá virðist koma ró í mannskapinn og við förum að skjóta almennilega á markið. Við vinnum seinni hálfleik með einu, þannig leikurinn fór 1-1 er það ekki?" sagði Jón Gunnlaugur og glotti. „Við vorum hægar til baka. Leikurinn hjá Stjörnunni gengur út á virkilega hraðan bolta og ef þú ætlar að vinna lið eins og Stjörnuna, þá verðurðu að eiga algjöran toppleik og við áttum hann ekki í dag." „Þær höfðu gaman af þessu í síðari hálfleik og það skiptir máli í svona leik. Það vantar Drífu (Þorvaldsdóttur) hjá okkur, þannig við þurftum að prufa eitthvað nýtt og notuðum leikinn í það," sagði Jón Gunnlaugur við Vísi að lokum.
Olís-deild kvenna Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Sjá meira